Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 35

Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 35
X. 6-7. FREYJA 17 r Skyldum viö heyra til hans? Hvaö mér þykir vœnt um aö ég kom, og nú lítur hann hingaö. Þetta er hans fólk —■ fólkiö meö fánana. Barón, hinn heilagi faöir, páfinn er farinn og David Rossi œtlar aö ávarpa fólkið. Þei- hljóð!“ VII. ,,Bræöur!“ sagöi rödd hálf óstyrk af geðshrscringum en þýö, eins og móöurinnar sem vandar um viö barniö sitt. ,, Þeg- ar Kristur reiö inn til Jerúsalem þyrptust til hans haltir, Og blindir og sjúklingar af öllum tegundum og hann læknaöi þá. Enn þá eru mennirnir haltir og bíindir en fulltrúi guös á jörö- unni fer fram hjáþeim ogsér þá ekki. “ Gegnum mannþröngina fór hljóölaus kliöursemá stórum leikhúsum er títt þegar manngrúinn er í þann veginn að láta íþróttamanninum ánægju sína í ljósi meö hávœrö og lófaklappi. ,,Bræöur! I smábœ einum í austurlöndum fœddistkenn- arinn mikli og sú eina bœn, sem hann kenndi var: Faöir vor. I þessari einu bœn voru sameinaðar allar mannsins brýnustu þarfir og helgustu vonir. En meistarinn lét sér ekki nægja meö ;tö kenna þannig, heldur breytti hann samkvœmt þeirri kenn- ingu. Allir menn' voru systkini hans, heima átti hann hvergi og einungis eina yfirhöfn. Væri hann sleg'inná hægri kinn- ina, bauð hann þá fram hina vinstri og þegar hann var rang- lega kœrður, kvartaöi hann elcki. Síðan þetta. skeöi eru igoo ár. Fátœki kennarinn er oröinn a'ð spámanni, heimurinn til- biöurhann og ofaná þá undirstöðu er hann lagði, byggir hinn siðmenntaði heimur kenningakerfi sín. Vroldugasta kyrkja heimsins kennir sig viö hann og konungarnir krjúpa á fótskör lians, en hvað hafa þeir gjört viö kenningar hans? Hann sagði: .hefniö yöar ekki, ‘ og þó képpast allar kristnar þjóöir viö að vígbúa sig. Hann sagði: safniö ekki fjársjóðum þeim er mölur og ryð fá grandað,1 og þó eru ríkustu menn heims- ins kristnir og kristna kyrkjan sjálf auðugust allra stofnana. llann sagði: ,Faðir vor þú sem ert á hiinnum, ‘ og þó skiftist inannkyniö, sem œtti að elskast eins og börn hiris sama föö- ur, í ríki, sem hata hvertannað. Hannsagöi: ,Til komi þitt ríki, veröi þinn vilji svo á jöröu sern á hiinni, ‘ og þó eru þeir sem vona að þetta verði, kallaðir sérvitringar ogfábjánar!“

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.