Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 7

Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 7
X. 6-7. FREYJA 143 Að búa til múrsteina án efnis. Þcgar ég las greinina: Réttindi iývenna og mesning heims- ins í nóv. nr. Breiðabliks minnti hún mig á sögukafla þann i biblí' unni, er Egyftar heimtuðu múrsteinana af Israelítum en létu þeim þó ekki í té hálminn sem múrsteinsgjörðin útheimti. Ekki minn- ist ég þess, að kristnir menn hafi kallað þetta sanagjarna kröfu af hálfu Egyfta á hendur Israelsmönnum Og þó gjöra ríki og kyrkja samskonar kröfu til mæðranna, þar sem það ætlar þeim að vernda heimilið og ungdóminn án þess að hafa minnsta rétt yfir sör eða honum ogekkert vald, gagnvart þeim, sem þær eiga að vernda börnin og heimilin fvrir. Við fyrri hluta téðrar groinarer ekkert að athuga, allt þangað til höf. lætur konuna fara að hugsa um það: „Hvort henni sé ekki ætlað að leggja einhvern sérstakan skerf til heimsmenningarinnar, sem hún ein getur Iagt til og byggist á kvennlegu eðlisfari henn- ar?“ Höfundurinn lætur hana komast að þeirri niðurstöðu, að svo sé, og að þetta ætlunarverk hennar sé auðvitað það, að vera móð- ir. Að konan eða greinarhöfundurinn f hennar stað, skyldikom- astað þeirri niðurstöðu, að konan væri ei n a mannskepnan, sem gætl leyst það ætlunarverk náttúrunnar af iiendi, að vera móðir, er reyndar ekki svo undarlegt. Til þess hefði hvorki átt að þurfa prófessor nö langan umhugsunartíma. En að það þuríi að koma f bága við jafnréttiskröfur kvenna eða það á nokkurn hátt gjöri það, er með öllu óliugsanlegt öllum þeim, sem sjálfir hafa reynt hvað það er, að vera ábyrgðarfullar mæður, já, og öllum sann- gjörnum mönnum, því af eigin reynzlu vita þeir, að til þess að geta gjört sitt b e z t a í einu eða öðru, verða þeir að hafa algjör- iega fríar hendur. Reynzia liðinna og yfimandandí tíma sýnir, að konan hefir gjört margt fleira en að vera móðir. Sú reynzla sýnir og, að jafnvel drottningar eru og hafa verið mæður, tökum t. d. Victoríu drottningu, sem ekki einungis var móðir, heldur og fyrirmyndar móðir, og aðsú æðsta staða sem heimurinn gat veitt henni kom alls ekki í bága við það, lieldur léði hún móðurástinni vængi getunnar til að framfylgja eðli sínu. Það, að móðureðli konurinar komi á nokkurn hátt í bftga við hluttöku heninar í stjórnmálum er svo fjarstætt, að þí fyrst er kon-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.