Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 4

Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 4
140 FREYJA X. 6- /• r 1] Stutt yfirlit yfir sögu kvennréttindamálsins. V J Gætnir verzlunarmenn líta jafnan eftir ástandi verzlunar sinnar viö hver áramót, til þess að vita hvern veg henni hefir þokað yfir áriö, fram eða aftur, eða staðið í stað. Allir sem eitthvað hafa fyrir stafni œttu og að gjöra hið sama. Þess vegna hafa foringjar jafnréttismálsins ekki einungis gjört upj> reikninga sína um síSustu áaramót fyrir áriö sem lei'ð, heldur og einnig gefi'ö stutta skýrslu yfir framfarir þess yfir meira en hálfrar aldar skeiö. Skýrslan er sem fylgir: Fyrir 70 árum sföan höföu konur hvergi atkvæöi í nokkr- um málum, nema í mjög takmörkuðum skilningi í Svíþjóð og nokkrum öörum stööum í Evr. Ariö 1838 fengu ekkjur, sem áttu börn á skóla aldri, atkvœöi í skólamálurn í Kentucky. Ariö 18^0 fengu giftar og ógiftar konur atkvœöi í skólamálum í Ontario, ellefu árum seinna veitti Kansas öllum konum sínunr sönru réttindi. 1862 veitti Svíþjóö konum atkvæ'ði í sveita- málum. Dærni Svía fylgdi N.S. Wales nmm árum seinna n. 1. 1867. A Englandi fengu einhleypar konur og ekkjur atkv. í sveitamálum 1869, samskonar réttindi ööluöust allar konur í Victoría, og Wyoming veitti þá og öllu kvennfólki innan sinna vébanda fullkomin þegnréttindi. Ariö 1871 fengu konur í V. Australíu atkv. í sv.málum, konur í Michigan og Minnesota í skólamálum 1875. í Colora do áriö eftir og 1877 á Nýja Sjálandi. Sömu réttindi fengu konur í New Hainpshire og Oregon 1878, í Massachusets 1879 og 1880 í N.York og Vermont. Sama ár veitti S. Australía konum atkv. í sveitamálum. Skotland veitti einhleypum konum og ekkjum atkvæöi í sveitamálum, sama ár veitti Island einnig ekkjum ogógefnum konum atkv. í sveita og'kyrkjumálum. Nebraska veitti konuin atkvæöi í skólamálum 1883, Ont- ario og Tasmanfa í sveitamálum I884 og N. Sjáland og N. Brunswick 1886. Ariö 1887 fengu konur atkvæði í sveitamálum í Kansas,

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.