Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 2
ÚRJÓNSBÓK eftir Jón Örn Marinósson í góöu endurskyni Margt er það og ærið, sem ógnar lífi, heilsu og hamingju okkar á þessum síðustu og verstu tímum sem og á slíkum hinum fyrri í sögu Útvegsbankans, og af þeim sök- um eðlilegt einungis að ég trylltist upp í skaðræðisvein þegar konan kvaðst ekki taka annað í mál og festi endurskinsmerki í frakkann á manni sínum um leið og hún þræddi öryggisnælu í gegnum skinnið þar sem húðin er þynnst yfir herðablaði. Á móti vegur að þeim fjölgar jafnt og skipafélögum sem láta sér annt um höfuðstól ein- staklinga og velferð og eru óþreytandi að ráða okkur heilt og bægja frá þjóðinni hvers konar vá. Ég var enda óhultur um líf mitt, þar sem ég keifaði til vinnu gegnum vetrar- myrkrið með endurskinsmerki á bakinu, og sitlaði um mig vellíðan smám saman þegar dró úr sprittsviða í sári. Bílamir þutu hjá — eins og uppljóstranir Helgarpóstsins — og skvettu á mig forinni, sem er allténd bærilegra en að láta kasta á sig rekunum, hugsaði ég og jafnframt hlýtt til þeirra sem fundu upp endurskinsmerkið. Löngum var það svo í skammdeginu að íslendingar voru ekki á ferli utandyra í myrkri nema þeir væru sauðaþjófar eða afturgöngur að hrella fólk undir kjörorð- inu: „Skemmtilegt er myrkrið!" Nýtt Ijós- meti, breyttir atvinnuhættir og önnur hjá- trú ollu því hins vegar um miðja þessa öld að hlutfall þeirra, sem eru á þani um byggðir og ból í kolsvartamyrkri, jókst til muna enda þótt stórauknar niðurgreiðsl- ur á landbúnaðarafurðum hafi gert sauðaþjófnað lítt eða alls ekkert arðbær- an og dæmið snúist við: sauðirnir steli frá þjófunum í gegnum skattyfirvöld. Þetta varð upphaf að umræðunni um endurskinsmerki. í sjálfu sér hefði þjóðin ekkert haft á móti umræðu um endurskinsmerki, hefðu ekki sérfræðingar í umferðar- öryggi beðið um orðið og — það sem verra er — tekið upp á því ráðþrota að vitna í niðurstöður sænskra rannsóknarnefnda. Ég gekk með þannig mitt endurskinsmerki yfir eymslum á herðablaði, óttalaus og alsæll í umferðinni, uns niðurstaða sænskrar rannsóknarnefndar fékk hárin til þess að rísa á höfði mér og baki. Endurskinsmerki, sagði hún, kæmu að engum notum nema þau væru látin hanga í mjaðmarhæð að aftanverðu. Ég fölnaði eins og verðbréfasalarnir í síðustu viku og greip mig heljar- hrollur. Mér varð hugsað til allra þeirra ökutækja sem hefðu samkvæmt líkindareikn- ingi getað ekið yfir mig, þennan rata á sænskan mælikvarða með endurskinsmerkið uppi á herðablöðum. En konan, sem hefur fundið nýjan tilgang í lífinu eftir að við tókum verðtryggt lán gegnum þriðjamann upp á sex hundruð þúsund krónur, og hugsar um það, vakin og sofin, hvernig öryggi mitt verði best tryggt í umferðinni — þessi góða og fyrirhyggjusama kona sviptist upp úr sæti sínu eins og maður sem notar ekki bílbelti, þegar hann ekur á steinvegg, þreif frakkann minn úr skápnum og nældi endurskinsmerkinu í flíkina á móts við það sem er að aftanverðu í mjaðmarhæð á öllu venjulegu fólki, jafnvel á félögum í sænsku akademíunni. Við önduðum léttar hjónin og ég fann loksins til ósvikinnar sænskrar oryggiskenndar úti á vegbrún í myrkrinu á leið til fundar við forstöðumann ótilgreindrar lánastofnunar, uns kvöld eitt að tilkynnt var í sjónvarpi að ekkert gagn væri í endurskinsmerkjum í mjaðmarhæð að aftanverðu. Gamla rannsóknarnefndin var þá úr sögunni, enda búin að vera að þvælast útí myrkri með endurskinsmerkið á vitlausum stað, og kraftaverk nánast að ég skyldi enn vera lífs til að hlýða á boðskap næstu nefndar. Mér var nú skipað — ef ég hefði „einhvern snefil af ábyrgðartilfinningu gagnvart konu og börnum" — að kaupa tvö endurskinsmerki og næla þeim á hlið sitt hvorum megin í frakkann í mjaðmarhæð. Viku síðar var niðurstaða sænsku rannsóknarnefndarinnar skýrð nánar og undirstrikað að eftir sem áður væri nauðsynlegt að bera endurskinsmerki í mjaðmarhæð að aftanverðu, og enn að nokkrum dögum liðnum var bent á að öryggi vegfarenda væri ekki tryggt nema þeir bæru einnig tvö endurskinsmerki í mjaðmar- hæð að framanverðu og mætti stinga þeim í vasann (sem ég fæ ekki séð hvernig skuldari á að gera með vasana úttroðna af seðlum í fyrstu afborgun). Mælt var jafnframt með endurskinsrönd á yfir- höfnum og skófatnaði. Konan fylgdist af lifandi áhuga með þessum sviptingum í umræðunni um ehdurskinsmerki og fór svo á endum að hringlaði í mér eins og kristalsljósakrónu þar sem ég göslaði á móti rokinu í koldimmu svartnætti að greiða af láninu með endurskinsrendur á skálmum, ermum, stresstösku, lúffum og lambhúshettu. Fyrsti ökumaðurinn, sem varð á vegi mínum undir miðnætti þetta kvöld, hélt hann sæi draug, þegar ég birtist í Ijósgeislanum, missti stjórn á ökutækinu og tókst naumlega að sneiða hjá mér en ekki símastaur. Þetta dæmi sýnir að enn er mörgum spurningum ósvarað í umræðunni um endurskinsmerki. Þannig hefur ekki ver- ið kannað til hlítar hvort riddarakross, stórriddarakross og stórriddarastjarna geti komið í staðinn fyrir endurskins- merki þegar svo háttar til að opinberum veislum lýkur ekki fyrr en eftir myrkur og illmögulegt að ná í leigubíl eins og oft vill verða úti á Álftanesi. Prestar hafa lagst gegn því að þurfa að næla í hempu sína hringlaga glitmerkjum að aftan og framan og á hlið; segja að örlög sín séu í drottins hendi, sem er reginmisskilningur því að örlög þeirra eru í höndum sóknarnefnda svo sem kunnugt er. Kirkjumálaráðuneytið hefur lagt til við umferðaröryggisráð að það láti hanna krosslaga endurskinsmerki á hemp- ur og jafnframt sjálflýsandi prestakraga handa þeim klerkum sem nota hvorki „gloss" né eyrnalokka. Þá hafa ýmsir einstaklingar mótmælt þeirri fullyrðingu að þeim sé best borgið ef þeir noti endurskinsmerki. Háværust hefur andstaðan orðið á svo- nefndu „svörtu svæði" þar sem vegfarendur ganga til iðju sinnar undir kjörorðinu: „Hermannlegt er myrkrið!" Framámenn af ýmsum toga hugleiða nú réttmæti þess- ara mótmæla og hvort ástæða sé til að láta glitta í alla þá sem eru seint á ferli. Á meðan nota börnin öll endurskinsmerki og syngja í slæmu skyggni: „Okurkarl, okurkarl, hvar ert þú? Hér er ég, hér er ég. Góðan daginn, góðan daginn." Pólitískt plott útvarpsstjóra og fréttastjóra sjónvarps? BU0U AÐEINS FLOKKSBRÓÐUR SÍNUM AÐGANG AÐ BESTA AUGLÝSINGATÍMANUM sem var skeytt inn í útsendingu fró krýningu Hólmfríðar Karlsdóttur á föstudagskvöld — í fyrsta sinn sem dagskrórliður er rofinn fyrir auglýsingar í sjónvarpinu Samband íslenskra auglýsinga- stofa, SÍA, ákvað á félagsfundi sín- um í fyrradag, þriðjudag, að senda Markúsi Erni Anlonssyni útvarps- stjóra, harðort mótmælabréf þar sem sú ákvörðun hans og Ingva Hrafns Jónssonar fréttastjóra sjón- varps um að veita aðeins einni aug- iýsingastofu aðgang að sérstökum auglýsingatíma á síðasta föstudags- kvöldi, væri fordæmd og þess kraf- ist að óréttlæti sem þetta myndi ekki endurtaka sig. Málavextir eru þessir: Eins og mönnum er kunnugt hefur sjórivarp haft það fyrir vana allt frá því að það hóf starfsemi sína að senda ekki út auglýsingar nema í sérstaklega af- mörkuðum auglýsingatímum milli dagskrárliða. Út af þessari venju var brugðið í fyrsta sinn í sögu sjón- varpsins á síðastliðnu föstudags- kvöldi. Útsendingin á vali og krýn- ingu fegurstu konu heims í Royal Albert Hall í Lundúnum, Hólmfríö- ar Karlsdóttur, var rofin í tvígang og þar skeytt inn auglýsingum frá hin- um ýmsu fyrirtækjum landsins. Allar þessar auglýsingar voru aðeins frá einni auglýsingastofu. Hún hefur aðsetur í Reykjavík og er 2 HELGARPÖSTURINN í eigu og undir stjórn Olafs Stephen- sen, sem jafnframt er núverandi for- maður Sambands íslenskra auglýs- ingastofa, SÍA. Helgarpósturinn hef- ur það staðfest, að ákvörðunin um að skeyta auglýsingum inn í þennan dagskrárlið hafi verið tekin á fimmtudagskvöld af þeim Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra og Ingva Hrafni Jónssyni nýbyrjuðum fréttastjóra sjónvarps. Þeir munu jafnframt hafa tekið þá ákvörðun að hleypa aðeins einni auglýsingastofu að með auglýsingar sínar á þessum tíma sem menn úr geira auglýsinga- gerðar telja vera einhvern þann besta sem lengi hefur verið völ á i þessum sterka auglýsingamiðli. Þetta mun í ofanálag vera í fyrsta skipti sem fréttastjóri sjónvarps grípur fram fyrir hendur auglýs- ingastjóra stofnunarinnar. Eins hef- ur það aldrei gerst áður að útvarps- stjóri i samráði við fréttastjóra hafi tekið svona stóra ákvörðun um þann hátt sem stofnunin hefur á út- sendingum auglýsinga í miðlinum. Olafi Stephensen, sem er fiokks- bróðir Markúsar og Ingva Hrafns og jafnframt málkunnugur þeim báð- um, var boðinn þessi auglýsingatími strax á fimmtudagskvöldið, og þáði hann auðvitað strax. Þessi formað- ur SIA vissi það hinsvegar ekki fyrr en seint á föstudagsmorgni að það væri aðeins hans stofa sem hefði fengið aðgang með auglýsingar að þessum dýrmæta tíma. Hann mun þá þegar hafa verið búinn að setja allt í gang til þess að bjóða við- skiptavinum sínum mínútur inni í fyrrnefndum dagskrárlið. í sjálfu sér var ekki snúið aftur með það. Strax eftir útsendingu þáttarins um Ungfrú heim, braust út megn óánægja meðal félaga í SÍA um það hvernig að þessum auglýsingatíma var staðið. Það fyrsta sem menn fundu var auðvitað pólitískur fnyk- ur af þessu máli eins og heimildar- menn HP innan og utan SÍA komast aö orði. ,,Ég vil ekkert segja um það hvaða hvatir kunna að hafa legið bak við þessa ákvörðun útvarps- stjóra," segir Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri SÍA við Helgar- póstinn. Hún staðfestir hinsvegar að strax á mánudag hafi verið ákveðið að halda félagsfund í sambandinu um þetta mál. Meðal þeirra sem mættu á hann var Ólafur Stephen- sen og hefur HP fregnað að hann ásamt öllum öðrum félagsmönnum á fundinum hafi tekið undir þá áskorun að senda útvarpsstjóra harðort mótmælabréf, vegna eðlis þessa máls. „Við sjáum síðan hvað setur með hvernig þessum málum verður háttað í framtíðinni," segir Sólveig Ólatsdóttir. Að hennar sögn var einhugur á fundi SÍA í fyrradag: „Okkur finnst það í fyllsta máta óeðlilegt að aðeins sé haft samband við einn aðila þegar ákveðið er í fyrsta skipti að skeyta sérstökum auglýsingatíma inn í dagskrárlið í sjónvarpinu." Helgarpósturinn bar framan- greint undir Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra. Hann sagði meðal annars: „Það var ekki fyrr en úrslit- in í keppninni lágu fyrir á fimmtu- dagskveldi að við ákváðum að kaupa prógrammið til sýningar kvöldið eftir. Þá var þegar sýnt að þessir auglýsingatímar voru inni í því og ákváðum við að gera könnun á því strax á stundinni hvort við myndum geta selt auglýsinjgar í þá. Við höfðum samband við Ólaf út af því að hann hefur haft náið við- skiptalegt samband við sjónvarpið um margra ára skeið. . .“ — Hefur þetta ekkert med póli- tískar skodanir manna ad gera? „Pólitík! Nei, nei, nei, enda hef ég ekki hugmynd um hvaða skoðanir einstakir menn í þessum auglýs- ingabransa hafa. Málið er einfald- lega þetta: Sjónvarpið getur ekki og má ekki vera háð bírókratíu og kvóta einhverra auglýsingasamtaka úti í bæ. Ef það þarf að fylla auglýs- ingatíma í snarhasti, eins og í þessu tilviki, þá er vonlaust að ætla sér að fara að hringja í allar stofur bæjarins til þess að gefa öllum tækifæri. Það bara gengur ekki.“ HELGARPUSTURINN Ábending til rannsóknar- lögreglunnar Þjóðín heimtar þáttaskil þessa okurfaralds. Það er kominn tími til að taka Jónas Haralz. Niðri.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.