Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 7
„TIL AÐ KOMA í VEG FYRIR STÓRSLYS" FORRAÐAMENN HAFSKIPS AJUNDI JANKASTJORNAR UTVEGSBANKANS: VILDU SELJA HAFSKIP UM JÓLIN í FYRRA leftir Halldór Halldórsson mynd: Jim Smart Hingad til hafa Útvegsbankinn og Hafskip ekki viljad gefa upp ná- kvœmar tölur um skuldir Hafskips. Eftir því, sem Helgarpósturinn kemst nœst nema skuldir Hafskips um einum milljardi króna, þegar reiknad er með tapi af Nordur-Atl- antshafssiglingunum, sem hafa gengid mjög brösuglega frá upphafi. En hver svo sem skuldin er, þá er orðið morgunljóst, að Hafskip er sokkið. Helgarpósturinn varpaði þessari spurningu fram í byrjun júní á sl. sumri ogþá var henni harðlega neitað og raunar var staðhœfing okkar um það, að Hafskip vœri á hausnum, kölluð atvinnurógur. Hafskip hf. hótaði aö stefna blað- inu. Nú er hið sanna að koma i Ijós. Strax í kjölfar greinar HP var mál- ið tekið fyrir í bankaráði Útvegs- bankans, sem hafði lánað Hafskipi á þeim tíma 260 milljónir króna um- fram veð. Raunar er það svolítið athyglis- vert, að tveimur dögum áður en grein Helgarpóstsins birtist átti bankastjórn Utvegsbankans fund með Björgólfi Guðmundssyni for- stjóra, Ragnari Kjartanssyni stjórn- arformanni og fjármálalegum fram- kvæmdastjóra Hafskips um greiðsluáætlun fyrirtækisins. f fram- haldi af þeim fundi skrifaði banka- stjórnin Hafskipi bréf þar sem segir, að bankastjórnin ,,vill þegar á þessu stigi leggja á það áherslu að verði ekki framvegis staðið við að yfir- dráttur myndist ekki á hlaupareikn- ingi Hafskipa hf. umfram heimildir lítur bankastjórnin svo á að sam- komulag um viðskipti við Ú.l.sé rof- ið afhálfu forráðamanna félagsins". Þá óskar bankastjórnin, í sama bréfi, eftir tillögum félagsins um endurskipulagningu erlendra lána þess sem miði að því að þau verði í skilum á næstunni. Þannig er bankastjórnin farin að setja Hafskipi stólinn fyrir dyrnar áður en HP birtir staf um laka stöðu fyrirtækisins, og þar að auki kemur fram, að bankinn telur þess kost i júní, að kleift sé að koma skipan á greiðslur erlendra lána „á næst- unni“. Fyrrnefnda athugasemdin bendir til þess, að Hafskip hafi fengið ofan- ígjöf, en hin sýnir að bankastjórnin hefur alls ekki gert sér grein fyrir umfangi hinna vondu mála, sem bankinn var kominn í vegna Haf- skips. Bréfaskipti, skýrslur og fundir Hafskips hf. og Útvegsbankans leiða margt skemmtilegt í Ijós. Á skrá Útvegsbankans er þetta rakið í 27 liðum. í bréfi um Atlantshafsflutningana er skýrt frá áformum um að Norður- Atlantshafssiglingarnar hefjist formlega 15. október og sagt, að áætlanir sýni hreinan hagnað á bil- inu 1—3 milljónir dollara á ári. En í bréfinu, sem er dagsett 3. október í fyrra, er þó þessi fyrirvari: „Allir samningar hafa að leiðarljósi að unnt verði að draga í land með skömmum fyrirvara." HP sýndi í grein um þessar siglingar, að Haf- skip tapaði á þeim, eins og allir aðr- ir. Það hefði því verið betra, ef þeir hefðu dregið í land með skömmum fyrirvara, þegar ljóst var, að um tap- rekstur væri að ræða og framtíðin svört. Á þetta bentu starfsmenn fyr- irtækisins og urðu óvinsælir fyrir vikið. I framhaldi af þessu ríkir mikil bjartsýni um Norður-Atlantshafs- siglingarnar. Þó dró ský fyrir sólu í BSRB-verkfallinu. En skyndilega er komið allt ann- að hljóð í strokkinn. Þann 17. des- ember í fyrra var haldinn annar fundur bankastjórnar og forráða- manna Hafskips. Þar sögðu Haf- skipsmenn: „Nú er svo komið að meiriháttar uppstokkunar er þörfá heimavelli." Og í framhaldi af þess- ari óvæntu yfirlýsingu leggja Haf- skipsmenn fram tillögur í tveimur liðum: 1) Semja við Eimskip um íslands- siglingar. 2) Stofnað verði sameiginlegt fyr- irtæki um T.A. (Norður-Atlants- hafssiglingarnar). Og við þetta er bætt eftirfarandi at- hugasemd frá Hafskipsmönnum: „Ekki réttlœtanlegt að halda lengur áfram að óbreyttu." En um jólin hafa Hafskipsmenn hvílzt vel og fengið gott að borða, því á fundi 8. janúar með banka- stjórn Útvegsbankans er tónninn gjörbreyttur. Þar var skýrt frá stjórn- arfundi í Hafskipi og síðan sagt orð- rétt: „Dyrunum hefur verið hallað aftur“ í viðræðum við Eimskip. „Málið ekki nógu þroskað." (sic!) Og síðan fylgdu tillögur um nýtt hluta- fjárútboð upp á 80 milljónir kr., hag- ræðingu í rekstri, m.a. með því að selja Laxá og Langá og loks stefnt að eflingu Norður-Atlantshafssigling- anna, sem þó var sífellt verið að vara forráðamennina við. 'Ef við lítum aðeins nánar á þetta kemur í ljós, að Hafskipsmenn hafa gert sér grein fyrir, að nú syrti í álinn og kalla þyrfti á Eimskip til hjálpar. Um leið sýnist svo sem bankastjórn- in hafi ekki áttað sig á stöðu mála. Á þessum fundi sátu fyrir hönd Haf- skips Ragnar Kjartansson, Björgólf- ur Guðmundsson og Páll Bragi Krist- jónsson fyrrverandi fjármálastjóri, „sem kominn var á bólakaf í vitleys- una, en hljóp frá borði um leið og færi gafst,“ eins og einn heimildar- maður Helgarpóstsins orðaði þetta. En áfram með samskipti Útvegs- banka og Hafskips. í lok janúar fær bankastjórn skýrslu um afkomuhorfur fyrir árið 1984 og áætlun fyrir 1985. Þá var áætlað tap 1984 á milli 50 og 60 millj- ónir króna (varð opinberlega í árs- skýrslu tæpar 100 milljónir króna) HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.