Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 3
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl.
Efnisyfirlit / greinar
Tímarit lífeindafræðinga
1. tbl. 1. árgangur
Júlí 2006
Útgefandi:
Félag lífeindafræðinga
Aðsetur og afgreiðsla:
Borgartúni 6
105 Reykjavík
Sími: 588 9770
Bréfsími: 588 9239
Netfang: fl@bhm.is
Heimasíða: www.sigl.is
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Steinunn Oddsdóttir
Sími: 543 5538
Bréfsími: 543 5539
Netfang: steinodd@landspitali.is
Ritnefnd:
Hulda Snorradóttir
Auður Ragnarsdóttir
Elín Guðmundsdóttir
Gunnlaug Hjaltadóttir
Hlín Aðalsteinsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir
Umbrot og prentun:
Prentmet ehf.
Lynghálsi 1
110 Reykjavík
Sími: 5 600 600
Netfang: prentmet@prentmet.is
Upplag:
650 eintök
Forsíðumynd:
Nýtt merki Félags lífeindafræðinga,
hannað af Gísla B. Björnssyni.
11 Mælingar á blóði í saur - samanburður á dífenýlamínprófi,
Hemo-Fec, Hemoccult SENSA og Hemosure
Steinunn Oddsdóttir er deildarlífeindafræðingur á Blóðmeinafræðideild LSH við
Hringbraut, þessa grein hefur hún unnið upp úr B.Sc. verkefni sínu. Tilgangur
verkefnisins var að finna próf til mælingar á blóði í saur í stað dífenýlamínprófsins
sem er eitrað efni. Rannsökuð voru 136 saursýni og voru notuð til þess fjögur próf :
þrjú peroxíðasapróf og eitt mótefnapróf. Niðurstaðan var sú að eitt peroxíðasaprófið
HemoFec væri hentugast og samræmdist best dífenýlamínprófinu.
19 Mat á nýrnastarfsemi - serum kreatínín og áætlaður
gaukulsíunarhraði
Alda M. Hauksdóttir er lífeindafræðingur og starfar á Klínískri lífefnafræðistofu
Holtasmára. Þetta er útdráttur úr B.Sc.verkefni hennar en Elín Ólafsdóttir yfirlæknir
er meðhöfundur. Áætlaður gaukulsíunarhraði þykir vænlegur til að meta skerta
nýrnastarfsemi en til þess þarf betri stöðlun á kreatínínmælingum í sermi. Gerður
er samanburður á þremur mæliaðferðum, einni kínetískri og tveimur ensímatískum.
Við útreikning gaukulsíunarhraðans eru notaðar 3 reiknijöfnur. Samkvæmt
reiknijöfnunum þremur flokkast fleiri konur en karlar með skerta nýrnastarfsemi en
ef eingöngu er litið á viðmiðunarmörk fyrir kreatínín eru karlarnir fleiri.
29 2,8-díhýdroxýadenín kristallar – nýleg tilfelli
Hér segir Steinunn Oddsdóttir, deildarlífeindafræðingur á Blóðmeinafræðideild
LSH við Hringbraut, frá fjórum síðustu 2,8-DHA kristallatilfellunum sem bárust
til deildarinnar. Fjöldi íslenskra sjúklinga með APRT-skort eða 2,8-DHA-migu er
nú orðinn 28 og meirihluti þeirra er rauðhærður. Við eigum heimsmet í fjölda
sjúklinga ef miðað er við höfðatölu. Stökkbreytingin D65V barst hingað líklega frá
Bretlandseyjum og við erum fámenn þjóð og skyld og skýrir það fjölda sjúklinga.
32 Þurfa Íslendingar fæðubótarefni ?
Auður Ragnarsdóttir er lífeindafræðingur og starfar á Klínískri lífefnafræðideild LSH
við Hringbraut en hefur verið við nám í næringarfræðum. Í þessari grein fræðir hún
okkur um gildi næringarefna og hver þeirra okkur Íslendinga vantar helst.
37 Menntun í lífeindafræði
Martha Á. Hjálmarsdóttir er lífeindafræðingur M.S. og er verkefnastjóri í lífeindafræði
við Háskólann í Reykjavík og lektor í lífeindafræði við Háskóla Íslands. Í þessari
grein rekur höfundur sögu menntunar í lífeindafræði (áður meinatækni) frá upphafi
formlegrar kennslu á Íslandi. Aðeins 40 ár eru liðin frá því að kennsla í meinatækni
hófst í Tækniskóla Íslands en þá tók námið tvö heil ár. Nú er lífeindafræði kennd í
Háskóla Íslands með smá viðkomu í Háskóla Reykjavíkur. Boðið er upp á eins árs
meistaranám eftir eins árs starfsréttindanám í beinu framhaldi af náminu.
40 Áhrif súrefnisþrýstings á þætti sem hafa áhrif á þróun
lifraræxla tengdum Hepatitis B vírus
Um nám og meistararitgerð, höfundur er Birna Berndsen sem starfar hjá NimbleGen
Systems á Íslandi.
41 Algengi og orsakir vægra blæðingaeinkenna og asatíða frá
upphafi
Ágrip af meistararitgerð, höfundur er Brynja R. Guðmundsdóttir, þróunarstjóri á
Blóðmeinafræðideild LSH.
42 Vöðvaþrýstingur, augnþrýstingur og bólga í kjölfar
hjartaskurðaðgerða með hjáveitu
Ágrip af meistararitgerð, höfundur er Líney Símonardóttir, yfirperfusionisti á
skurðdeild LSH.
43 Tjáning prostaglandín viðtakanna EP2 og EP3 í slagæðum með
æðakölkun
Ágrip af meistararitgerð, höfundur er Steinþóra Þórisdóttir, rannsóknarfulltrúi hjá
Encode – Íslenskum lyfjarannsóknum ehf.
44 Rannsókn á umhverfu á litningi 8 með flúrljómun: Tengsl við
felmtursröskun á Íslandi
Ágrip af meistararitgerð, höfundur er Sóley Björnsdóttir sem starfar hjá Íslenskri
erfðagreiningu.