Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 36

Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 36
172 FREYJA X. 6-7. „Haltu áfram, hljóö! hljóö!“ hrópaSi fólkiö. .,Dýrmœtust af öllum kenningum Krists, er faöerniguös og bræöralag mannanna. En hér eins og annarstaöar í heim- inum sveltur fólkiö svo konungurinn hafi alls nœgtir og er vér flýjum á náðir páfans—fulltrúa kœrleikspostulans, sér hann einungis þá voldugu en lítur ekki við oss. “ Nú var kliðurinn orðinn að háværum fagnaðarópum, Róma haíði litið undan og svipur hennar lýsti raunablandinni alvöru. ,,Hér í Róm höfum vér tvo konunga,—ríkið og kyrkjuna og allslausa hungurmorða alþýðu. Vér höfum nógahermenn til að slátra oss, nóga presta til að kenna oss að deyja, en eng- ann sem kenni oss að lifa. “ ,,Spilling, spilling!‘‘ hrópaði fólkið. ,,Já, víst er það spilling, bræður. Eða er hér nokkursá er ekki kannist við spillingu stjórnendanna? Muna ekki allir eftir stríðum sem ekki þurftu að eiga sérstað, eftir gjaldþroti banka, sem ekki hefðu átt að verða gjaldþrota? Og þekkja ekki allir ráðgjafa, sem lfða hjákonum sínum aðfitla við almenn mál og fita sig á annara eyðileggingu?“ ,,Þér eruð þó ekki að fara, Róma?“ sagði litla prinsessan háðslega. —,, Mér finnst svo kalt hérna, “ svaraði Róma í málróm, sem fáir er þekktu haria heföu tileinkað henni, svo var hann breyttur. En litla prinsessan hló svo hátt og nap- urtað David Rossi heyrði og misskildi orsökina, enda titraöi rödd hans af ákafa geðshrceringanna er hann tók aftur til máls. ,,Hver yðar hefir ekki séð skrautbúninga hinna útvöldu, —sœllífis blóðsugurnar, sem festa sig á þjóðlíkamanum og sjúga úr honum merg og blóð? Haldið þér að forsjónin hafi hafið þetta land upp úr djúpinu til að sökkva því í svívirðing foreyðslunnar, hræsni og lítilmennsku? Til þess að það skyldi ganga kaupum o^ sölum milli þeirra er skipa œðstu stjórnar- sætiþess og kvenna, sem ekkert mannorðeiga? P'ariþaðsem má, en áður en það skeður skuluð þér heyra aðvörunarrödd eins af sonum hennar. Sú stjórn sem byggð er upp á skrœln- andi beinum bugaðrar þjóðar skal farast, og með henni kon- ungurinn sem líður það og páfinn, sem ekki mótmœlir því!“ I gegnuin óhljóðin sem ræða þessi orsakaði heyrðist hróp-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.