Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 16

Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 16
16 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. að mun fleiri sýni fá með HFec fyrirgjöfina 3+ og 4+ eða 33 sýni en aðeins 20 sýni með DFA. En HFec var með 65 sýni jákvæð og þau 6 sýni sem upp á vantar hjá DFA voru aðeins vægt jákvæð með HFec, sýndu (+) og +. Á mynd 6 er samhengi DFA og HFec sýnt fyrir öll sýnin með línulegri aðfallsgreiningu, fylgnistuðull 0,81 sem er góð fylgni. Samræmisstuðull eða � Reiknaður var út samræmisstuðull eða � og var marktæki milli tveggja prófa í öllum tilfellum p < 0,001. Mjög gott samræmi var á milli peroxíðasaprófanna og gott á milli þeirra og Hsure. Samræmisstuðull á milli DFA og HFec var � = 0,911, milli DFA og HSensa � = 0,895, milli HFec og HSensa � = 0,837, milli HFec og Hsure � = 0,703, milli DFA og Hsure � = 0,697 og milli HSensa og Hsure � = 0,679. Umræða Próf fyrir blóði í saur er ódýr rannsókn, fljótleg og hættu laus og er ódýrasta og einfaldasta prófið til skimunar eftir ristilkrabbameini [30]. Enn eru peroxíðasaprófin mest notuð í hinum vestræna heimi en þau krefjast sérstaks mataræðis [31]. Lágt hlutfall Bandaríkjamanna sem komnir eru yfir fimmtugt láta skima eftir blóði í saur árlega þrátt fyrir mikinn áróður fyrir skimun. Erfiðleikum við töku sýna samfara óþægindum af breytingu á mataræði er kennt um þetta að einhverju leyti. Ekki eru þó allir sammála um að þörf sé á ströngu mataræði fyrir vestrænar þjóðir [27, 32]. Sumir greinahöfundar tala um að forðast bara rautt kjöt og bíða með að framkalla prófið í þrjá daga en við það á peroxíðasi frá ávöxtum og grænmeti að eyðast [5]. Bæði peroxíðasaprófin og mótefnaprófin krefjast 3ja saursýna, helst 3 daga í röð, og eykur það enn á fyrir höfnina. Við athugun á niðurstöðum frá 36 sjúklingum á LSH /Hringbraut sem þrjú saursýni höfðu verið send frá til mælingar á blóði í saur kom í ljós að hjá 32 þeirra eða hjá 89% voru niðurstöður þær sömu úr öllum þremur sýnunum. Frá 26 sjúklingum höfðu verið send 2 saursýni og hjá 24 þeirra eða hjá 92% voru niðurstöður þær sömu úr báðum sýnunum. Þetta vekur upp spurningu um hvort nauðsynlegt sé að fá þrjú sýni til rannsóknar. Þegar skimað er eftir ristilkrabbameini á viðeigandi hátt getur það dregið úr sjúkdómatíðni og dauða. Skimunar aðferðir eru: Mæling á blóði í saur, stutt ristilspeglun, ristil myndataka með skuggaefnisinnhellingu og alristilspeglun. Þetta eru allt arðbærar aðferðir (cost-effective). Þrátt fyrir allt þetta framboð á skimunaraðferðum hefur skimunum ekki fjölgað. Von er til þess að nýrri tækni t.d. sýndarristil speglun (tölvusneiðmynd af ristli) og skimun eftir stökk breyttum erfðavísum (DNA) í saur verði aðlaðandi valkostir [33]. Aðalatriðið er þó að einhver skimun sé gerð. Niðurstöðurnar sýna að mjög gott samræmi var á milli peroxíðasaprófanna á þessum 136 saursýnum og gott sam ræmi milli þeirra og Hsure. Hópur nr. 4 var sérstakur að því leyti að þar voru fjögur sýni eingöngu jákvæð með mót efnaprófinu Hsure og er það umhugsunarefni. Þetta var eina dæmið í rannsókninni þar sem eingöngu Hsure var jákvætt. Miserfitt er að meta niðurstöður úr prófunum en öll eru þau handhæg. Okkur fannst HFec prófið auðveldast hvað aflestur snerti en þar gefur jákvæð svörun greinilegan blágrænan lit. HFec prófið er fljótlegast að framkvæma, tekur aðeins 10 sekúndur. Tímatakan verður að vera hár­ nákvæm og verður að nota skeiðklukku. Blágrænn litur innan 10 sek. er jákvætt svar en að liðnum 10 sek. nei kvætt. Þessi þröngu tímamörk eru bæði kostur og ókostur. Það er kostur að fljótlegt er að framkvæma prófið og ekkert mál að endurtaka það ef þurfa þykir og nægilegt saursýni er fyrir hendi. Ókosturinn er einnig þessi hár­ nákvæmi tími og nokkur hætta er á því að niðurstaða sé lesin að liðnum 10 sek. og fást þá fölsk jákvæð svör. HSensa er einnig gott próf en er ekki eins næmt og HFec og ekki eins auðvelt og öruggt í aflestri. HSensa gefur oft daufan dökkbláan lit sem óvönum hættir til að meta sem jákvætt svar. Mögulegt er að gefa fyrir blóð svörun með HSensa í plúsum en það var ekki gert í þessari R 2 = 0,8045 0 0,5 1 1,5 2 2,5 3 3,5 4 4,5 0 0,5 1 1,5 2 2,5 3 3,5 4 4,5 HFec D FA Samhengi milli DFA og HFec Mynd 6. Samhengi DFA og HFec fyrir öll sýnin sýnt með línulegri aðfallsgreiningu (linear regression) en 0,5 stendur fyrir (+), 1 fyrir +, 2 fyrir 2+, 3 fyrir 3+ og 4 fyrir 4+. 9 18 12 7 13 4 8 14 15 18 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 DFA (+) DFA + DFA 2+ DFA 3+ DFA 4+ HFec (+) HFec + HFec 2+ HFec 3+ HFec 4+ Fj öl d i s au rs ýn a Fjöldi sýna jákvæð bæði með DFA og HFec Mynd 5. Fyrirgjöf í plúsum á þeim saursýnum sem voru jákvæð fyrir blóði bæði með DFA og HFec, alls 59 sýni. Grein / blóð í saur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lífeindafræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.