Tímarit lífeindafræðinga - Jul 2006, Page 14
14 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl.
Tilgangur rannsóknar
Markmið rannsóknarinnar var að finna próf sem yrði
notað á Blóðmeinafræðideid LSH. Eftir sameiningu blóð
meinafræðideildanna í Fossvogi og við Hringbraut þarf að
nota sama próf á báðum stöðum og var kominn tími til
þess að athuga með nýtt próf þar sem dífenýlamín er
eitrað efni. Einnig var fróðlegt að prófa eitthvert mótefna
prófanna þótt þau séu mun dýrari enn sem komið er.
Efniviður og aðferðir
Gagnasöfnun
Söfnun saursýna hófst ári fyrir rannsóknina. Saursýnin voru
sett í frysti samdægurs eða næsta dag, frost um ‑20°C. Ekki
var safnað neinum persónugreinanlegum upplýsingum.
Saursýnin samanstóðu af fimm hópum sem voru:
• Hópur nr.1: Saursýni sem höfðu verið send frá sjúkl
ingum á LSH /Hringbraut á blóðmeinafræðideildina til
rannsóknar á blóði í saur. Leitast var við að hafa hátt
hlutfall jákvæðra sýna í þessari söfnun, 81 sýni.
• Hópur nr. 2: Þessi hópur var ekki hafður með í rann
sókninni en þetta voru saursýni úr voltarenlyfja
könnuninni sem tekin voru fyrir lyfjagjöfina þ.e. sömu
einstaklingar og í hópi 3.
• Hópur nr. 3: Saursýni úr voltarenlyfjakönnun eftir
lyfjagjöf, 20 sýni.
• Hópur nr. 4: Saursýni úr calprótektínkönnun á sjúkl
ingum með sáraristilbólgur og aðstandendum hrygg
iktarsjúklinga, 19 sýni.
• Hópur nr. 5: Saursýni frá sjúklingum með Crohn´s
sjúkdóm, 16 sýni.
Aðferðalýsingar
DFA
Efni: Dífenýlamínlausn: 2 g dífenýlamín, 50 ml ísediksýra og 50
ml 96% alkóhól. Vinnulausn: 0,2 ml af 20% H2O2 og 1,8 ml
dífenýlamínlausn. Aðferð: Saursýni er smurt þunnt á þerripappír
á svæði u.þ.b. 6 cm2 að stærð. Á helming saursins eru settir 3 til
5 dropar af vinnulausn. Hinn helmingur saursins er hafður sem
blindur til þess að sjá mögulega litarbreytingu á saursýninu. Eftir
2 mínútur er litarbreytingin metin og svar við blóði gefið: Nei
kvætt ef engin litarbreyting verður á saurnum, (+) ef litarbreyting
verður á saurnum og fölur fjólublár litur á pappír, + skýr fjólublár
litur á pappír, ++ dökkfjólublár litur á pappír, +++ svarfjólublár
litur á pappír og ++++ svarfjólublár litur á pappír og lausnin
sýður á saurnum.
HFec
Efni: Flaska A inniheldur 0,10 % 3,3´5,5´-tetramethylbenzidín í
ísediksýru og alkóhóli. Flaska B hefur að geyma 3% H2O2. Aðferð:
Saursýni er smurt þunnt á þerripappír á svæði u.þ.b. 6 cm2 að
stærð. Einn dropi af blöndu A er látinn falla á sýnið og þá einn
dropi úr flösku B þar ofan á. Skeiðklukka er sett af stað um leið
og seinni dropinn fellur á sýnið. Blágrænn litur myndast ef blóð
er í sýninu. Um leið og blágrænn litur sést á sýninu er klukkan
stöðvuð og sekúndurnar skráðar. Blágræni liturinn er sterkari
eftir því sem meira er af blóði í saurnum en þegar óhemju mikið
er af blóði breytist liturinn fljótt í gulan lit. Prófið er neikvætt ef
enginn blágrænn litur myndast innan 10 sekúnda. Tíminn er
skráður þegar litarbreyting verður og svar við blóði er gefið:
9 - 10 sekúndur gefur (+), 7 - 9 sek. gefur +, 4 - 7 sek. gefur ++,
2 - 4 sek. gefur +++ og strax eða innan 2ja sek. gefur ++++.
HSensa
Efni: HSensa spjöld sem innihalda pappír með krómógeninu
guaiac. Framkallari inniheldur minna en 4,2% H2O2, 80% alkóhól
og „örvara“ í vatnsupplausn. Aðferð: Lítlu magni af saursýni er
smurt þunnt í glugga A og B á spjaldinu, eftir a.m.k. 5 mínútur
er spjaldið opnað hinum megin og tveimur dropum af framkallara
er bætt á hvert sýni. Niðurstaða er túlkuð eftir eina mínútu sem
jákvæð eða neikvæð. Blár litur á sýninu eða við jaðra þess er
jákvæð svörun við blóði.
Hsure
Efni og áhöld: Sýnasöfnunarglas með 2 ml af búffer sem er með
0,5 natríum azide, hylki með nítrócellulósa himnu sem er skipt
niður í kontrólsvæði og mælisvæði. Í himnunni eru 2 mg/ml af
fjölstofna mótefni (geita) á kontrólsvæðinu en á mælisvæðinu eru
2 mg/ml af einstofna mótefni gegn hemóglóbíni manna þá er þar
líka gullkonjugat (4 mg/ml af einstofna mótefni músa). Innan í
tappa söfnunarglassins er stautur með spíral á endanum til þess
að grípa saurinn. Aðferð: Stautnum er stungið 6 sinnum í
saursýnið á mismunandi stöðum en að lokum á að sjást svolítið
saursýni á enda stautsins. Nú er stautnum stungið aftur í
sýnasöfnunarglasið og það er hrist til þess að búa til saurblöndu.
Þrír dropar af saurblöndunni eru settir í hylkið. Niðurstaða er
lesin innan 5 mínútna. Ef tvær rauðfjólubláar línur, kontróllína og
próflína, sjást í glugganum á hylkinu er sýnið jákvætt fyrir blóði.
Niðurstaða var metin sem jákvæð eða neikvæð en við skráðum
hjá okkur ef próflínan var dauf, vægt jákvætt.
Framkvæmd
Unnið var með 10-20 saursýni hverju sinni. Sýnin voru
látin ná stofuhita áður en prófin voru gerð. Hvert prófsýni
fékk sitt númer og var Hsure-söfnunarglasið, HSensaspjöldin
og þerripappírsblöð fyrir HFec og DFA merkt með því.
Fyrst var saursýni smurt á tvö þerripappírsblöð, síðan á
HSensaspjald og síðast sett í Hsure-söfnunarglasið. Númer
sýnanna voru síðan hulin og röðum smurðu spjaldanna,
þerripappírsblaðanna og glösum ruglað. Unnið var í sog
skáp en dífenýlamínprófið var alltaf gert síðast vegna þess
hve rokgjarnt það er. Niðurstöður úr prófunum voru síðan
skráðar á þerripappírinn, spjöldin og Hsure-hylkið. Þegar
sýnin höfðu verið mæld með öllum aðferðunum var
hulunni svipt af númerunum og niðurstöður skráðar.
Verklegi þátturinn var unnin af tveimur aðilum þannig að
sami aðili gerði prófin en aflesturinn var gerður af báðum.
Rannsóknin er blind þar eð ekki var vitað um númer sýnanna
og fyrri niðurstöður þegar prófin voru gerð.
Tölfræðiaðferðir
Ekkert prófanna var hægt að nota sem gullstandard þannig
að brugðið var á það ráð að reikna út samræmisstuðul á
milli tveggja prófa. Niðurstöður prófanna voru skráðar í
Grein / blóð í saur