Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 19
ing Verkamannasambands- ins sem haldið var um sl. helgi var með flestu stórtíðindalaust. Allir voru sjálfkjörnir í stjórn og vara- stjórn mótatkvæðalaust. Þetta fór reyndar eins og flestir höfðu spáð sem til bræðralagsins og samtrygg- ingarinnar þekkja í VMSI. Þó var undirólga og þá einkum í hinni þriggja manna kjörnefnd sem sat sveitt við að stilla upp lista um stjórnarrrienn og grynnka á ölduróti meðal landssambanda og fjórð- ungssambanda sem gætu leitt til kosninga um einstaka menn. Það munaði þó litlu, að Jón Kjartans- son, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja yrði endurkjörinn sem gjaldkeri sambandsstjórnar- innar. Jón hefur verið mjög um- deildur maður og vinsældir hans farið nokkuð þverrandi. Var búið að leita að tveimur mönnum sem hugs- anlegum frambjóðendum í hans stað, einum frá Siglufirði og öðrum frá Þorlákshöfn. En þegar til kom, hafði hvorugur áhuga á gjaldkera- stöðunni, og enginn annar fékkst til þess að fara fram gegn Jóni. Segja menn að Jón Kjartansson hafi sloppið með skrekkinn, því fullvíst er talið að ef annar mannanna hefði boðið sig fram, hefði Jón fallið í kjöri... D Hm.ithöfundar erumargir hverj- ir farnir að gefa út verk sín sjálfir enda þykjast þeir bera meira úr být- um á þann hátt en að láta forlögin annast útgáfuna. Mörg skáldin hafa tekið upp á nýstárlegum auglýsinga- brögðum til að vekja áhuga almenn- ings á hugverkum sínum. Sá frum- legasti mun þó vera Hafliði Vil- helmsson sem gefið hefur út nýja skáldsögu eftir sig er nefnist „Beyg- ur“ og við höfum áður sagt lítillega frá. Hafliði hefur nefnilega látið prenta fjórar valdar blaðsíður úr sögu sinni á plastpoka sem liggja frammi í ákveðnum matvöruversl- unum. Þannig geta húsmæður og aðrir kaupendur matvæla dundað við að lesa brot úr skáldsögu Hafliða í strætó eða einkabílum á leiðinni heim. Er þetta ekki annars upplagt fyrir Ijóðskáld. . . || I já Ríkisútvarpinu hefur ver- ið tekin ákvörðun um útgáfu innan- hússfréttablaðs. Á árum áður mun slíkt blað hafa verið gefið út og raunar annars konar útvarpstíðindi. Umsjónarmaður fréttablaðs útvarps og sjónvarps verður Baldur Óskarsson skáld og fréttamaður um margra ára skeið. Hann hefur óskað eftir því að verða leystur und- an fréttamannsstarfinu og þótti því kjörið að fela honum þetta verkefni. Ekki er okkur kunnugt um hvenær fyrsta tölublaðið kemur út. . . A H^Hlmenningsóttinn við al- næmissjúkdóminn AIDS er nú tek- inn að gera illilega vart við sig hér- lendis. En sem betur fer hefur þessi fjöldahystería sínar broslegu hliðar eins og sótthreinsun almennings- vagna SVR á dögunum bar með sér. Og nú eru gárungarnir farnir að spauga með þennan háalvarlega sjúkdóm. Við heyrðum þessa gátu um daginn: Hvað er sameiginlegt með AIDS og Skoda? Veistu ekki svarið? Jú, það er auðvelt að ná sér í hann en alveg vonlaust að losna við hann. .. SKIPSTJÓRNARMENN ATHUGIÐ! Það getur valdið mörgum hugarangri og kvíða þegar skip heimilisföðurins er beðið að tilkynna sig strax til næstu strandstöðvar Landssíma fslands. REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR I VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA. ÖRYGGISMÁLANEFND SJÓMANNA midas HELGARPÖSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.