Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 39
X. 6-7.
FREYJA'
i75
á enniB, settisl svo h]á henni og tók báöar Rendur hennar í
sínar. Var henni þá allri lokiö. ,,Ég býst við aö þaö sé út1
um mig, “ sagöi hún lágt og tár hennar heit .og stór hrundu of-
an á hendur hans.
,.Veriö rólegar, enginn veit hvaö næsti dagur færir meö
sér. Máske líka aðinnan skamms auðnist mér aö hreinsa mann-
orö yöar til fulls. Róma leit upp og í gegnum táramóöuna á
borðplötunni sá hún myndina af kastalanum í Albonhoeöunum
og skyldi. ,,Þér verðið aö losa yður við þenna mann Brúnó. “
,,Ég skal, égskal! ég skal!“ sagði Róma og í svarinu lá óút-
segjanleg beiskja, því hún var viss um að það sem Rossi sagði
um hana, heföi hann frá Brúnó og að þessir tveir menn hefðu
haft hana fyrir umtalsefnj. ,,Ö, ég goeti drepið hann!“sagði
Róma. ,,Hvern, Brúnó?“ —,,Nei, David Rossi. “ —,,Ver-
ið rólegar, honum skal verða hegnt. “ —,, Hvernig? “ —Hann
verður kærður fyrir landráð, því þó manni leyfist að illmæla
ráðaneytinu, líðst .engum manni að spá um fall konungsins.
Nú hefir hatin farið feti of langt ug fyrir það skal hann fara
til St. Stefano.“ •—,,Og hvaöa gagn erað því?“-—, ,Það þagg-
ar niður í honum, eyðileggur hann.‘ ‘ —, ,Haldiö þér að yður
takist að þagga niður í þessum manni. meö því aö setja hann
inn?‘‘ sagði Róma og brosti að hugsun sinni. „Hann heíir
svívirt mig og samt er ég ekki svo einföld að draga sjálfa mig
þannig á tálar. Dragið hann fyrir dómstólana og dæmið hann
sekann um landráð eða hvað annað og setjjð hann í fangel$i,
en vitið, að í fangelsinu ver.öur hann meiri en konungurinn í
hásætinu. “ Baróninn þagöi og sneri upp á skeggið, ,, Hvað
mundi það líka stoða mig?“ hélt Róma áfram. ,,Set.fiö þér
hann inn fyrir landráð, segir fólkið að þÉR gjörið það íþefnd-
arskyni fyrir .það sem hann sagði um okkur. “
Baróninn var enn að snúa upp á skeggiþ á-sér • og Róma
héltáfram:
,,Já, hvað svo sem gœti það stoðað mig? Það yrði að
tvíeggjuðu sverði gagn.vart mér. Svívirðingin sem hann
gjörði mér yrði marg endurtekin. fyrst af sœkjanda svo af
verjanda og svo verður það á allra tungu þangað til öll Ev-
rópa hendir það á lofti. “