Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 17
'mssBm fMmmi MbSim V- - - Blm.: Lentirðu sjálfur í þessu á unglingsárun- um? Valdimar: Nei, ég get varla sagt það. Ég hafði visst aðhald frá skólanum og fjölskyldunni. Blm.: Þú ert ugpalinn í Reykjavík? Valdimar: Já. Ég bjó á Miklubrautinni þar til ég var sex ára, þá hjólaði ég á undan bíl mömmu og pabba upp í Álftamýri þar sem ég bjó í tólf ár. Þegar ég var tólf ára fór ég í sveit til Villa í Kross- bæ rétt fyrir utan Hornafjörð, hann er einhver heilsteyptasta manneskja sem ég hef á æyi minni kynnst. Ég var hjá honum í þrjú sumur. Ég er alltaf að sjá betur og betur hvað sá tími hefur haft rosalega góð áhrif á mig sem ungling. Ég rýf tengslin við borgina og lendi uppi í sveit og kynnist þar raunverulegu lífi. Það var ómetan- legt að fá að vinna eins og maður, fá ábyrgð sem manneskja, finna að maður yrði að liði, ekki bara einhver ónytjungur úti í bæ, landeyða og aumingi. Ég væri allt öðru vísi í dag hefði ég far- ið á mis við þessa reynslu. Fram að því hafði ég verið bara svona venju- legur strákur í kábojleik sem sendi „dýrlingn- um“ bréf þegar ég var tólf ára og spurði hann að því hvernig maður færi að því að verða leikari. Ég fékk senda mynd af honum sem á stóð skrif- að: Best wishes. Ég var voðalega upp með mér fyrsta klukkutímann en svo fattaði ég að þetta var fjölfaldað. Þá varð ég svolítið spældur. Bhn.: Varstu þá staðráðinn í því að verða leik- ari frá því að þú varst smápatti? Valdimar: Nei, ég get ekki sagt það. Þegar ég var strákur reyndu ég og vinir mínir að sviðsetja alla okkar leiki. Þegar við vorum í fótbolta vor- um við á Wembley, þetta var að mörgu leyti leik- hús fyrir okkur. Svo fór ég í MH og þá datt leik- listaráhuginn upp fyrir að mestu, ég tók að vísu þátt í nokkrum skólasýningum en það var meira fyrir félagsskapinn. (Horfir á Öskjuhlídargeym- <ana út um gluggann.) Þessum andskotans borg- aryfirvöldum hefði verið nær að leysa húsnæð- isvandamál Leiklistarskólans með því að leyfa okkur að nota gömlu heitavatnsgeymana í stað þess að rífa þá! Tilfinningaleg yfir- þyrming Blm.: Á hverju hafðirðu mestan áhuga í menntaskóla? Valdimar: Þegar ég byrjaði í skólanum var vinstri bylgjan að líða undir lok. Það var einn og einn sem enn reifst um hvort byltingin ætti að vera blóðug eða ekki. Ég pældi lítið í hreinni pólitík, fannst mest gaman að félags-, sál- og mannfræði. Svo kynntist ég strák sem hafði unnið á Kleppsspítalanum og krökkum sem höfðu verið skiptinemar í útlöndum. Þau höfðu öll eitthvað dularfullt og spennandi í augunum. Ég ákvað að prófa þetta hvort tveggja og vann á Kleppsspítalanum eftir stúdentspróf og fór sið- an til Costa Rica og var þar í hálft ár sem skipti- nemi að læra spönsku. Síðan ferðaðist ég ásamt vinkonu minni í gegnum nokkur Mið-Ameríku- ríki: Honduras, Guatemala, Nigaragua, Mexíkó, og síðan ferðaðist ég einn á puttanum gegnum Bandaríkin til New York. Blm.: Var það ef til vill á þessum suðrænu slóðum sem áhugi þinn á leiklistinni vaknaði fyrir alvöru? Valdimar: Já, hvort hann gerði. Ég var í því að viða að mér alls konar reynslu. í Mexíkó fór ég svo á leiklistarhátíð ásamt vinkonu minni. Við smygluðum okkur inn og fengum allt upp í hendurnar: miða á leiksýningar, matarkort. Mexíkó gengur út á svona svindl. Þarna sá ég leiksýningu hjá Lindsay Kemp tilraunaleikhús- inu í Bretlandi. Hún var ofboðslega expressíf og kraftmikil og hafði ótrúlega sterk áhrif á mig. Mér fannst þetta alveg rosaiega spennandi. Þá tók ég þá ákvörðun að nú skyldi ég fara heim og sækja um inngöngu í Leiklistarskólann. Þessi ákvörðun kom mjög skyndilega yfir mig og síð- an sannfærðist ég æ betur um að það var ein- mitt þetta sem mig langaði mest til að gera, að verða leikari. Blm.: Þessi ákvörðun var þá meira í átt við til- finningalega yfirþyrmingu en yfirvegaða ákvörðun? Valdimar: Einmitt! Þegar ég lauk við menntó hafði ég ákveðið að slappa af, gera hina og þessa hluti sem mig hafði langað til að gera. Svo léti ég bara ákvörðunina koma yfir mig og ég var svo heppinn að hún lét ekki á sér standa. Ef maður tekur leiklistina alvarlega er hún alveg ótrúlega fjölbreytt. Þetta er ekki bara að ganga inn á svið og leika, það er gjörsamlega allt inni í þessu. Þú ert að leika einhverja manneskju sem hefur lent í hinu og þessu. Þér dettur kannski í hug: Af hverju fer ég ekki og prófa að spila golf? Svo fer ég og spila golf og kemst að því að það er eitthvað í golfi sem gefur mér eitthvað í viðkomandi karakter. Eins og sextugur róni með krabbamein! Blm.: Og í fyrra þurftirðu að bregða þér í gervi gamals manns þegar þú varst að leika í Kirsuberjagarði Tchekovs. Valdimar: Já, ég lenti í ýmsu í sambandi við það. Ég þurfti að raka af mér allt hárið og líktist einna helst sextugum róna! (Er fœddur 5. 7. '59.) Þá var ég einmitt nýbyrjaður að vera með nú- verandi sambýliskonu minni. Það lagði horn- steininn að sambandinu að hún skyldi þola mig um það leyti. Foreldrar hennar bjuggu norður á Akureyri og fréttu að hún væri með einhverjum gæja í Leiklistarskólanum. Svo kom mynd af mér í dagblaði í rullunni: ég var með svona bóm- ull eins og Marlon Brando í Godfather þannig að ég fékk rosaskúffu, þar að auki var ég með skalla og náfölur, brúnn í kringum augun. Þeim VALDIMAR ÖRN FLYGENRING í HP-VIÐTALI leist nú ekki meira en svo á gaurinn. Svo er hann með skúffu! sögðu þau. En það er búið að leið- rétta þann misskilning rækilega núna. Ég hef oft orðið var við svona viðbrögð hjá fólki. Það er rosalegt hvað fólk er oft dæmt út frá yfirborðskenndum ogsmásmugulegum hlutum. Hér kem ég, þessi kjötmassi með minn karakter — það á fjandinn hafi það ekki að skipta máli hvar ég er eða í hverju ég er — með skallann sem er að vísu einhver grófasta pönkaraklipping sem sést hefur í langan tíma. Og fólk verður alveg rosalega vandræðalegt og fer að hegða sér eins og ég væri einhver allt önnur mann- eskja. Sumir héldu að ég væri kominn með krabbamein! En það er mjög hollt að finna það, til dæmis fyrir leikara, hvernig fólk breytist og hvernig sjálfsímynd mín breytist um leið vegna þess að maður er líka partur af því sem fólk heldur um mann. Blm.: En finnst þér aldrei gaman að storka fólki? Valdimar: Jú, ég viðurkenni það! Og oft þarf svo ótrúiega lítið til. Mörgum íslendingum finnst til dæmis eyrnalokkur á karlmanni eitthvað það viðbjóðslegasta sem til er. Þeir eyða fleiri dögum ævinnar í það að vera virkilega sárir innra með sér út af þessu. Ótrúlegt en satt! (Urrar.) En ef nægilega margir eru í því að ögra meðaljónin- um hverfur það vonandi smám saman að fólk dæmi aðra út frá fyrstu sýn, að hlutirnir breytist eitthvað til batnaðar. Annars er ég tækifærissinni. Ég hef alltaf ver- ið reiðubúinn að grípa hvert móment og kýla það alveg í botn. Það er ágætt að hafa þann eig- inleika en maður má þó ekki ganga út í öfgar því þá kemst maður ekki svo auðveldlega til baka. Ef maður gerir það trekk í trekk þá fær maður aldrei tíma til að fara inn í sjálfan sig og spyrja sig hvað maður fái út úr þessu. En ég er byrjaður á því núna, þetta hlýtur að fylgja einhverjum þroska. Heiðarleikinn skiptir mestu Blm.: Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu? Valdimar: Heiðarleikinn er það stórkostleg- asta sem til er í lífinu. En hann höndlar maður ekki í einni svipan, heldur verður maður stöð- ugt að leita eftir honum, vinna að því að öðiast hann hjá öðru fólki og rækta hann með sjálfum sér. Ég reyni að vera heiðarleg manneskja, ef ég gerði það ekki, gæti ég ekki leikið aðrar mann- eskjur á sviði. Núna er ég í sambúð með alveg yndislegri konu. Hún er heiðarlegasta manneskja sem ég þekki. (Dreymin þögn í eina mínútu.) Konur, vúff, yndisleg fyrirbæri! Ég er bara ástfanginn upp fyrir haus! Hún heitir Aðalheiður Sigríður Jónsdóttir ... Blm.: Hvernig gengur sambúðin í praxís? Valdimar: Er lífið ekki til að kljást við það? Hún hefur kannski dálitið öðruvísi tilfinningu fyrir þrifnaði en ég en við reynum að samrýma kröfur okkar eftir bestu getu. Annars hafa kvennamálin verið dálítið ótrú- leg hjá mér, kannski af því að ég er svo mikill tækifærissinni, kannski vegna þess að ég hef ekki trúað því að ég gæti orðið manneskja sem hefði eitthvert hlutverk til að standa við. Þá veð- ur maður bara úr einu í annað og á auðvelt með að týna sér í hlutunum. Sjálfsagt hef ég farið illa með þær konur sem ég hef verið með. Og þó, ég held að ég hafi líka gert þeim margt gott um leið. Það er ævinlega þannig að eftir einhvern tíma finnst manni sambandið ekki ganga lengur og þá verður maður að vera heiðarlegur og segja við viðkomandi að svo sé. Það er ekki það versta. Ég held að núna fyrst sé ég almennilega í stakk búinn til að gefa mig í ástarsambandi af því að ég hef fundið mitt hlutverk í lífinu. (Lœgð- in sprengir einfalda rúðuglerið og gluggatjaldið fellur. .. Ljósin niöur.)

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.