Kjarnar - 01.09.1950, Page 128
Hann þekkti ljónið. Roquant hafði selt hann í hendur
Frakka. Fyrst hafði Pacasso stolið uppdráttunum, en
verið tekinn og síðan sagt frá Roquant. En það hafði
aftur orðið til að Fresquoy gekk í gildruna.
Nú mundi Duchelte verða hróðugur. í stað Roquants
mundi hann veiða sjálfan Fresquoy — það var góður
dagur fyrir hann — dagur hefndarinnar. Fresquoy var
kaldur eins og ís. Hann fann dyrnar á íbúðinni og leit
fram í ganginn. Þar var enginn. Nú datt honum nokk-
uð í hug. Hann fór aftur inn og settist við skrifborðið
og skrifaði smámiða, sem hann setti í umslag. Svo náði
hann í köttinn, sem svaf í svefnherberginu og hélt á
honum undir handleggnum. Svo klifraði hann aftur ró-
legur niður eldingarvarann og næstum því rak sig á
Duchelte, sem beið þar.
Duchelte glotti.
— Nei, — þetta er þó ekki Fresquoy — hann sjálfur?
Svo reigði hann sig.
— Raoul Fresquoy. í kóngsins og laganna nafni tek ég
þig fastan fyrir stuld á leyniskjölum úr flotamálaráðu-
neytinu.
Nú glotti Fresquoy.
— Vertu ekki að neinni vitleysu, Duchelte. Ég veit
um þetta allt — veit um samsæri ykkar Pacasso. Pacas-
so hefur leikið á þig. Ég veit það frá Roquant. Ég kom,
því að ég er dýravinur og vissi að köttur Pacassos var
lokaður hér inni og hefði soltið í hel, ef enginn hefði
opnað fyrir honum. Svo læt ég þig líka vita, að ég er
grískur borgari (það var rétt, því Fresquoy var ríkis-
126
Kjarnar — Nr. 13