Tímarit lífeindafræðinga - jul 2006, Page 56
56 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl.
Smávegis kjarabót náðist í stofn
anasamningi við LSH. Samþykki fékkst
fyrir því að lífeindafræðingar í veiru
fræði, ónæmisfræði og blóðbanka
gætu fengið samþykktar ýmist þriggja
eða fjögurra launaflokka hækkanir
gegn framsali fastra yfirvinnutíma á
föstu gengi (3 klst. fyrir launaflokk).
Áfram var haldið við að leita skárri
kjara til undirbúnings fyrir samræm
inguna miklu. Haldinn var fundur
með stækkaðri samstarfsnefnd. Auk
fastra samstarfsnefndarfulltrúa mættu
í boði formanns FL fulltrúar lífeinda
fræðinga frá ýmsum deildum (aðal
lega trúnaðarmenn) og Oddur Gunn
arsson fyrir LSH. En á næstu fundum
samstarfsnefndar var öllum kröfum
okkar hafnað.
Í skýrslu samstarfsnefndar til
stjórnar MTÍ í apríl 2005 kemur skýrt
fram sú aðstaða sem við í samstarfs
nefndinni erum stöðugt settar í, en
þar stendur: „Launamisrétti leiðrétt?
Verið er að leita leiða til að hækka
laun meinatækna á LSH sem fyrst
og fá leiðréttingu miðaða við nátt
úrufræðinga á sömu vinnustöðvum.
Samstarfsnefndarfundur sem átti
að vera 15. mars var blásinn af
vegna þess að Niels Chr. Nielsen var
eitthvað slappur eftir utanlands
ferð!“
Athugið! Okkur eru skammtaðir
fundir með margra vikna, stundum
mánaða millibili!
Jafnrétti
Guðrún Schmidhauser lífeinda
fræðingur sem starfar í Blóðbank
anum hefur staðið ein í málaferlum
fyrir Kærunefnd jafréttisráðs þar sem
hún fór fram á sömu laun fyrir sömu
vinnu. Hún krafðist þess að fá sömu
laun og náttúrufræðingur og félags
maður í FÍN sem vann við sömu störf
og hún, en hann var karlkyns. Það er
hart í þessum heimi að lög skuli
hamra á jafnrétti fyrir mismunandi
kyn því að það veit sá sem allt veit að
okkur veitti ekki af jafnrétti milli
stétta! Guðrún fékk jákvæð viðbrögð
hjá Kærunefnd jafnréttisráðs. Sam
kvæmt þeim er bannað að greiða
annað en sömu laun fyrir sömu
vinnu að minnsta kosti ef um er að
ræða konu og karl. Í áliti Kærunefnd
ar jafnréttisráðs er skýrt kveðið á um
það að ekkert tillit skal tekið til mis
munar milli stéttarfélaga og þeirra
samninga. Eitthvað hafði Fjármála
ráðuneytið við þessar niðurstöður að
athuga en LSH greiddi Guðrúnu upp
launamismuninn og þessi niðurstaða
varð til að undirstrika nauðsyn launa
jöfnunar milli heilbrigðisstétta.
Námið flyst í HÍ
Eins og við vitum öll sem í félaginu
erum tókst okkur ásamt geislafræð
ingum að fá nám í lífeindafræði og
geislafræði flutt í læknadeild Háskóla
Íslands. Flutningurinn hafði það í för
með sér að allt í einu stóð til „kynning
á námi í HÍ“ (kynning sem nemar
standa að hverjir í sinni skor, Þeir
kynna nám sitt fyrir væntanlegum
háskólastúdentum) og við vorum ekki
með neitt! Enga nema, enga kennara,
ekki svo mikið sem pínulítið pósthólf
í byggingum HÍ! En það sannaði sig
einu sinni enn að þegar á reynir
standa lífeindafræðingar sig alveg sér
staklega vel. Með engum fyrirvara
skelltu sér á staðinn þar sem kynn
ingin fór fram ungar mæður og stóðu
sig aðdáunarlega þegar þær kynntu
væntanlegt nám í lífeindafræðiskor í
læknadeild Háskóla Íslands. Þetta
voru þær Steinþóra Þórisdóttir, Elísa
bet Rós Birgisdóttir og Gyða Hrönn
Einarsdóttir.
Launakjör
Vaxandi óánægja var og er meðal
félagsmanna með launakjörin. Líf
eindafræðingar horfa sérstaklega til
launamismunar hjá okkar félögum og
hjá félagsmönnum FÍN. En innan stétt
arinnar var líka rótgróna mismunun
að finna innan sömu stéttar og innan
sömu stofnunar. Lífeindafræðingar á
Sýklafræðideild Rannsókarstofnunar
LSH voru sérstaklega ósáttir og kröfð
ust leiðréttingar til samræmis við aðra
lífeindafræðinga sem hlýtur að teljast
lágmarkskrafa. Ljóst var að við svo
búið mátti ekki standa. FL yrði að ná
samræmdum kjörum félaganna og til
samræmis við aðrar heilbrigðisstéttir.
Slík vinna verður eingöngu fram
kvæmd við gerð stofnanasamnings.
Við vildum ekki ganga til stofnana
samningsins illa undirbúnar og fórum
í mikla vinnu við að skoða sambæri
leg starfsheiti annarra heilbrigðis
stétta og skoðuðum starfslýsingar
þeirra þar sem þær fundust. Mikill
tími fór í þá vinnu en margt hefur
mjakast til í sambandi við hana.
En betur má ef duga skal! Við
erum að stíga fyrstu spor sjálfstæðrar
stéttar sem á að hafa innbyrðis „gogg
Aðalfundurinn var haldinn í hinu nýja húsnæði BHM í Borgartúni 6 en
þar hefur SIGL nú skrifstofu sína.
Félagsmál / aðalfundur FL 2006