Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 31

Freyja - 01.01.1908, Blaðsíða 31
X. 6-7. FREYJA 167 brosti hún glettnislega framan í hann, og svo hlógu þau bæði. VI. Nú heyrðist trumbusláttur, svo Róma hljóp fram á sval- irnar og flestir á eftir henni. ,,Einungis merki um aS skrúö- gangan sé byrjuð“, sagöi Camillo. — ,,Santa dio! þetta er tignarlegt, inig svimar“, sagði Róma, með andlitið ljómandi af ánœgju og aðdáun og bak við hana stóð Amerikum. og hló með henni. ,,En hvað fólkiö er þolinmótt, þarna situr það á baklaus- um stólum og kroppar þurrar brauðkökur eða les blööin. Lít þú á litlu fallegu stúlkuna' hjá unga manninum með Ham- borgarhattinn. Hún býöur honum aö sitja hjá sér á hálfs ann- ars þumlungs bletti“. ,,Ástin tekur lítiö rúm“. ,,Já, víst er það svo. En hvað heimurinn er líka fagur. Þessi guðdómlegi morgun minnir mig á giftingu, glaöa sólskin blóm og kransa, brúöineyjar og ökumaðurinn með hestana og kerruna, ekkert vantar nema brúðurina'1. ,,Kvennfólk dreymir æfinlega um giftingar, það byrjar þá drauma í vöggunni, það virðist liggja í beinum þess“. ,,I beininu er þær fengu frá Adam gamla“, sagöi Róma. Inni var baróninn og gekk um gólf. ,,Svo þér œtlið að taka þenna rnann fastan“, sagði hermálaráðgjafinn. ,,Já, ef hann gefur mér tækifæri'1. ,,Þérgleymið ekki að hann er þingmaður?“ ,,Nei, þaö er einmitt þess vegna að ég gleymi því ekki. Innan þingsalsins er hann friðhelgur. Valdi hann einungis helming þess óróa er hann gjörir utan þinghússins, skulum við sjá hvar hann er staddur“. ,, Anarkistar!“ hrópaði Róma, ,,Hópurinn þarna undir svölunum—er David Rossi þar? Já, hvar. hvar, hvar! Mað- urinn með svarta hattinn, sem snýr bakinu hingað? 0, hví lítur hann ekki við? A ég að kalla?“ ,.Róma!“ sagði prinsessan. ,,Eg læt lfða yfir rnig, þér grípiö mig og prinsessan hljóðar upp, madonna mia! og þá lítur hann við“, ,,Ó barn!“

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.