Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 62
62 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl.
Stjórn sjóðsins
Í fyrstu stjórn voru Þrúður Haraldsdóttir, formaður, Guðrún
Yrsa Ómarsdóttir, varaformaður, Arna Auður Antonsdóttir
ritari, Elínborg Stefánsdóttir og Halla Hauksdóttir með
stjórnendur. Þrúður, Arna og Halla hafa verið í stjórn frá
upphafi. Árið 2000 kom Helga Birna Ingimundardóttir inn
í stað Elínborgar Stefánsdóttur og 2002 hætti Guðrún Yrsa
og Emil Karlsson frá Útgarði kom inn og tók við for
mennsku af Þrúði.
Nú á vormánuðum tók Ingibjörg Halldórsdóttir, líf
eindafræðingur, við formennsku í sjóðsstjórn en Arna
Auður Antonsdóttir hætti stjórnarsetu eftir að hafa setið í
stjórn í 7 ár. Á næsta vori fer Halla Hauksdóttir einnig úr
stjórn þar sem enginn má sitja lengur en 8 ár.
Sæunn Marínósdóttir hjá FÍN var þjónustufulltrúi og sá
um rekstur sjóðsins og afgreiðslur umsókna í byrjun. Árið
Félagsmál / sjúkrasjóður BHM
2003 var gerður þjónustusamningur við BHM um rekstur
inn og hefur Bryndís Jónsdóttir haldið utan um hann
síðan.
Hver á aðild að SBHM
Að lokum skal áréttað að Sjúkrasjóður BHM er aðeins fyrir
starfsmenn aðildarfélaga BHM á almennum vinnu
markaði. Áður en sjúkrasjóðurinn var stofnaður var eina
leiðin fyrir háskólamenntaða starfsmenn á almennum
vinnumarkaði að ganga í félög eins og VR til að eiga mögu
leika á aðild að sjúkrasjóði.
Við viljum ráðleggja öllum að kynna sér úthlutunar
reglur sjóðsins á heimasíðu BHM þar sem Sjúkrasjóður
BHM stenst fullkomlega samanburð við aðra sjóði
verkalýðsfélaga.
Frábærar rafpípettur frá BIOHIT í Finnlandi.
Einnig hefðbundnar „mekanískar“ pípettur.
Erum með á lager flestar stærðir rafpípetta og
margar tegundir odda, t.d. steríla filterodda.
Heimasíða BIOHIT er www.biohit.com
Lynghálsi 11 • 110 Reykjavík • Sími 510 0400 • cetus@cetus.is • www.cetus.is