Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Side 11

Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Side 11
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 11 Ágrip Inngangur: Tvenns konar aðferðir hafa aðal lega verið notaðar til þess að mæla blóð í saur, peroxíðasapróf og mótefnapróf. Peroxíðasa próf byggjast á því að blóðrauði virkar sem peroxíðasi en hafa ber í huga að peroxíðasi í matvælum getur orsakað ranglega jákvæða svörun. Mótefnapróf (immunochemical tests) fyrir blóði í saur eru flest sértæk fyrir blóð rauða manna. Tilgangur: Finna próf til mælingar á blóði í saur sem kæmi í stað dífenýlamínprófsins sem hefur verið notað á Blóðmeinafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) við Hring braut. Ákveðið var að hætta að nota þetta próf vegna þess að dífenýlamín er eitrað efni. Efniviður og aðferðir: Saursýnum sem höfðu verið send frá sjúklingum á LSH við Hring braut á blóðmeinafræðideildina til rannsóknar á blóði í saur var safnað, 81 sýni, og voru flest jákvæð fyrir blóði. Auk þess voru 20 saursýni úr voltarenlyfjakönnun og 19 saursýni úr cal prótektínkönnun á sjúklingum með sáraristil bólgur og aðstandendum hryggiktarsjúklinga, 16 saursýni voru frá sjúklingum með Crohn´s sjúkdóm. Saursýnin voru prófuð með peroxíð asaprófunum: Dífenýlamínprófi (DFA), Hemo- Fec (HFec) og Hemoccult SENSA (HSensa) og mótefnaprófinu Hemosure (Hsure). Niðurstöður: Alls voru rannsökuð 136 saur sýni. Þar af voru 65 jákvæð með HFec, 59 með DFA, 56 með HSensa og 53 sýni með Hsure. Samræmisstuðull á milli DFA og HFec var � = 0,911, milli DFA og HSensa � = 0,895, milli HFec og HSensa � = 0,837, milli HFec og Hsure � = 0,703, milli DFA og Hsure � = 0,697, og milli HSensa og Hsure � = 0,679. P-gildi var < 0,001 fyrir öllum kappagildum hér að ofan. Ályktun: Besta samræmið var milli DFA og HFec. HFec verður því að teljast ákjósanleg asta prófið til mælingar á blóði í saur á Blóð meinafræðideild LSH. Inngangur Ristilkrabbamein Árlega greinast um 115 manns með ristil krabbamein (krabbamein í ristli og endaþarmi) á Íslandi, heldur fleiri karlar en konur. Yngstu sjúklingarnir eru yfirleitt á fertugsaldri en tíðn in eykst með hækkandi aldri. Ristilkrabbamein kemur næst á eftir lungnakrabbameini sem algengasta dánarorsök af völdum krabbameina hér á landi og árlega deyja af völdum þess um 55 manns [1]. Ristilkrabbamein herjar á þjóðir iðnvæddra ríkja og er næst algengasta krabbameinið í Evrópu. Erfðir, umhverfi, lífsstíll og mataræði hafa áhrif og góð hreyfing, trefjaríkt fæði og reykleysi virðast vera fyrirbyggjandi en mikil neysla rauðs kjöts, mikil áfengisneysla og offita eru áhættuþættir [2]. Ef ristilkrabba mein er staðbundið við greiningu er hægt að lækna um 50% sjúklinga með skurðaðgerð. Hins vegar lifa færri en 5% sjúklinga í 5 ár sé krabbameinið útbreitt við greiningu og því er mjög mikilvægt að greina sjúkdóminn á frumstigi [3]. Nýleg afturskyggn rannsókn á 239 sjúkl ingum með ristilkrabbamein sem voru til með ferðar á Landspítala háskólasjúkrahúsi (LSH) frá 1994 til 1998 sýndi að 53% sjúklinganna lifðu í fimm ár eða lengur [4]. Sjúklingar með ristilkrabbamein á frum stigi og mögulega forvera þess, ristilsepa, eru yfirleitt einkennalausir eða með ósértæk ein kenni s.s. breytingu á hægðum, almenn óþæg indi í kvið, þyngdartap og þreytu. Ristilkrabba mein og stórir separ valda blæðingum og þess vegna er mögulegt að greina krabbameinið og sepana snemma með leit að blóði í saur. Brottnám sepa minnkar líkur á ristilkrabba meini (mynd 1). Þegar sjúkdómurinn er lengra genginn koma fram einkenni eins og kviðverkir, ógleði, uppköst og blóðleysi sem veldur þróttleysi og mæði [3,5]. Blóð í saur Blóð getur borist í saur hvaðan sem er frá meltingarveginum vegna krabbameina en einnig af ýmsum öðrum orsökum s.s. vegna gyllinæðar, niðurgangs, bólgu og annarra Úr BS verkefni sem lagt var fram til varnar við Tækniháskóla Íslands í maí 2005. Leiðbeinendur: Bergljót Halldórsdóttir Sigrún Reykdal Bjarni Þjóðleifsson Höfundur er deildarlífeindafræðingur á Blóðmeinafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss. steinodd@landspitali.is Lykilorð: Blóð í saur, ristilkrabbamein, peroxíðasapróf, mótefnapróf. Steinunn Oddsdóttir Mælingar á blóði í saur Samanburður á dífenýlamínprófi, Hemo-Fec, Hemoccult SENSA og Hemosure Grein / blóð í saur

x

Tímarit lífeindafræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.