Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 18

Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 18
154 FREYJA X. 6-7. „Hegningin, sem ég fékk fyrir strok-tilraunina, var 4 ár i Kara við Þrælavinnu og 40 keyrishögg. Læknir var látinn skoöa mig ,til aö vita hvort ég þyldi húöstrýkinguna. Ég sa strax, iaö Þeir Þoröu ekki að drepa mig af Því aö ég var pólitísk- ur fangi og ætluðu því aö sleppa viö aö húöstrýkja mig með til- hjálp læknisins. Þeir Þoröu ekki heldur aö láta mig sleppa viö Þessa hegningu, ncma fyrir lögmætar ástæöur — og ein lögmæta ástæðani er heilsubilun, •— svo ekki yröi síðar vitnaö til Þeirrar líknar öðrum konum í vil, sem dæmdar kynnu að verða til sönnt liegningar. Ég mótmælti læknisúrskurðinum laf gagnstæöri á- stæðu. 11.I. til þess annaö hvort aö líða hegninguna, eða þá aö íþessi líkn mér til 'handa gæti einnig oröiö öðrum konum að liöi á framannefndan hátt. Engu aö síður slapp ég viö húðstrýk- inguriia. „í Kara liitti ég 17 konur, sem eins og ég voru ríkisfangar. Þó við byggjum í moldarkofum og yrðum að1 vinna, leið okkur að ýmsu leyti betur en vænta mátti, því nú höfðum v.ið blöð og bækur og jiaifnvel ritföng, og gátum Því fvlgst með tímanum og rætt um framtíð fósturjarðarinnar. „Nokkrum vikum eftir að ég kom til Kara í seinna sinni. sluppu Þaöan 8 fangar (pólitiskir), og skildu þeir eftir stoppuö föt í bælum sínum. Verðirnir létu sér nægja að líta fljótlega inn í klefana og urðu Því ekki varir við skiftin fyr en löngu seinna. Menn þessir komust alla leiö til \dadivostok og sáu hin langþreyðu ameríkönsku skip og komust jafnvel um borð En þar voru Þeir líka teknir og fluttir aftur til Kara. Fyrir Þetta var okkur öllum hegnt. Einn morgu komu vopnaðir, Kós- akkar inn til okkar, flettu okkur klæðum og færðu okkur í faugabúninga, sem skriðu kvikir af pöddum og allskonar smá- kvikindum. Meöan ég lifi gleymi ég aldrei hversu fólkinu brá, Sumurn lá við brjálsemi, og nokkrir reyndu aö granda sér sjálf- ir. Ofan á Þessi fataskifti bættist þaö, að viö vorum öll sett i „svörtu holurnar”. Þær voru beggja vegna við örmjóan gang, 6 fet á annan veginn en 5 á hinn. Á vetrum voru klefadyrnar opnar til þess að ylinn af tveimur litlum hitunarvélum, sem voru sin í hvorum enda gangsins, uridir ofurlitlum gluggaholum, þeim einu, er voru 'i fangelsinu — legði inn i Þá. En á sumrum

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.