Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Qupperneq 33
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 33
Grein / næringarfræði
• B1
B1-vítamín finnst í litlu magni í flestum
mat nema í hvítum sykri og hreinni
fitu, mest er í heilhveiti, innmat og
svínakjöti. B1-vítamín er vatnsleysan
legt vítamín og því skiptir máli að
nota soðið af matnum en það eyðist
ef maturinn er soðinn lengi.
• B6 -vítamín
B6 -vítamín finnst í litlu magni í
flestum fæðutegundum nema í mikið
unnum matvörum. Mest er í heil
korni, innmat, fiski, baunum, dökk
grænu grænmeti og banönum. Eigin
lega ættum við ekki að þurfa að líða
skort á B6-vítamíni nema fæðið sé
lélegt eða mikið unnið.
• C-vítamín
C-vítamín fáum við helst úr ávöxtum,
kartöflum og grænmeti. C-vítamínið
er viðkvæmasta vítamínið, það eyði
legst við hitun einkum ef mikið
súrefni og birta kemst að. Auk þess
lekur það út í suðuvatnið. Það
minnkar í ávöxtum og grænmeti við
geymslu.
• Kalk
Kalk fæst einkum úr mjólkurafurðum,
auk þess úr dökkgrænu grænmeti,
hnetum, baunum og grófu korni. D-
vítamín er nauðsynlegt fyrir nýtingu
líkamans á kalki úr fæðunni.
• Joð
Joð fæst aðallega úr fiski og fiskaf
urðum.
• Magnesíum
Magnesíum fæst aðallega úr jurtafæðu
eins og úr baunum, hnetum, grófu
brauði, heilkorni, kartöflum, græn
meti og mjólk. D-vítamín virðist líka
vera nauðsynlegt til að nýta magnes
íum í fæðunni.
Lokaorð
Eitt er nauðsynlegt að taka fram um
steinefnin og það er að magn þeirra
fer eftir fóðri dýra og jarðveginum
sem plönturnar eru ræktaðar í. Gott
prótein er það sem inniheldur allar
amínósýrurnar 20 og fæst eingöngu
úr dýraafurðum og sojabaunum.
Góða fitu fáum við úr fiskifitu og
olíum úr fræjum plantna eins og soja,
sólblóma o.fl.. Slæm fita verður hörð
í ísskáp, sama hvort hún er úr jurta
ríki eða úr dýraríki. En þegar jurtaolía
er hert með hita og hydrogeni (vetni)
bætt í breytist olían og verður til svo
kölluð hert fita (tranfitusýrur). Þessi
fita er sennilega sú versta sem við
fáum úr fæðunni. Þetta er oftast gert
til að spara og er algengt í smjörlíki,
sælgæti, snakki, kexi, kökum, vínar
brauði, hjúpsúkkulaði o.fl.
Góð kolvetni fást úr grænmeti,
ávöxtum og heilu korni og laktósu
fáum við úr mjólk. Léleg kolvetni eru
í hvítum sykri, hvítu hveiti og hýðis
lausum hrísgrjónum.
Nú getið þið sjálf lagt mat á það
hvort þið og fjölskyldur ykkar fáið þá
næringu sem er nauðsynleg líkam
anum eða hvort þið þurfið fæðubótar
efni með.
Viskustykki
Á málþingi Samtaka heilbrigðisstétta sem var haldið 14. október 2004 og bar yfirskriftina
„Geta heilbrigðisstéttir unnið saman?“
hélt Sigurður Guðmundsson landlæknir ræðu þar sem hann sagði:
Það er skylda okkar að vinna saman.
Við vinnum ekkert ein.
Enginn kann allt og veit allt!
Fróðleiksmolar