Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 33

Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 33
X. 6-7. FREYJA 169 ,,En blessaður g’amli presturinn með vetlingana, talnabandið og sællega barns-andlitið?“ ,,Hann er faðir Pifliri frá San Lorenee, skriftafaðir páfans og eini maðurinn, sem veit um allar hans syndir.“ ,,0!“ varð líómu að orði og í því stökk hundurinn hennar upp ineð gelti. varð þágamla prestinum litið þangað og lék góðlegt bros um andlit hans. ,,Og þarna eru munkareglurnar.“ „Já, ég þekki þær allar. Þessi í brúna búningnum er Capuch - deildin og Fransisku munkarnir, þessir í brúna og hvíta búningu- um eru Carmolíta munkar, þessir svartklæddu Ágústínus-reglan, þessir með hvítu og svörtu krossana Passínistar 0g inunkrrnir í alhvíta búningnum eru Trappistar, þá þekki ég bezt af því ég ek svo oftút til Tre Fontana til að kaupa aldini og leika mér að föð- ur Jóni.“ ,,Óttalegt!“ sagði Ameríkumaðurinn. ,,Og hví skyldi ég ekki gjöra það? Hvað þýða einlítiseiðar þeirra? —Ekkert, nema samtök gegn okkur vesalings kvennfólk- inu. Flestir menn sem einhvers eru nýtir og konu gæti langað til uðeiga, eru annaðhvort kvongaðir eða svarnir einsetuinenn, Eg vildi einungis að ég næði til þessara helgu manna, þá skyldum við sjá hvers virði eiðarnir þeirra yrðu.“ ,,Eg býst við þeir óttist meira skrjáfið I millipilsum kvenna en alla leyndardóma guðfræðinnar.1' ,,Þei!“ sagði einhver, og upp til þeirra bárust samhljóma þýðar raddir. Það var Sistena söngflokkurinn að syngja -,,Veni Creator.“ „En hvað þetta er unacslegt. ég get næstum grátið,“ sagði Róina, Svo varð aftur hljótt, fólkið starði áeirhliðið, eins og þar byggist það við að sjá eitthvað yfirnáttúrlegt. Þaðan kom líka páfinn augn- abliki seinna borinn af skrautklæddum munkum í burðarstól með gullkögruðum glitofnum tjöldum. Sjálfur var liann fölur sem nár og þrefalda gimsteina setta kórónan sem tákna átti þrenninguna hefði sómt sér eins vel á marmaralíkneski og honum, svo var hann kyr, að því einu undanskildu, að hægri höndin, sem hann liafði á lofti til að blessa yfir fólkið, titraði við og við. En andlitið var undursamlega góðlegt 0g lýsti djúpsettum gáfum og speki. „Þarna kemur hann, barón, í gyllta stólnuin undir gullkögr- aða tjaldinu al-hvítklæddur. Prelátarnir halda uppi tjaldinu, en burðarmennirnir eru í hárauðum fiauels hné-brókum, Lítið þið baraástóru hvítu fjaðraskúfana,“sagði lióma í ákafri geðsliræringu.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.