Tímarit lífeindafræðinga - jul. 2006, Síða 17
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 17
rannsókn [25]. Það sem kom verulega á óvart í þessu
verkefni var að eitt saursýnið gaf mikla blóðsvörun með
HSensa en enga svörun með hinum prófunum. Þetta sýni
var eðlilegt í útliti. Regla peroxíðasaprófanna var annars sú
að HFec var næmast síðan DFA en minnst næmt var
HSensa.
Hsure er sértækt fyrir hemóglóbíni manna en nær illa
blæðingum frá efri hluta meltingarvegar, sjá töflu 4. Við
sáum dæmi um þetta í þessari rannsókn. Hsure er dýrasta
prófið, er handhægt í notkun en getur þó verið erfitt að
meta þegar próflínan svarar mjög dauft. Framleiðendur
mótefnaprófanna segja þau mjög næm fyrir blóði en það
var ekki að sjá af þessari rannsókn að undanskildum
fjórum sýnum en mótefnaprófin eiga að vera næmari fyrir
blæðingum í neðri hluta meltingarvegar [10].
Segja má að galli rannsóknarinnar sé sá að við skyldum
vera með mismunandi hópa í rannsókninni og tókum ekki
öll saursýni sem bárust til rannsóknar fyrir blóði í saur en
völdum jákvæð sýni í meirihluta. Jafnvel hefði mátt hugsa
sér að hafa visst magn af sýnum frá hinum ýmsu sjúkra
deildum og vitneskju um sjúkdómsgreiningu og lyfja
notkun sjúklinganna.
Lokaorð
HFec verður að teljast ákjósanlegasta prófið til notkunar á
Blóðmeinafræðideild LSH til mælingar á blóði í saur í stað
DFA. Það sem HFec hefur fram yfir DFA er að það er ekki
eitrað svo vitað sé, er fljótlegra og auðveldara próf í
notkun og örlítið næmara. HFec er ódýrt próf. Hægt er að
fá spjöld fyrir saursýnin fyrir þá sem það vilja.
Þar sem ekki var hægt að reikna út næmi, sértæki og
jákvætt forspárgildi prófanna fyrir sjúkdómum í meltingar
vegi er erfitt að taka afstöðu til þess hvort mæla eigi með
því að taka upp mótefnapróf.
Það sem einnig sást af þessu verkefni er að full ástæða
er til þess að lýsa lit, sjá töflu 3, og þéttni saursýnis sem er
jákvætt fyrir blóði.
Þakkir
Þetta verkefni var unnið á Blóðmeinafræðideild LSH /
Hringbraut og hefur verið mjög lærdómsríkt og gagnlegt.
Leiðbeinendur mínir voru: Bergljót Halldórsdóttir kennslu
stjóri, Sigrún E. Reykdal læknir og Bjarni Þjóðleifsson
yfirlæknir. Ég vil þakka þeim góða leiðsögn.
Bergljót vann verklega þáttinn með mér og hvatti mig
óspart til dáða. Ég vil einnig þakka dr. Erni Ólafssyni
stærðfræðingi fyrir hjálp við tölfræðiútreikninga og góð
ráð. Fyrirtækjunum Lyru sf. og Thorarensen Lyf ehf. er
þakkaður stuðningur við verkefnið en þessi fyrirtæki gáfu
hluta prófefnanna. Sigríður Skúladóttir skrifstofustjóri og
Brynja R. Guðmundsdóttir þróunarstjóri fá kærar þakkir
fyrir aðstoð við tölvuvinnu. Að lokum vil ég þakka starfs
fólki deildarinnar fyrir mikla þolinmæði meðan á úrvinnslu
verkefnisins stóð.
Heimildir
1. Theodórs Á. Að skima eftir ristilkrabbameini. Hvers vegna, hvernig og
hvenær?. (ritstjórnargrein). Læknablaðið 2006; 92(7-8): 515-17.
2. Parkin DM, Bray FI, Devesa SS. Cancer burden in the year 2000. The
global picture. Eur J Cancer 2001; 37: 64-6.
3. Labianca R et al. Colon cancer. Crit Rev Oncol Hematol 2004; 51(2):
145-70.
4. Stefánsdóttir H, Möller PH, Stefánsson TB, Sigurðsson F.
Ristilkrabbamein á LSH 1994-1998. Læknaneminn 2005; 56(1): 92.
5. Winawer S et al. Colorectal cancer screening and surveillance:
clinical guidelines and rationale-Update based on new evidence.
Gastroenterology 2003; 124(2): 544-60.
6. WHMP, Hemasure. http://www.whpm.com/hemosure.htm.
7. Dybdahl JH. Studies on Occult faecal Blood Loss. Doktoravhandling:
Universitetet i Oslo 1983.
8. The Merck Manual of Diagnosis and Therapy. Gastrointestinal
Bleeding, Chapter 22, 2005. http://www.merck.com/mrkshared/
mmanual/section3/chapter22/22a.jsp.
9. Christensen J. Blood in the Stool. http://www.vh.org/adult/provider/
internalmedicine/Bedside Logic/ch7.html.
10. Brentnall T, Nguyen T, Wong E. Colon Canser Screening. http://
www.uwgi.org/guidelines/ch_08/ch08txt.htm.
11. Cleveland Clinic Health System 2004. http://www.cchs.net/health/
health-info/docs/1700/ 1788.asp?index=7143.
12. Dybdahl JH, Andersgaard H. Detection of occult blood in feces. A
comparative study between benzidine, Hemoccult and a diphenyl
amine method. Tidsskr Nor Laegeforen 1975; 95(22): 1224-7.
13. Med-Kjemi, leiðarvísir með Hemo-Fec test.
14. Davíðsson D. Munnleg heimild. 2005.
15. Halldórsdóttir B. Rannsókn á blóði í saur. Blað meinatækna 1977; 7(1):
16-7.
16. Dybdahl JH. Munnleg heimild. 2004.
17. Halldórsdóttir J. Munnleg heimild. 2004.
18. Starfsmaður-Med-Kjemi. Munnleg heimild. 2004.
19. Dybdahl JH, Daae LN, Larsen S. Occult faecal blood loss determined
by chemical tests and a 51 Cr method. Scand J Gastroenterol 1981;
16(2): 245-52.
20. Laboratoriet Noklus. Hemo-Fec. http://www2.osigraf.no/lab/Kap_
16/04_Hemofec.pdf.
21. Mouland G. Colorectal cancer in general practice-what is the benefit
of testing for occult blood in feces?. Tidsskr Nor Laegeforen 2003;
123(20): 2861-5.
22. Dybdahl JH, Daae LN, Larsen S, Myren J. Occult faecal blood loss
determined by a 51Cr method and chemical tests in patients referred
for colonoscopy. Scand J Gastroenterol 1984; 19(2): 245-54.
23. Dybdahl JH, Daae LN, Larsen S, Myren J. Occult faecal blood loss
determined by a 51Cr method and chemical tests in patients referred
for upper gastrointestinal endoscopy. Scand J Gastroenterol 1984;
19(2): 235-44.
24. Theodórs Á, Sigurðsson F, Jónsson JS, Cariglia N, Ólafsson S,
Stefánsson T. Skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi;
Niðurstaða starfshóps á vegum landlæknis: http://landlaeknir.is/
template1.asp?pageid=431. 2001.
25. Coulter B. Leiðarvísir með Hemoccult SENSA. http://www.
hemoccultfobt.com/p/p.asp?mlid=33. 1998.
26. Allison JE et al. A comparison of fecal occult-blood tests for colorectal-
cancer screening. N Engl J Med 1996; 334(3): 155-9.
27. Rozen P., Knaani J, Samuel Z. Comparative screening with a sensitive
guaiac and specific immunochemical occult blood test in an
endoscopic study. Cancer 2000; 89(1): 46-52.
28. Valle PC, Dybdahl JH. BM-test Colon Albumin for determination of
fecal occult blood. On what reasons was the refusion by the Risk
trygdeverket based?. Tidsskr Nor Laegeforen 1998; 118(16): 2529-31.
29. Altman DG. Practical statistics for medical research. 1 ed. 1991,
London, New York: Chapman and Hall.
30. Nadel MR, Shapiro JA, Klabunde CN, Seeff LC, Uhler R, Smith RA,
Ransohoff DF. A National Survey of Primary Care Physicians' Methods
for Screening for Fecal Occult Blood. Annals of Internal Medicine
2005; 142(2): 86-94.
31. Wong BCY et al. A sensitive guaiac faecal occult blood test is less
useful than an immunochemical test for colorectal cancer screening
in a Chinese population. Aliment Pharmacol Ther 2003; 18(9): 941-
6.
32. Rozen P., Knaani J, Samuel Z. Eliminating the need for dietary
restrictions when using a sensitive guaiac fecal occult blood test. Dig
Dis Sci 1999; 44(4): 756-60.
33. Bromer MQ, Weinberg DS. Screening for colorectal cancer-now and
the near future. Semin Oncol 2005. 32(1): 3-10.
Grein / blóð í saur