Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 44

Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 44
i8o FREYJA X. 6 7. legt, eins og t.d. í nóv, nr. Breiöabliks: „Réttindi kvenna og menning heimsins. “ Jafnvel Hkr. sem fannst kvennfrelsis baráttan á Englandi í fyrra-haust og meöferö lögreglunnar á foringjum liennar hlœgileg og enda makleg, sér ekkert hlœgi- legt viö meöferöina á Mrs, Pankhurst f síðustu fréttum sem hi'in flytur um það mál. Mrs Pankh. er þó ein af foringjum kvennréttindamálsins,—var það í f\'rra og er enn, og þetta upphlaup, sem Hkr. getur nú um, var út úr pólitiskum skœr- um. En nú var Mrs- Pankhurst að vinna fyrir afturhalds- flokkinn. Gjöra má ráð fyrir að liann launi henni liðveizl- una, þegar hún næst sækir mál sitt á náðir ’nans. Þetta leiðir tíminn í ljós, og eins það, hvernig Heimskringla flytur þá þær fréttir. Til skamms tíma var það viðkvœðið hjá þingmönnum vorum og blaðamönnum, að það borgaði sig ekki aö vera kvennréttindamaður, —vœri ekki kominn tímitilþess, ogþað menn, sem prívatlega töldu sig með því. Ritst- Freyju hefir aldrei hugsað um það, hvort þaö borgaði sig eða ekki. Hún hefir verið með því og barist fyr- ir því af því að j>að var og er hennar sannfæring að j:>að sé Gott inálefni, —að það sé œfinlega tÍmi til aö berjast fyrir hverju því málefni, sem til heilla horfi, og að maður eigi að nota tímann til að skapa hugsunarhátt fólksins þeirn málefn- um í vil. Nú er kvennréttindamálið farið að ryðja sér til rúms. Fáir kœra sig um aö vera á móti, og hagfræðingarnir jafnvel farnir aö gefa í skyn, aö það ,,borgi‘ ‘ sig álíka vel að vera með því, eins og að yrkja bindindisljóö, [sjá ritd. um ljóð M. M. í Hkr]. Að j>essi breyting á hugsunarhætti almennings sé ein- göngu Freyju að þakka, dettur mér ekki í hug að segja, En hún á góðan þátt í því, —betri og stærri ef til vill en öll hin vestur- íslenzku blöðin til samans, af j>ví að hún barðist fyrir því, meðan það átti fáa eða enga formælendur, en marga óvini oghefir ávalt haldið því vakandi síðan. Kvennréttindamálið var líka og er aðalmál hennar. Freyja hefir og flutt eina hina ágœtustu sögu í þarfir

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.