Kjarnar - 01.09.1950, Page 124
Sögu? Á ég að segja þér sögu, herra minn? Víst er
það hægast. Ef þú lítur fram eftir ganginum og fram í
salinn, býst ég við að þú sjáir háan og fremur virðu-
legan mann reykjandi vindil. Sérðu hann? Já, alt í lagi.
Þú skalt taka vel eftir honum. Hann er einn af slyng-
ustu leynilögreglumönnum, sem nú eru uppi og heitir
Raoul Fresquoy, eða það er nafn hans í gestabókinni og
allir, sem fást við njósnir, þekkja hann.
Árið fyrir stríð tók ég á móti aðkomumönnum að einu
aðal hótelinu hér í París. En aðalstarfið var raunar
frekar að hafa auga með gestunum, heldur en taka á
móti þeim. Ég man vel, þegar Fresquoy kom. Okkur var
skipað að missa aldrei sjónar af honum — aldrei.
Hann var þá starfandi í þjónustu stórveldis í Evrópu
og mér var sagt að hann mundi aldrei fá leyfi til að
fara frá París. í þetta skifti átti að „nappa“ hann. En
hann fór frá París. Það var ekki aðeins að hann færi
frá Frakklandi, heldur hafði hann þá í fórum sínum
uppdrátt af nýjustu gerð hreyfla í neðansjávar báta.
Svo kemur sagan:
Það var eitthvert fagurt júníkvöld 1914 að Raoul
Fresquoy, öðru nafni Carol de Wyndhoyst eða Etienne
122
Kjarnar — Nr. 13