Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Qupperneq 32

Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Qupperneq 32
32 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. Þurfa Íslendingar fæðubótarefni? Mikið er rætt um það þessa dagana hvort við Íslendingar þurfum fæðu­ bótarefni. Nokkrar kannanir hafa verið gerðar á neysluvenjum okkar. Könnun 1979 – 80 Könnun var gerð á neysluvenjum hjá 717 Íslendingum árið 1979 – 80. Sú könnun sýndi að skortur var á D-vítamíni, fólinsýru, járni, sínki, B1- og C-vítamíni. Auk þess var magn trefja aðeins 11 – 19 g á dag en ráðlagður dag skammtur er 25 – 30 g á dag. Könnun 1990 Árið 1990 sýndi könnun að magn B6-, D-, og E-vítamína var of lágt í fæðu okkar. Járn og magnesíum var of lágt hjá konum, kalk og sink var of lágt hjá öllum aldursflokkum. Magn trefja var einnig of lágt. Könnun 2002 Matarvenjur okkar hafa breyst verulega síðan 1990. Helstu breytingar eru minni fisk-, mjólkur- og kartöfluneysla samkvæmt könnun Manneldisráðs frá 2002. 1366 manns á aldrinum 15 – 80 ára tóku þátt í þeirri könnun. Meira er drukkið af gos drykkjum, hefur aukist um 50%, og vatni og helst er borðað kjöt (svínakjöt og kjúklingar), pasta, ávextir, brauð og morgunkorn. Sykur neysla ungs fólks er mikil um 143 grömm af viðbættum sykri á dag. A-, D- og E-vítamín náðu alls ekki ráðlögðum dagskammti og sama er að segja um járn, fólinsýru, kalk og joð (minni fisk afurðir). Joð var alltaf með því hæsta í heim inum hjá okkur áður vegna mikillar fiskneyslu. Magn trefja var aðeins 11 – 16 g á dag. Aðeins 22% ungra kvenna fá nóg D-vítamín úr fæðunni, auk þess fá þær flestar of lítið af járni. Hollt mataræði Til þess að fæði okkar sé hollt þarf það að vera samsett á eftirfarandi hátt: Prótein 30% Kolvetni 50% Fita 20% Vítamín og steinefni Trefjar: Mjög gróft korn, ávextir, grænmeti, baunir og hnetur. Íslendingar hafa alltaf borðað mikið af prót einum, miklu meira en 30% af fæðunni. Auk þess höfum við alltaf þurft fæðubótarefni eins og lýsi og jurtir eins og hvönn, skarfakál og grös. Núna sitjum við uppi með alls konar kvilla eins og meltingartruflanir, beinþynningu, hjartavandamál, slæm tíðahvörf, blöðruháls kirtilsvandamál og streitu og heyrum um óvenjulega mörg börn sem fæðast fyrir tímann. Hvar eru næringarefnin? Lítum nú aðeins á hvaðan við fáum þau nær ingarefni sem okkur vantar: • D-vítamín D-vítamín getur húðin myndað úr sólinni þannig að við á norðurslóðum verðum að fá það úr fæðunni á vetrum. D-vítamín fæst úr mjög fáum fæðutegundum eða eingöngu úr fiskilifur og smávegis úr feitum fiski þannig að við verðum að fá það úr lýsi eða vítamín töflum. • Fólinsýra Fólinsýru fáum við helst úr lifur t.d. lamba lifur, grænu grænmeti, brúnum baunum og auk þess úr banönum og appelsínum. Mikið af fólinsýru tapast við suðu eða um 50 – 80%. • Járn Járn fáum við helst úr innmat, slátri, töluvert er í dökku kjöti, eggjum, heilkorni og grænu grænmeti en best nýtist járnið úr kjöti og innmat. Auk þess nýtist járn betur ef við tökum C-vítamín með matnum t.d. með því að drekka appelsínusafa eða borða ávexti með matnum. • Sínk Sínk fæst einkum í dýraafurðum eins og kjöti, skelfiski, mjólkurvörum og eggjum. Auk þess er sínk í baunum og heilkorni, hveitikími og hveitiklíði en það tapast þegar hýðið er fjar lægt frá hveitinu. Höfundur er lífeindafræðingur og starfar á Klínískri lífefnafræðideild Landspítala háskóla sjúkrahúsi en hefur verið við nám í næringarfræðum. dhelgason@simnet.is Auður Ragnarsdóttir Grein / næringarfræði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lífeindafræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.