Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 41

Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 41
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 41 Meistararitgerð / ágrip Blæðingaeinkenni eru algeng í samfélaginu og er mögulegt að þau séu til staðar fyrir til viljun hjá fólki með væga en mælanlega frum storkugalla. Til þess að meta hvort fylgni sé í raun og veru á milli frumstorkugalla og auk innar blæðingahneigðar könnuðum við blæð ingaeinkenni hjá hópi heilbrigðra unglinga með spurningalistum. Við notuðum þá aðferðafræði að athuga hóp unglinga með blæðingaeinkenni og ein kennalausan samanburðarhóp (case-control study), ákvörðuðum síðan hættuna á blæð ingum hjá einkennahópnum tengda lágum von Willebrand faktor (VWF) (skilgreint sem VWF gildi fyrir neðan fimmta percentil hjá eðlilegu viðmiðunarþýði) og þeim sem voru með mismunandi afbrigðilega blóðflögu kekkjun. Aukin blæðingahneigð var til staðar hjá 63 af 809 táningum (7,8%) og 48 þeirra (76%) komu í blóðprufu til mælingar á storkuprófum og athugunar á starfsemi blóðflaga. Af 48 sem komu í mælingu komu 39 þeirra (62%) í aðra blóðprufu til að endurtaka VWF mælinguna. Til viðmiðunar komu 162 einkennalausir í eina mælingu en 151 í tvær. Lág gildi VWF samkvæmt þremur mælingaraðferðum voru algengari hjá einkennahópnum en hinum ein kennalausu þ.e.a.s. virkni ristocetin cofactors (23,1% á móti 5,3%, OR 5,3), collagen binding (15,3% á móti 4,6%, OR 3,7) og VWF prótín (25,6% á móti 6,6%, OR 4,8). Lág gildi ristoc etin cofactors voru frá 35-45 U/dL nema hjá einum sem var með gildið 26 U/dL. Blóðflögu kekkjun var gerð hjá 47 af 63 táningum með blæðingahneigð (75%) og 159 einkenna lausum einstaklingum. Væg óeðlileg blóð flögukekkjun (þ.e. óeðlileg kekkjun með ADP og epinephrini) var algengari hjá táningum með blæðingahneigð en hjá viðmiðunar hópnum (12,8% á móti 4,8%, OR 3,2). Lokunartími (PFA-100®) (LT) var næmari fyrir vægt lækkuðum VWF í 55% tilvika (Neg. Pre.value (NPV) 0,95) og næmur fyrir óeðli legri blóðflögukekkjun í 50% tilvika (NPV 0,97). Lengdur LT c/ADP virtist aðallega benda til lágs VWF þar sem aftur á móti lengdur LT c/epi virðist benda til annað hvort lágs VWF eða óeðlilegrar blóðflögukekkjunar. Í 40% tilvika var blæðitíminn (BT) lengdur hjá þeim sem voru með óeðlilega blóflögukekkjun en ekki hjá þeim sem voru með lágan VWF. Niðurstaðan er sú að táningar með vægt lækkaðan VWF og vægt óeðlilega blóðflögu kekkjun séu í 5,3 faldri og 3,2 faldri hættu, hvor mælingarhópur fyrir sig á að fá auknar blæðingar í samanburði við þá sem ekki hafa óeðlilegar mælingar. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að geta metið þetta nánar. Brynja R. Guð mundsdóttir Ágrip af MS ritgerð sem varin var við Lækna deild Háskóla Íslands maí 2006. Meistaranámsnefnd: Páll Torfi Önundarson, Reynir Tómas Geirsson, Jens A. Guðmundsson Prófdómarar: Brynjar Viðarsson, Magnús Karl Magnússon Höfundur er lífeinda fræðingur og starfar sem þróunarstjóri á Blóðmeina fræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss. brynjarg@landspitali.is Algengi og orsakir vægra blæðinga- einkenna og asatíða frá upphafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lífeindafræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.