Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 6

Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 6
142 FREYJA X. 6-7. kvenna í sveitamálum,—-uppástungu gjöröa af náunga, sem cetlaöi me.ö henni að jafna prívat sakir sínar við kvennfólkið. Ariö 1902 veittu sambandsríkin í Australíu kvennfólkinu full þegnréttindi, og N. Suöur Wales veitti og konum þegn- réttindi innan ríkistakmarka sinna, og Island veitti ekkjum og Ógiftum konum kjörgengi í þeim málum er þœr áður höföu at- kvæði í. Arið 1903 fengu konur í Kansas séreignarrétt, Tasmanía veitti konum þá full þegnréttindi, sama gjöröi Queensland tveim árum seinna (1905). 1906 fengu konur á Finnlandi fullkomin borgaraleg rétt- indi aö kjörgengi til allra opinberra embœttameötöldu. A síðasta ári (1907) vann kvennréttindamáliö sigur á 5 stöðum og suma þeirra svo stórmerkilega að fáir eru betri. Noregur veitti konum borgaraleg réttindi, Svíþjóö veitti þeim kjörgengi í sveita og bæjamálum og Danir rýmkuðu mikiö um hag þeirra. Einnig veittu Englendingar þeim kjörgengi í bæja og sveitamálum og jafnvel Rússar veittu landeigandi konum atkvæði við þingmannakosningar. Þess er og vert aö geta, aö sigur sá sem kvennfókiö á Englandi vann síðasta ár vannst ekki, með herkjum eða af neinni tilviljun, því á móti tillögunni um kjörgengi kvenna í framannefdum greinum voru í neðri deild þingsins, sem hef- ir yfir 700 atkvæðum að ráöa, einungis 15 atkvœði. Og þó mikið vantaöi á aö öll atkvæði kœmu til sögunnar, fór þetta mál samt í gegn með svo stórum meirihluta, aö slíks eru fá dœmi. I lávarðadeildinni hafði það einnig stórann meiri hluta. Skýrslur þessar eru að mestu teknar eftir ,,The Wom- an's Journal“ og hygg ég þœr svo áreiöanlegar sem auðið er aö ná þeim, úr svo inörgum og fjarlœgum stöðum, Síðustu fréttir benda til þess, aö Michiganríkið muni innan skaimns veita konum jafnrétti, Jiareö þinginu hefirver- ið ráðið til að nema burt úr lögum ríkisins orðið , karlkyn, ‘ af nefnd, sem fjallar um Joað mál. Allar líkur til aö þingiö aöhyllist tillöguna. Þannig heilsar áriö 1908 oss. ------0———

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.