Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 20

Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 20
í sermi hvarfast líka við píkrinsýru og hafa margar leiðir verið reyndar til að bæta sértæki og draga úr áhrifum truflandi efna. Fyrir meira en 20 árum var þróuð sértæk ensímatísk aðferð við mælingu á kreatíníni. Sú aðferð er ekki laus við áhrif truflandi efna en þau eru önnur og vega minna en efnin sem hvarfast við píkrinsýru. Vegna mikils kostnaðar hikuðu þó flestir við að nýta sér þessar framfarir en verð prófefna hefur farið lækkandi og stöðugt fleiri hafa í kjölfarið tekið að nota ensímatísku aðferðina. Þess má geta að ensímatíska aðferðin hefur verið notuð í þurrefnakemíutækninni við mælingar á kreatíníni. Margir framleiðendur hafa þó staðlað hana þannig að hún gefi sem sambærilegastar niðurstöður við Jaffé aðferðina. Við miðunaraðferð sem gefur nákvæmustu og áreiðanlegustu niðurstöður á kreatínínmagni í sýnum nýtir „Isotope Dilution Mass Spectrometry“ (ID-MS) tækni og margir framleiðendur prófefna nota þá aðferð við magnmælingu á kreatíníni í stöðlum. ID-MS aðferðin er aðgengileg á fáum sérhæfðum rannsóknastofum en hentar ekki í læknisfræði legum þjónusturannsóknum. Hún er hins vegar nauðsyn leg sem lokaþrep í rekjanleika á mæligildum staðla sem notaðir eru fyrir kreatínín og jafnframt er hún notuð við mat á áreiðanleika annarra kreatínín mæliaðferða. Gaukulsíunarhraði (GSH) segir til um það hversu mikið blóð hreinsast af tilteknu efni á mínútu og þarf umrætt efni að hreinsast úr líkamanum með gaukulsíun eingöngu. Gullstaðallinn til margra ára var að gefa inúlín í æð og fylgjast með útskilnaði á efninu í þvagi samfara lækkun efnisins í blóði en inúlín er hvorki frásogað né útskilið í nýrnapíplum og hreinsast úr líkamanum eingöngu með gaukulsíun. Á seinni árum eru þó önnur efni fremur notuð eins og iohexol, 99mTe-DTPA eða 51Cr-EDTA en það síðastnefnda er notað hér á landi. Allar þessar mælingar á gaukulsíunarhraða eru tímafrekar og kostnaðarsamar og því aðeins framkvæmdar í völdum tilvikum. Einfaldari aðferð er að mæla styrk efna sem safnast fyrir í blóði þegar gaukulsíun nýrna minnkar eins og kreatínín en prótínið cystatin C hefur einnig verið notað í þessum tilgangi á allra síðustu árum [6]. Kreatínín skilst fyrst og fremst út um gaukla nýrna en þó einnig um píplur, eða um 10% af heildarútskilnaði. Þetta hlutfall eykst í krónískri nýrnabilun eftir því sem gaukulsíun minnkar. Við skerta nýrnastarfsemi safnast kreatínín því upp í blóði. Samband S-kreatíníns og GSH er þó ekki línulegt þannig að S-kreat ínín getur verið innan viðmiðunarmarka þó að GSH sé mikið lækkað. Það veldur því að mæling á kreatíníni í blóði er ekki sérlega næmur mælikvarði á byrjandi nýrna skemmdir. Á undanförnum árum hafa margir bent á nauðsyn þess að endurbæta bæði aðferðafræði og stöðlun við mælingar á kreatíníni til að auka möguleika á samhæfingu við greiningu og eftirlit með framgangi nýrnasjúkdóma [7, 8]. Flestir taka undir mikilvægi þess að nota áætlaðan GSH til að meta nýrnastarfsemi. Í janúar á þessu ári birtust ítarlegar leiðbeiningar um endurbætur á S-kreatínín mælingum frá vinnuhópi á vegum „National Kidney Disease Education Program“ í Bandaríkjunum [9]. Þar er sagt að breytileiki (variability) í niðurstöðum á S-kreatíníni valdi því að allar reiknijöfnur sem hafa verið notaðar til að áætla GSH gefi óáreiðanlegt mat á eðlilegri og lítillega skertri nýrnastarf semi. Jafnframt er þar nefnt að aðalvandamálið við að bæta áreiðanleika mæliaðferðanna og þar með greiningu sé að eyða hliðrunarskekkjum og áhrifum truflandi efna. Þetta verkefni er unnið sem innlegg í að meta áreiðan leika og nákvæmni í mælingum á S-kreatíníni hérlendis og kanna hvort áætlaður GSH sé hjálplegur við greiningu á byrjandi nýrnaskemmdum. Verkefnið er þrískipt, í fyrsta lagi eru borin saman S-kreatínín gildi 100 einstaklinga fengin með þremur mæliaðferðum, kínetískri Jaffé aðferð frá Roche og tveimur ensímatískum aðferðum: einni frá Roche og annarri frá Ortho Diagnostics. Í öðru lagi eru skoðaðar niðurstöður mælinga á GSH rúmlega 100 ein staklinga með 51Cr-EDTA clearance aðferð og þær bornar saman við áætlaðan GSH með einfaldaðri MDRD formúlu. Í þriðja lagi er áætlaður GSH fyrir 3018 einstaklinga sem komu í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar reiknaður með þremur reikniaðferðum, Cockcroft og Gault reikniaðferð inni, MDRD formúlunni og einfaldaðri MDRD formúlu, og kannað hvernig nýrnastarfsemi þeirra flokkast eftir því hver af reiknijöfnunum þremur er notuð. Efni og aðferðir Fengin voru 100 serumsýni, valin með tilliti til mæligilda til að gera samanburð á þremur mismunandi mæliaðferðum fyrir S-kreatínín. Sýnin eru ópersónugreinanleg og ekki er vitað um aldur, kyn, lengd föstu eða annan undirbúning einstaklinganna. Rannsóknaniðurstöður úr 51Cr-EDTA nýrnaclearance rannsókn fengust á ópersónugreinanlegu formi frá Ísó tópastofu LSH ásamt S-kreatínín mælingum sömu einstakl inga, með leyfi Vísindasiðanefndar. Alls voru þetta 116 ein staklingar sem komu til rannsóknar á síðastliðnum 3 árum. Blóðsýni til mælinga á S-kreatíníni, urea og albúmíni eru frá þátttakendum sem komu í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar og fellur undir upplýst samþykki þeirra um að blóðsýni sem tekin eru megi nota til rannsókna. Sýnin eru tekin eftir 12 tíma föstu, látin standa í 30 mínútur og síðan skilin niður við 1500 g í 10 mínútur. Blóðmælingar sem hér er greint frá eru oftast framkvæmdar samdægurs en í nokkrum tilvikum hafa sýni verið geymd við -80˚C í nokkrar vikur, þídd og síðan mæld. Skoðuð eru mæligildi 3018 einstaklinga sem skiptast í 43% karla og 57% konur á aldrinum 68 – 95 ára, meðalaldur 77 ár hjá báðum kynjum. Þyngd einstaklinganna er einnig fengin úr gagnagrunni Hjartaverndar. Þrjár aðferðir eru notaðar við S-kreatínín mælingar tvær frá Roche og ein frá Ortho. S-kreatínin var mælt með Ortho aðferðini á Vitros 950 á Klínískri lífefnafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut (LSH-Hb). Úrea og albúmín í sermi var ákvarðað með aðferðum frá Roche og allar Roche mælingarnar framkvæmdar á Hitachi 912 á Klínískri lífefnafræðideild Hjartaverndar við Holtasmára (KLH). 20 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. Grein / gaukulsíunarhraði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lífeindafræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.