Tímarit lífeindafræðinga - jul 2006, Side 46
46 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl.
Félagsmál /aðalfundur MTÍ 2005
Stofnanasamningar
Stefnt er að miklu starfi við undirbún
ing stofnanasamninga sem eiga að
taka gildi 1. maí 2006. Sú nýjung er í
samningunum að þeim fylgir fé til að
gera stofnanasamninga fyrir utan
aðrar hækkanir sem koma við vörpun
yfir í nýju launatöfluna. Það sem mér
þykir allra mest áríðandi af öllu sem
lofað er í samningunum er hækkun
byrjunarlauna sem verður fyrst veru
leg 1. maí 2006 en þá loksins er hægt
að líta á nýútskrifaða lífeindafræðinga
án þess að fá hnút í magann!
Samningarnir hafa ekki enn þá
verið undirritaðir vegna þess að fjögur
félög sem að þeim stóðu, kennarafé
lögin í BHM, eru enn að vonast eftir
einhverju frá Menntamálaráðuneyt
inu. Við hin félögin 18 erum búin að
samþykkja breytingarnar – Samkomu
lagið – en við í MTÍ erum enn að
reyna að fá breytingu umfram sam
komulagið á kafla 2 um vinnutíma og
vaktir þar sem okkur telst til að
lenging útkalla sé töluverð kjarabót
og höfum við farið fram á það sama
og í boði var 2001. Ekki hefur það
gengið enn þá en við erum vongóðar
í samninganefndinni.
NML
MTÍ tók við ábyrgð á NML í Tromsö í
júní 2003 og mun skila henni af sér í
lok NML2005 ráðstefnunnar sem við
stöndum fyrir í næstkomandi júnímán
uði. Við höfum lítið aðhafst þrátt fyrir
samstarfsvilja, fyrir utan mjög góða
fundi í Reykjavík um blóðtökur og
nándarrannsóknir (í febrúar 2004).
Þess í stað höfum við beint öllum
kröftum í að fá lögum um okkur
breytt svo að Norðurlandaþjóðirnar
með forystu Íslands komist á stall
með öðrum lífvísindamönnum. Svíar
eru komnir langt en við þurfum að fá
hreina og skýra lagalega stöðu hér
innan lands sem utan, stöðu sem aðrir
geta síðan bent á sér til framdráttar.
NML2005
Undirbúningur ráðstefnunnar NML-
2005 hefur verið í höndum dagskrár
nefndar NML2005. Formaður nefndar
innar er Brynja R. Guðmundsdóttir og
með henni í nefndinni starfa Anna S.
Ingvarsdóttir, Erla Sveinbjörnsdóttir,
Þjónustuskrifstofan SIGL
Flutningar í nýtt húsnæði að Borg
artúni 6 (Gömlu rúgbrauðsgerðina)
standa fyrir dyrum á næsta ári en
gengið var til samninga um kaup á
þessu húsnæði fyrir nokkrum
mánuðum. Þegar við flytjum þangað
verður þjónustuskrifstofa SIGL loksins
með almennilegt húsnæði og ætti hún
þá að fara að festast félögum innan
SIGL félaganna í minni. Meinatæknafé
lagið stóð fyrir stofnun SIGL þjónustu
skrifstofu sem er þjónustuskrifstofa
fjögurra heilbrigðisstétta: Sjúkraþjálf
ara, iðjuþjálfa, geislafræðinga og líf
eindafræðinga. Stofnun SIGL þjón
ustuskrifstofu var gæfuspor fyrir
okkur í MTÍ, við höfum náð okkur
upp fyrir skuldastrikið á meðan við
höfum aukið þjónustu við félagsmenn
þar sem Margrét Eggertsdóttir sem
áður starfaði aðeins fyrir okkur í 40%
starfi er nú í fullri vinnu sem fram
kvæmdastjóri SIGL og heimasíðu
meistari okkar með meiru.
Heimasíðan hefur verið lengi í
þróun en nú er flest það sem við
stefndum að komið inn á hana. Þá er
komið að félagsmönnum að nota
hana. Furðulega oft hafa félagsmenn
sagt að þeir fái ekki tölvupóstföng á
vinnustöðum sínum, fái ekki að fara í
tölvur til að athuga með tölvupóst
eða jafnvel að þeir vilji ekki fá tölvu
póst.
Nú á 21. öldinni er almenna reglan
í sambandi við tölvunotkun sú að eðli
legt þykir að starfsmenn fái a.m.k. 10
mínútur á dag í vinnunni til að skoða
tölvupóst sinn. Áhyggjur yfirmanna af
margra klukkustunda hangsi í tölvum
eru jafn einkennilegar og það að
starfsfólk sé sagt vera að prenta út
tugi blaðsíðna, gjarnan í lit, af ýmsum
vefsíðum. Slík stjórnunarvandamál
eru ekki á okkar könnu en það er á
okkar könnu ef ekki er hægt að hafa
samband við félagsmenn. Tölvupóstur
sem félagsmenn setja sig sjálfir inn á,
spjallsíða, fréttasíða og tölvubirting á
öllum okkar félagsmálum er komið til
að vera.
Nefndir
Fræðslunefnd og endurmenntunar
nefnd hafa staðið sig með sama sóma
og þær hafa gert á undanförnum
Gunnhildur Ingólfsdóttir, Hólmfríður
Hilmarsdóttir og Kristín Jónsdóttir.
Þess skal getið hér sérstaklega að við
gengum á fund Vilhelmínu Haralds
dóttur lækningasviðsstjóra og fórum
fram á það að LSH greiddi ráðstefnu
gjaldið fyrir starfsfólk sitt í stéttinni
svo ekki þyrfti hver að sækja um fyrir
sig sem væri mikil vinna fyrir alla aðila.
161 lífeindafræðingur starfar á LSH og
á lægsta skráningargjaldi hefði upp
hæðin orðið 6.3 milljónir ef greitt væri
fullt gjald fyrir alla. Eftir nokkurn tíma
barst svar frá Vilhelmínu: 600 þúsund
krónur, þar af 300 þúsund beint frá
deildunum! Stuttu seinna fékk Félag
klínískra sérfræðinga Ingunni Þor
steinsdóttur lækni 300 þúsund krónur
úr sjóði sínum til að styrkja okkur og
kunnum við þeim bestu þakkir fyrir
sannan höfðingsskap.
IFBLS
Á alþjóðaráðstefnu lífeindafræðinga í
Stokkhólmi, IFBLS2004, vék fráfar
andi forseti IFBLS Martha Hjálmars
dóttir úr embætti hjá alþjóðasamtök
unum eftir að hafa verið verðandi
forseti, forseti og fráfarandi forseti í
samtals 6 ár og kunnum við henni
þakkir fyrir að koma okkur verulega
vel fyrir á korti alþjóðamála. Martha
mun halda erindi á NML2005 þar sem
hún fjallar um þróun náms í líftækni í
Tækniháskólanum og flutning lífeinda
fræðinnar í HÍ. Núverandi forseti
alþjóðasamtakanna IFBLS sem er Lena
Morgan frá Svíþjóð hefur þegið boð
okkar um að koma á NML2005 og
segja okkur frá þróun mála stéttar
innar á alþjóðavettvangi.
EPBS
Í Evrópusamtökum lífeindafræðinga
(EPBS) hefur MTÍ staðið framarlega í
mótun stéttarinnar í Evrópu. Forseti
samtakanna, Marie Culliton, hefur
þegið boð okkar að koma og halda
pallborðsumræður um þróun stéttar
innar á NML2005. MTÍ hefur gengið
með forustuliði EPBS hvað varðar
samvinnu við nema og styrkti nema
til farar til Luzern í Sviss til að sækja
fund Evrópusamtakanna. Valgerður
Jóhannsdóttir var fulltrúi NOXA og
stóð sig með afbrigðum vel eins og
hún gerði í Brussel á síðastliðnu ári.