Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 18
 - HP HEIMSÆKIR HREPPSTJÓRANN OG HESTAKARLINN LEIFA Á HÓLUM VIÐ HORNAFJÖRÐ „Ég hef nú aldrei verið hestamaður, bara haft gaman af hestum,“ segir Leifi á Hólum og hlær í skeggið. Nýlega áttum við leið um Hornafjörðinn og heimsóttum bónd- ann, hreppstjórann og hestakarlinn Þorleif Hjaltason sem margir kannast við í gegnum hrossakaup, en fjör- miklir klárar frá Hólum hafa dreifst um allt land. „Ég hef nú verið að rækta þessi hross fyrir sjálfan mig, handa okkur hérna, en það hefur bara orðið alltof margt. Og þá hefur maður orðið að selja af þessu. Já, já, ég er búinn að selja í flestar sýslur landsins.“ Við komum okkur fyrir í hrepp- stjóraskrifstofunni. Þorleifur sem er eins og unglingur í vexti og ekki nærri eins gamall og skeggið gefur í skyn, hallar sér aftur á bak í skrif- borðsstólnum og leggur lappirnar upp á borð. „Þau hafa reynst vel þessi horn- firsku hross, það er þessi Árnanes- stofn, fjörmikil og viljug hross. Hann hefur orðið til í þessari miklu ein- angrun sem hér hefur verið í gegn- um aldirnar og mikilli skyldleika- ræktun. Eg hef svo reynt að rækta út af bestu hrossunum sem voru hérna þegar ég man fyrst eftir og fengið til að blanda inn í þetta frá næstu bæj- um þar sem voru best hross í sveit- inni. Þetta hafa verið fjörhestar en ekki spögulerað eins í að hafa þá fyrir augað." Og enn er til skyldieikarækt í Hornafirði. Þorleifur segir okkur frá meri hjá sér sem er undan hálf- systur sinni og önnur í þeim hálf- systrahópi er móðurmóðir sömu meri. Þannig eru þrír ættliðir í bein- an kvenlegg undan sama folanum. — En þú segisl ekki vera hesta- madur, ferdu þá ekki á hesta- mannamót? „Nei, aldrei. Ég er ekki svo mikiil hestamaður," segir Leifi og hlátur berst í gegnum skeggið. „Ég hef bara hestana fyrir mig. Það er bara þetta að ég hef alið upp meira en ég þarf og þá er þetta eins og með fleiri skepnur að maður þarf að koma þessu í verð, þó ekki sé nema til að hafa upp í kostnaðinn við þetta.“ — Og þú ríöur oft út? „Já, það er óhætt að segja það. En það er þá oftast sem maður þarf að vera að fara eitthvað. Nei, nei, ekki kaupstaðaferðir, það er búið að vera fyrir löngu,“ svarar karl miður gáfu- legu innskoti blaðamanns. Það virðist undirrituðum þó til vorkunn- ar að ekki eru nema um 5 kílómetr- ar niður á Höfn frá Hólum. „Maður er að snúast um hross og kindur, mest á vorin og haustin. Svo fer maður líka á bak yfir veturinn, en það er þá bara sport og til þess að ternja." — Temuröu þá mikiö? „Nei, ég tem ekki annað en það sem ég nota sjálfur. Það sem ég hef selt, hefur aðallega verið ótamið, mest folöld og tryppi." Hvað hrossin séu mörg? Leifi seg- ist ekki hafa talið þau nýlega. En síð- asta vetur hafi verið milli 70 og 80 á fóðrum. Og með það erum við hættir að tala um hross og farnir að tala við yfirvaldið í Nesjahreppi. Hreppstjóri í þriðja ættlið „Það er nú ekki svo gott að tíunda það allt saman, yrði langt mál upp að telja allt sem hreppstjórar gera. En þetta er nú ekki merkilegt embætti." Leifi á Hólum er búinn að vera hreppstjóri frá því einhvern tímann um ’64 eða ’66 — menn muna ekki ártöl. Á undan honum var faðir hans, Hjalti Jónsson í hreppstjóraembætti og hafði verið í um tvo áratugi. Á undan honum og allt frá því árið 1890 var hreppstjóri Þorleifur Jónsson, afi Leifa og tengdafaðir Hjalta. Embættið geng- ur þannig í ættir og Þorleifur á Hól- um byrjaði sem aðstoðarmaður föð- ur síns þegar hann var orðinn aldraður. Líklega má rekja þetta ein- um ættlið aftar, því faðir Þorleifs Jónssonar hafði einnig verið hrepp- stjóri en einhver tími samt liðið frá því Jón dó þar til Þorleifur tók við. „Best að fara ekki út í þá sálma,” segir Leifi og bandar hendinni. „En fyrst og fremst hafa hrepp- stjórar náttúrulega verið umboðs- menn sýslumanns, hver í sínum hreppi. Meðan öll vötn voru óbrúuð og sýslumaðurinn var með aðsetur í Vík þá hefur þetta verið miklu meira sem hreppstjórarnir þurftu að gera. Það hefur verið erfitt að ná sambandi við sýslumánninn og þá var ekki venjan að þeir kæmu hing- að nema eina þingferð á vorin. í þessari ferð sinni héldu þeir sýslu- fund líka, en eftir að samgöngur bötnuðu þá urðu ferðirnar tvær.“ Þorleifur er tregur til að fara að telja það upp hvaða verk hreppstjór- inn innir af hendi, slík upptalning yrði alltaf ónákvæm og löng. Lög- reglustjóri? Nei, það finnst karli ómögulega rétta orðið, enda er al- menn löggæsla alveg í höndum lög- reglunnar á Höfn. Og þar eru líka tollverðir en áður hafa störf þessara aðila fallið undir hreppstjóra að ein- hverju leyti. „Það heyrir undir hreppstjórann að ráðstafa óskilafénaði sem villist. Hreppstjóri er sjálfskipaður oddviti kjörstjórnar og svoleiðis er fleira. Venjan er að hreppstjóri er ásamt öðrum manni stefnuvottur. Nú, oft er eitthvað að gerast í sambandi við landamerki og landaskipti sem hreppstjóri kemur þá alltaf nærri. Sama er með önnur eignaskipti, uppskrift á dánarbúum og svo náttúrulega í sambandi við ýmis deilumál. En ég tel þetta nú lítið starf, en þetta er launað svoldið. Nú borga þeir visst á mánuði," segir Þorleifur og blaðar í eldhúsinu eft- ir síðasta launamiða frá ríkinu. „2553 krónur fyrir þennan mánuð. Já þetta er bara helvíti ári vel laun- að, komnar 18 þúsund krónur frá áramótum.” Þeim fer sjálfsagt fækk- andi sem finnst þeir vera vel laun- aðir, en Þorleifur segir að hrepp- stjórastarfið geti vel talist tíundi hluti af fullri vinnu, þó það sé mjög misjafnt frá einum mánuði til ann- ars. Nokkru síðar labbar blaðamaður með bóndanum Leifa á Hóli út í fjár- hús. „Aðalatriðið eru skepnurnar, það eru þær sem maður hefur mesta ánægju af,“ segir karlinn sem aldrei hefur látið sér annað til hugar koma en búa á Hólum. Búskapurinn er honum meira lífs- viðhorf heldur en atvinna, hann hefur ekki skepnur til þess að þéna af sláturgripunum heldur selur hann gripi til slátrunar til þess að geta haldið áfram að hafa skepn- urnar. lEftir Bjarna Harðarson Mynd Kristín Þóra Harðardóttiri 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.