Tímarit lífeindafræðinga - Jul 2006, Page 10

Tímarit lífeindafræðinga - Jul 2006, Page 10
10 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. Formannspistill stærri vanda: Skipuritin fyrir Rann sóknarstofnun LSH þurfa endur skoðunar við til samræmingar við önnur skipurit á LSH og starfslýsingar sömuleiðis. Frá árinu 2003 hefur það verið skýr starfsmannastefna LSH að tekin skuli upp starfsmannasamtöl þar sem starfsmaður fer yfir sína starfslýsingu (sem leiðir til staðsetningar í starfa flokkun) með sínum næsta yfirmanni. Fara þessir tveir einstaklingar þá vænt anlega yfir það hverjar skyldur starfs mannsins eru og hvort þær séu nægi lega skilgreindar í starfslýsingunni. Starfið breytist ekki en starfsmaður inn getur hafa bætt við sig og starf hans þá ef til breyst á afgerandi hátt þannig að starfsmaðurinn ætti þar af leiðandi að fara í annan starfaflokk. Starfaflokkunin á að mynda eðlilegt flæði starfa frá algjörum byrjanda til sviðsstjóra, samkvæmt skipuriti. Þetta hefur ekki gerst hjá lífeindafræðingum á LSH. Rannsóknarstofnunin hefur haft lækna eingöngu sem yfirmenn og þeir hafa ekki haft starfsmannasam töl, svo vitað sé. Enda er eðlilegast að yfirlífeindafræðingar (deildarstjórar) sjái um starfsmannasamtölin þar sem þeir sjá um rekstur rannsóknastof anna í reynd. Það er bara ekki viður kennt af höfundum skipuritsins á Rannsóknarstofnun LSH. Enn er breyt inga þörf. Kæru lífeindafræðingar! Við getum fagnað þeim breytingum sem orðið hafa á ímynd okkar, munað hefur um minna! Við höldum ótrauð áfram að breyta okkur og störfum okkar til hins betra. Kristín Hafsteinsdóttir formaður Félags lífeindafræðinga Heilbrigðisstofnun Austurlands Egilsstöðum Lífeindafræðingur óskast til starfa Frá 15.08.2006 (eða eftir nánara samkomu- lagi) er staða lífeindafræðings við Heilbrigðis- stofnun Austurlands á Egilsstöðum laus til umsóknar. Stofnunin samanstendur af, tveim deildum; heilsugæslustöð og sjúkradeild, auk heilsugæslusels á Borgarfirði eystri. Heilsu- gæslan og sjúkradeildin eru í sömu byggingu. Þjónustusvæðið, Egilsstaðalæknis-hérað, er víðáttumikið og dreifbýlt. Fjórðungssjúkrahús- ið í Neskaupsstað er í um einnar klukkustund- ar akstursfjarlægð og þar er skurðlæknir, lyflæknir og svæfingalæknir. Umsóknarfrestur er til 01. ágúst nk. Laun eru samk. kjarasamningum. Frekari upplýsingar veita Pétur Heimisson yfirlæknir í síma 471-1400 eða með tölvupósti petur@hsa.is og Þórhallur Harðarson rekstrarstjóri í síma 471-1073 eða með tölvupósti thorhallur@hsa.is Heilbrigðisstofnun Austurlands Egilsstöðum Lífeindafræðingur óskast til starfa Frá 15.08.2006 (eða eftir nánara samkomu lagi) er staða lífeindafræðings við Heilbrigðis stofnun Austurlands á Egilsstöðum laus til umsóknar. Stofnunin samanstendur af tveimur deildum; heilsugæslustöð og sjúkradeild auk heilsugæslusels á Borgarfirði eystri. Heilsugæslan og sjúkradeildin eru í sömu byggingu. Þjónustusvæðið, Egilsstaðalæknis- hérað, er víðáttumikið og dreifbýlt. Fjórðungs sjúkrahúsið í Neskaupstað er í um einnar klukkustundar akstursfjarlægð og þar er skurðlæknir, lyflæknir og svæfingalæknir. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. Laun eru skv. kjarasamningum. Frekari upplýsingar veita Pétur Heimisson yfirlæknir í síma 471 1400 eða með tölvupósti petur@hsa.is og Þórhallur Harðarson rekstrarstjóri í síma 471 1073 eða með tölvupósti thorhallur@hsa.is Lífeindafræðingur óskast Lífeindafræðingur óskast í 100% starf á Blóðmeinafræðideild LSH, Hringbraut. Upplýsingar veitir Margrét Ágústsdóttir yfirlífeindafræðingur í síma 543 5045 eða 824 5858.

x

Tímarit lífeindafræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.