Tímarit lífeindafræðinga - jul. 2006, Side 45
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 45
Félagsmál /aðalfundur MTÍ 2005
Skýrsla stjórnar MTÍ
flutt á aðalfundi 16. apríl 2005
Aðalfundurinn var haldinn á Grand
Hótel. Kristín Hafsteinsdóttir formað
ur MTÍ setti fundinn og tilnefndi
Eyglóu Bjarnardóttur fundarstjóra og
Kolbrúnu Káradóttur fundarritara.
Kristín flutti síðan skýrslu stjórnar
fyrir starfsárið 2004 – 2005.
Skýrsla stjórnar
Samvinna félaga
Það sem einkenndi liðið starfsár hjá
okkur í MTÍ var samstarfsvilji margra
aðila og þar af leiðandi - samvinna.
Stjórn félagsins hefur verið mjög virk,
svo virk, að „elstu félagsmenn“ muna
ekki eftir jafn áberandi samvinnu jafn
margra eða virkni jafn margra stjórnar-
og nefndarmanna.
Við höfum líka verið mjög sam
vinnufús innan SIGL þar sem félögin
hafa öll notið góðs af nærveru hvers
annars, við störfum fúslega innan
Samtaka heilbrigðisstétta og ekki
vorum við minna samvinnufús innan
BHM við gerð nýrra kjarasamninga:
Samkomulagsins. Nýir kjarasamningar
voru gerðir í samvinnu 22 félaga
innan BHM og framundan eru sameig
inlegir stofnanasamningar. Þau „sem
standa í stappi“ fyrir félögin hafa
snúið bökum saman og hafið sókn í
stað varnar gagnvart fjármálaráðuneyt
inu sem stundaði stíft aðferðina „að
deila og drottna“ á meðan félögin
sátu hvert með sitt vandamál bend
andi á það sem betur fór hvert hjá
öðru. Nú stefnum við að jöfnun kjara
meðal félaga (og einstaklinga) í öllum
samningum.
Flutningur námsins
Samvinna okkar innan félagsins og
við Félag geislafræðinga skilaði okkur
loksins í læknadeild Háskóla Íslands
ásamt geislafræðingunum. Til varð ný
skor í læknadeild: Lífeinda- og geisla
fræðiskor. Stefnt er að því að fylgja
Bologna-samþykktinni í þessari nýju
skor þannig að grunnnámið verður 3
+ 1 ár með möguleika á 3 + 2 árum til
meistaraprófs. Flutningur námsins er
gæfuspor fyrir okkur ekki síst á
þessum tíma þegar verið er að sjóða
saman Lög um lífeindafræðinga á
Alþingi. Umsagnir HÍ og annarra sem
vita af flutningi okkar þangað hafa
áreiðanlega verið þung lóð á vogar
skál okkar.
Nafnið lífeindafræðingur
Já, á meðan ég man: Við fundum
nafn á stéttina! Liggjandi niðri í
skúffu!!! Búið að liggja þar í nokkur
ár. Nafninu var fagnað á öllum stöðum
sem það var sent á til umsagnar.
Nafnið lífeindafræðingur hefur þann
kost að enda á -fræðingur sem vísar til
háskólamenntunar frekar en –tæknir
og orðið lífeind er þýðing á Biocule
sem er smá eining í lifandi vef. Við
stefnum að því að stofna Félag líf
eindafræðinga upp úr Meinatæknafé
lagi Íslands við fyrsta tækifæri.
Það var Jónína Jóhannsdóttir sem
starfar á Erfða- og sameindalæknis
fræðideild LSH sem hafði lagt þetta
nafn til um það leiti sem yfirmaður
hennar Jón Jóhannes Jónsson stofn
aði fyrirtækið Lífeind. Á þeim bæ er
orðið lífeind gamalt orð og tungutamt
en við hin þurftum allt frá 5 mínútum
til 12 klukkustunda til að venjast því.
Kosið var um nafnið og hlaut það
„Sovét-kosningu“. Tilkynntum við
það þá ýmsum aðilum sem fögnuðu
því allir sem einn.
Til þess að geta breytt nafni félags
ins höfum við verið að bíða eftir
nýjum Lögum um lífeindafræðinga
sem liggja fyrir Alþingi en fæðing
þeirra var erfið því margir og ein
kennilega öflugir aðilar vilja ekki leyfa
okkur að njóta þess að bera ábyrgð á
eigin störfum. En Heilbrigðis- og trygg
ingamálaráðherra er að reyna að skila
okkur réttlátari lögum en gilt hafa um
meinatækna.
Starfsmat og kjör
Skrifstofa starfsmannamála á LSH
segist líka hafa vilja til að bæta kjör
okkar félagsmanna á LSH til samræmis
við kjör sambærilegra stétta. Þetta
hefur hingað til einungis verið viljayf
irlýsing sem er þó meira en fengist
hefur hingað til.
Stefna nútíma atvinnurekenda er
sú að gera starfsmat fyrir hvert starf,
festa á það verðmiða og ráða fólk eftir
því. Þeir tala um að þá þurfi ekki
þessa leiðinda samninga og að kjarafé
lögin muni líða undir lok. Það var
einmitt vegna slíkrar framkomu að
stéttarfélögin urðu til! Þegar þeir gátu
ákveðið hvað þeir vildu borga fyrir
hvert starf og engu varð breytt eftir
það nema þá langaði til þess. Þegar
Háskóli Íslands fór nýlega í þrotlaust
starf við að gera starfsmat fyrir starfs
menn sína innan Stjórnsýslu- og þjón
ustustarfa eingöngu, kom í ljós að
meinatæknar eru skilgreindir sem
þjónustustétt ásamt símavörslu og
ræstingum í starfagreiningu Hagstofu
Íslands. OG ef það er ekki nægilega
móðgandi skal á það bent að í starfs
mati fyrir þjónustugreinar komum
við sérstaklega illa út vegna þess að
við mælumst ekki með vel unnin þjón
ustuhlutverk! Við verðum því að fara
í það verkefni að fá skilgreiningu á
störfum okkar breytt hjá Hagstofu
Íslands.
Nýir kjarasamningar voru gerðir
til skemmri tíma en áður hefur þekkst
og eru í rauninni einungis breyting á
tveimur köflum í samningum allra
félaganna 22 sem gerðir voru árið
2001 enda eru samningar félaganna
oft mjög líkir. Það sem er nýtt, er vilji
félaganna til að sameina 15 mismun
andi launatöflur og gera sameiginlega
stofnansamninga. Félagið okkar
kemur mjög vel út í þessu samstarfi
en það reyndi á félagsþroska annarra
félaga sem bjuggu ekki við jafn bág
kjör og við.