Tímarit lífeindafræðinga - jul. 2006, Blaðsíða 25
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 25
Roche og fengust þar sambærilegar niðurstöður við þær
sem við fáum. Ennfremur er þar bent á meiriháttar vanda
mál með efni þegar frystiþurrkuð kontrólefni og frysti
þurrkaðir staðlar eru notaðir við mælingar. Það leiðir aftur
til þess að rannsóknastofur eiga í erfiðleikum með að bæta
stöðlun á mælingum sínum ef þær hafa ekki aðgang að
stöðlum og kontrólefnum sem unnt er að treysta.
Leið til að bæta greiningu á byrjandi nýrnaskemmdum
er að áætla gaukulsíunarhraða út frá algengum mæli
niðurstöðum og hafa margar reiknijöfnur verið útbúnar í
þessu skyni eins og greint er frá hér að framan [11]. Við
völdum þrjár af þeim sem mest eru notaðar [12, 13] og
beittum þeim á niðurstöður fengnar úr Öldrunarrannsókn
Hjartaverndar. Til að fá hugmynd um hversu áreiðanlegar
reiknijöfnurnar eru var ein þeirra borin saman við mældan
GSH frá Ísótópastofu LSH-Hb og kom í ljós að dreifing á
niðurstöðum er mjög mikil á öllu mælisviðinu nema þar
sem um alvarlega nýrnabilun er að ræða. Þrátt fyrir það má
þó sjá að vísbendingin um byrjandi skemmdir er heldur
meiri þegar áætlaður GSH er notaður en þegar eingöngu
er horft á S-kreatínín gildin.
Ekki var unnt að nota nema eina af jöfnunum þremur
til að bera saman við mældan GSH þar sem skorti frekari
upplýsingar um einstaklingana. Við samanburð á áætluðum
GSH eftir því hvaða jafna er notuð kemur hins vegar í ljós
að jöfnur 1 og 3 gefa mjög áþekkar niðurstöður. Með jöfnu
2 þar sem þyngd einstaklinganna er tekin inn í jöfnuna
dreifast niðurstöðurnar umtalsvert og væri mjög áhugavert
að kanna hvort sú jafna gæti bætt samsvörunina milli
mælds GSH og þess áætlaða. Það sem á skortir til að gera
þá útreikninga eru upplýsingar um þyngd einstaklinga
sem koma í GSH mælingar til viðbótar því að fá uppgefið
mæligildi á S-kreatíníni.
Þegar einstaklingum í Öldrunarrannsókninni er skipt í
þrjá hópa eftir áætluðum GSH metnum með reiknijöfnunum
þremur kemur í ljós að fjöldi þeirra sem lenda í hópi með
áætlaðan GSH 31-60 er langmestur ef jöfnu 2 er beitt en
svipaðar niðurstöður fást þegar jöfnum 1 og 3 er beitt.
Samkvæmt viðmiðunarmörkum sem eru í gildi þá lenda
fleiri karlar en konur ofan marka og flokkast samkvæmt
því með skerta nýrnastarfsemi en með öllum reiknijöfnum
eru hlutfallslega fleiri konur en karlar með áGSH ≤ 60. Hér
er greinilega ósamræmi á ferð sem þarf að kanna nánar.
Hugsanlega er sá stuðull sem notaður er fyrir konur í
reiknijöfnunum rangt metinn eða að íslenskar aldraðar
Tafla V. Samanburður þriggja reiknijafna við að áætla GSH.
Fjöldi einstaklinga flokkaðir í hópa eftir starfsgetu nýrna. Í sviga eru prósentur af heildarfjölda þ.e.
3018 einstaklinga.
Jafna 1 Jafna 2 Jafna 3
Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur
GSH < 30 29 (2,2) 28 (1,6) 38 (2,9) 51 (2,9) 30 (2,3) 27 (1,6)
GSH 31-60 253 (19,6) 398 (23,0) 392 (30,4) 722 (41,8) 289 (22,4) 431 (24,9)
GSH > 60 1007 (78,1) 1303 (75,4) 859 (66,6) 956 (55,3) 970 (75,3) 1271 (73,5)
flokkar mun fleiri með skerta nýrnastarfsemi, GSH ≤ 60,
en hinar tvær eða um 33% karla og 45% kvenna miðað við
22-25% karla og 25 – 26% kvenna með jöfnum 1 og 3.
Með grófri nálgun er unnt að sjá að áætlaður GSH
kringum 60 samsvarar 85 µmól/L í S-kreatínín gildi fyrir
konur og 110 µmól/L fyrir karla. Þessar niðurstöður eru
ekki í samræmi við þau viðmiðunarmörk sem eru í gildi
fyrir S-kreatínín, sjá töflu III, en hafa verður í huga að
meðalaldur einstaklinga í Öldrunarrannsókninni er 77 ár
og S-kreatínín hækkar með aldri samfara aldursháðri
skerðingu á starfsemi nýrna óháð sjúkdómum. Væri
áhugavert að gera ítarlegri samanburð á reiknuðum
áætluðum GSH, mældum GSH og viðmiðunarmörkum fyrir
S-kreatínín til að kanna hvort ekki sé unnt að skilgreina
þau síðastnefndu með skírskotun til GSH ekki síður en
dreifingu á kreatínínmæligildum í heilbrigðum einstakl
ingum eins og gert er nú.
Umræða
Menn hafa lengi verið meðvitaðir um nauðsyn þess að
finna áreiðanlega mæliaðferð til að nota við greiningu á
byrjandi nýrnaskemmdum og til að fylgja eftir
læknismeðferð. Þótt mæling á S-kreatíníni sé algengasta
mæliaðferðin sem beitt er í þessu skyni eru annmarkar
hennar þekktir þar sem aðferðin er hvorki sértæk, næm,
né vel stöðluð.
Í grein Lawson et al. [7] er m.a. rætt um hættu á
vangreiningu nýrnaskemmda hjá eldri einstaklingum eftir
því hvaða aðferð er notuð við mælingu á S-kreatíníni.
Bornar voru saman 4 aðferðir á 9 rannsóknastofum og
reyndist munur á hæsta og lægsta gildi vera frá 8 – 33 %.
Ortho aðferðin sýndi jafna hliðrun yfir allt mælisviðið sem
nam 10 µmól/L frá gildi ID-MS viðmiðunaraðferð og var
því ákveðið hér að styðjast við Ortho aðferðina í mati á
aðferðum frá Roche. Við athugun á Jaffé kínetískri aðferð
frá Roche fengu Lawson et al. sambærilegar niðurstöður
við þær sem hér er greint frá þ.e. niðurstöðum ber vel
saman á lægri gildum en hærri gildi sýna töluverðan mun
þar sem Jaffé aðferðin gefur lægri gildi en Ortho. Jaffé
Roche aðferðin hjá Lawson et al. sýnir hlutfallslega hliðrun,
sambærilega þeirri sem við sjáum sem getur skýrst af því
að truflandi efni hafi meiri áhrif við lægri mæligildi.
Svipaður samanburður er tekinn fyrir í grein Lamb et
al. [8] nema þar er líka skoðuð ensímatísk aðferð frá
Grein / gaukulsíunarhraði