Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 18

Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 18
18 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. Laus er til umsóknar 50% staða lífeindafræðings við Meinafræðideild FSA. Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Starfið felst í undirbúningi og vinnslu vefjasýna fyrir smásjárskoðun og greiningu. Umsækjendur skulu hafa starfsleyfi lífeindafræðings og reynsla af starfi á rannsóknarstofu er æskileg. Rík áhersla er lögð á samskiptahæfileika og færni í mann legum samskiptum, frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt. Einnig er góð tölvukunnátta og enskukunnátta æskileg. Næsti yfirmaður er yfirlífeindafræðingur á meina fræðideild. Launakjör fara samkvæmt kjarasamningi félags lífeindafræðinga (BHM) og fármálaráðherra f.h. ríkis sjóðs. Umsóknir ásamt ferilskrá, þar með talið upplýsingum um nám, fyrri störf og starfsreynslu skulu berast til Hildar Halldórsdóttur, yfirlífeindafræðings, Meinafræði deild FSA, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 463-0823, netfang hildurh@fsa.is Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Lífeindafræðingur – Meinafræðideild FSA Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2006 Öllum umsóknum verður svarað. Í ágústhefti danska lífeindafræðingablaðins 2005 segir að prófa eigi skimun eftir ristilkrabbameini í tveimur sveitar stjórnarumdæmum. Danir munu rannsaka þrjú saursýni frá hverjum einstaklingi í aldurshópnum 50 til 74 ára. Notað verður guiacprófið Hemoccult (ekki HemoccultSENSA), sértæki prófsins fyrir ristilkrabbameini er 99% en næmi er aðeins 60% þ.e.a.s. að leitin mun aðeins ná 60% þeirra sem eru með ristilkrabbamein. Í Morgunblaðinu 12. nóvember 2005 er haft eftir Ásgeiri Theodórs, lækni og sérfræðingi í meltingarfæra sjúkdómum, að vonir standi til að skipuleg skimun eftir ristilkrabbameini hefjist hér á landi 1. júlí 2006 með leit að blóði í saur einu sinni á ári hjá einstaklingum 50 ára og eldri. Engin leit hófst 1. júlí sl. eins og vonir stóðu til þar sem tillögu til þingsályktunar um skipulagða leit að krabbameini í ristli sem lögð var fram á síðasta löggjafarþingi var vísað til heilbrigðis- og trygginganefndar og ekkert svar barst frá henni. Vonandi bera flutningsmenn tillögunnar hana aftur upp á næsta þingi. Tillagan til þingsályktunar hljóðaði svo: „Alþingi álykt­ ar að fela heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í sam­ ráði við landlækni að hefja undirbúning að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi þannig að skipuleg leit hefjist 1. júlí 2006.” Fróðleg greinargerð fylgdi tillögunni, sjá heimasíðu Alþingis: http://www.althingi.is/altext/132/s/0013.html. Þar segir: „Víða í Evrópu, t.d. í Þýskalandi, Ítalíu, Póllandi, Tékklandi og Frakklandi hafa heilbrigðisyfirvöld tekið einarða afstöðu með ristilkrabbameinsleit og greiða fyrir hana. Heilbrigðisnefnd Evrópusambandsins hefur nú hvatt heilbrigðisyfirvöld aðildarlanda til að beita sér fyrir slíkri skimun (European Code against Cancer).“ Á öðrum stað segir: „Bandaríkjamenn eru þjóða ötulastir á þessu sviði en þar í landi hafa sérfræðingar á liðnum árum merkt lægri tíðni ristilkrabbameina og færri dauðsföll af þeim sökum.“ Og enn segir: „Fræðsla til almennings (Public aware- ness) er lykilatriði í baráttunni gegn þessum sjúkdómi. Fyrir tveimur árum var farið í fræðsluátak sem gekk undir nafninu Vitundarvakning gegn ristilkrabbameini. Gallup-könnun sem gerð var skömmu áður opinberaði vanþekkingu okkar hér á landi á þessu algenga krabba- meini. Í könnun sem gerð var í Austurríki kom í ljós að jafnmargir aðspurðra óttuðust jafnmikið dauða vegna slys- fara og krabbameina. Þessar dauðaorsakir óttuðust að spurðir líka mest. Hins vegar er athyglisvert þegar rýnt er í tölfræðina að venjulegur (average) Evrópubúi er í 2,5 sinnum meiri áhættu að deyja af völdum ristilkrabbameins en að deyja í umferðarslysi.“ Ólíkt höfumst við að - engin leit að sinni 8 Fréttir / leit að ristilkrabbameini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lífeindafræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.