Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 9

Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 9
X. 6-7. FREYJA 145 ftrfðasjúkdónia 0. íl. En þaðsem gjörir móðurina og móðurnafnið veglegt, er fyrirhygggja liennar og barátta hennar fyrir vellíðun afkvæmis síns. Að skilja ábvrgð sína gagnvai t afkvæmi sínu og fullnægja þeirri ábyrgð, er móðurinnar helgasta skylda. 0g því betursem hún skilur þessar skyldur og fullnægir þeim, því betri móðir er og vei ður hún. Og það þó að fullnæging þeirrar skyldu kosti það, að maðurinn skilji við hana, þá samt gjörir hún réttara ogsýnir meiri manndóm ogsannari móðurást en með því, að ciga börnin fyrirhyggjulaust og horfa á þau svelta og ganga á mis við alít eða flest, sem útheimtist til þess að þau geti orðið að nýtum mönnum og konum. Tökum málið frá annari hlið, Höf. téðrar greinar lætur kon- unakomast að þeirri mjög svo þægilegu niðurstöðu að hún sö til þess eins í heiminn kominn, að viðlialda mannkyninu og fyrir því hikar hún við að taka sæti við hlið mannsins oggefa sig við stjórn- arstörfum heimsins, þó hún hafl aldrei hikað við að leysa afjhendi livers konar stðrf sem fyrir koma svo sem verkstæðavinnu, heyv. vallarávinnslu, fiskhreinsun, sauma og þvotta í útigönguvinnu, og er þóvarla hægt að segja, að nokkuð af þessu heyri sérsftaklega undir móðurstöðuna. En elckert af þessu hefir karlmönnununi þótt keppikefli 0g þess vegna var ekkert athugavert við að lofa konum að gjöra það! Þá þurftu konurekki að hika við og hugsa um, hvort þeim ekki væri ætlað annað hlutverk í heiminun ! 0 nei. En karlmaðurinn hefir fyrir löngu síðan komist að þeirri heppilegu niðurstöðu. að hann sö til orðinn til þess að STjÓRNA mannkyninu. Setjum svo að karlm, kæmu sér saman um að gjöra ver,kfall í hinum minna áríðandi störfum, svo sem til dæmis að taka, hluttöku þeirra í viðhaldi mannkynsins. Hvernig skyldi konunum ganga að levsa af hendi þctta aðal ætlunarverk sftt í heiminum, sem verður svo stórt í augum gr, höf. af því að þær EINAR eru því vaxnar að konan má ckkert annað gjöra? Drottinn dýr! Ilvað skyldi ætla að vorð.i úr rökfræði prests- ins/ Eg býst nú reyndar við að presturinn þori að taka karlmenn- ina í ábyrgð fyrirþess konar verkfalli, svo ekki þurfi að gjöra ráð fyrir því. En setjum svo að þeim dytti í hug að gjöra verkfali í öllu öðru fyrir þá sök, að drottni almáttugum hefði þóknast að búaþá þannig út. að ÞEIR EINIR ættu þann hlut að viðhaldi mannkynsins, scm engir aðrir gætu fullnægt, án hvcrs mannkynið liætti að vera til, og vegna þessarar guðdómlegu köllunar mættu

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.