Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 26
„Uppgjör viö hnútamanninn“ segir Magnús Þór Sigmundsson m.a. um nýja sólóplötu sína Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson (annar helmingur Magnúsar og Jóhanns m.m.) hefur nýverið sent frá sér sóióplötuna Crossroads. Hann hefur samið öll lög og texta nema tvo sem eru eftir vin hans John O’Connors. Magnús fékk marga valinkunna tónlistar- menn til liðs við sig: Ásgeir Óskars- son á trommur, Skúla Sverrisson á bassagítar, Þórö Árnason á hljóm- borð, Þorstein Jónsson á gítar og Vilhjólm Guöjónsson á saxófón og hann sér einnig um blásaraútsetn- ingar. „Þessi plata er eiginlega aftur- hvarf mitt til rokksins," sagði Magn- ús Þór í spjalli við HP. „Snemma á tónlistarferli mínum — meðan ég bjó í Englandi — var ég mikið í rokk- inu. Frá þeim tíma get ég nefnt plöt- una Change sem er líkast til orðin tíu ára gömul. En Crossrouds er þó fyrsti rokkkonsertinn sem ég vinn, bara með hljómsveit og í rauninni lítilli yfirbyggingu." — Um hvaö synguröu ó plötunni? „Eitt lagið heitir Dr. Please eða Geröu þaö, lœknir. Það fjallar að vissu leyti um karlmannaheiminn, hnútamanninn, sem ekki vill verða ástfanginn og leitar „hjálpar" i sukki og notar kuldalega framkomu sem vörn. Texti lagsins Crossroads er af svipuðum toga, lýsir svona „haltu-mér-slepptu-mér-manni sem langar ýmist til að halda í fjölskyldu- lífið eða fara einförum. Af pólitískum toga má nefna Blind man sem fjallar fyrst og fremst um „guðinn", sprengjuna, sem flestir tengja friðnum. Þarna beini ég spjótum mínum að opna valdinu og óttanum sem fyrirbyggj- andi hlut. í Beautiful world dreg ég upp draumamynd af friðnum eða því öfugsnúna fyrirbæri að menn skuli heyja stríð í nafni trúar, mann- úðar o.s.frv. — Sumir textarnir eru fantasíur, þarna er t.d. ástarsaga draugs.og manns. Sá texti er spunn- inn út frá draumi." — Textarnir eru semsé allir ó ensku? „Já, það stafar af því að ég bjó í Englandi í fimm ár og þróaði þá með mér hugsanaferli á ensku sem er voðalega erfitt að slíta sig frá. Þar að auki er plötunni dreift af RCA í Englandi og það hefur engan til- gang að dreifa plötu með íslenskum textum úti.“ — En þú ert búsettur hérlendis núna? „Já, ég hef mestmegnis verið hér síðastliðin ár og hef verið að feta nýjar slóðir í tilfinningamálunum. Sumir textanna fjalla um hluti sem ég hef sjálfur gengið í gegnum." — Eru þeir textar sem þú nefndir um karlmannaheiminn ef til vill uppgjör þitt viö hegöunarmynstur hnútamannsins? „Mér finnst þeir vera það að vissu leyti þó svo að ég komi ekki með neinar lausnir. Það er ekki hægt, en tíminn gengur í lið með manni.“ — Ertu semsé nýkominn úr naflQ- skoöun? „Er maður ekki alltaf í naflaskoð- un? Aðallega þó eftir þrítugt. Ég gekk í gegnum fjórtán ára hjóna- band sem endaði svo með skilnaði og öllu sem honum fylgir. Síðan var ég hnútakarl í eitt, tvö ár og átti þá eingöngu i skammtímasambönd- um. Þegar þau fóru að nálgast eitt- hvað sem ég kannaðist við frá hjónabandinu þá sleit ég þeim. En svo hitti ég konu sem tók í höndina á mér og leiddi mig og þá var kom- inn tími til að líta svolítið í eigin barm. Þetta horfir því allt til betri vegar. Svo langar mig til að minnast á einn texta í viðbót, Rush hour, en hann byggi ég á atviki sem henti mig í lest i London rétt áður en ég fór heim. Þá settust tveir menn á móti mér. Annar var grannur og toginleitur, með bauga undir aug- um, greinilega búinn að vaka mikið, en hinn kátur og hress. „Þetta er skrýtin borg,“ segir sá fyrri. Sá síðari svarar bara með eins atkvæðis orð- um. Svo segir hann allt í einu: „Lík- ar þér hún?“ „Já, hún er ágæt,“ segir sá fyrri, og spyr síðan: „Ertu ham- ingjusamur?" Og þá svarar sá sem var betur á sig kominn: „Ég er eins hamingjusamur og maður sem er á leiðinni til King’s Cross til að skipta um lest getur verið." Þegar hann sagði þetta greip ég pennann og skrifaði þetta niður, og bjó svo til umhverfislýsingar.” — Veröuröu meö hljómleika ú nœstunni þar sem þú flytur lög af þessari nýju plötu? „Það er dálítið erfitt því mennirn- ir sem spila með mér á plötunni eru dreifðir út um allar jarðir. En ég get svo sem troðið upp einn með kassa- gítarinn.” — Ertu meö vídeómynd í bígerö? „Ég hef velt því fyrir mér, en það er varla að það borgi sig. Myndin er einnota hlutur og kostnaður getur farið upp í 200 þúsund. Því er þetta dálítið hæpið fyrirtæki. Að lokum vil ég geta þess að það er mjög vandað til vinnslu plötunn- ar. Hún er unnin í London í Surrey sound en skorin í Þýskalandi. Þetta á að teljast það besta sem völ er á.“ LEIKLIST eftir Gunnlaug Ástgeirsson Skrípast meö Skugga Áhugamannafélagiö Hugleikur sýnir aö Vesturgötu 3: Skugga-Björg — ný leikgerö af Skugga- Sveini. Handrit: Hugleikur. Leikstjóri: Bjarni Ingvarsson. Leikendur: Sindri Sigurjónsson, Sigríöur Helgadóttir, Eggert Guömundsson, Unnur Guttormsdóttir, Jón Magnússon, Guörún Gyða Sveinsdóttir, Anna Kristín Kristjóns- dóttir, Björn Bjarnason, Unnur Ragnars, Örn Friðriksson, Hjördís Hjartardóttir, Ingi- björg Hjartardóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Guðrún Jóns- dóltir, María Hjúlmtýsdóttir. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef bestar getað fengið er Hugleikur hreint áhuga- mannaleikfélag og aðgangur bannaður fyrir lærða leikara. Eftir leikskrá að dæma virðast forgöngumenn félagsskaparins líta svo á að það séu grundvallar mannréttindi að geta gengið í leikfélag og fengið að leika uppi á sviði eins og gerist í hverju krummaskuði á landinu, nema í Reykjavík. Til þess að bæta úr þessum mannréttindaskorti var drifið í að stofna félagsskapinn og auglýst opinberlega eftir þátttakendum. Upp úr þessu spratt hóp- ur fólks úr hinum og þessum áttum og á ýms- um aldri til að njóta þessara sjálfsögðu mannréttinda. Ef ég hef skilið rétt þá er það meginmark- mið hópsins að koma saman og gera eitt- hvað skemmtilegt á þessu sviði, fyrst og fremst sjálfum sér til ánægju og ef svo vill til einnig öðrum. Það sem Hugleikur býður nú almenningi á að horfa er uppsuða úr Skugga-Sveini. Meg- inþráðurinn er látinn halda sér, en margt er af skorið og úr lagi fært, bæði að því er tekur til texta og atburða. Meginbreytingin er þó sú að Skuggi sjálfur og kompánar hans á fjöllum eru teknir til kynskipta og gerðir að hinum verstu útileguflögðum. Það er ósvikinn áhugamannabragur á þessari sýningu, jafnvel aðeins ýktur á pört- um. Leikararnir leika meira og minna hver með sínu lagi eins og vera ber og það eru áhöld um hvorir skemmta sér betur, leikend- ur eða áhorfendur. Þannig á þetta að vera. Hreinræktaður naiviskur leikmáti, líf og fjör og fullkominn skortur á hátíðleika gera þessa sýningu bráðskemmtilega, án þess að þar með sé nokkuð fullyrt um listrænt gildi á heimsmælikvarða. í prologus er sagt að sýningin sé hátíðar- sýning í tilefni 150 ára afmælis síra Matthías- ar og vegna loka kvennaáratugarins. Þegar þessu tvennu er slegið saman verður úr að leikrit eftir Matthías er sýnt og Skuggi gerð- ur að konu. Nú reikna ég með að Matthías hafi verið bærilegur húmoristi, þannig að minningu hans sé enginn grikkur gerður með þessari sýningu. Hinsvegar er auðvelt að sjá ef maður er þannig stemmdur dæmalaust fyndna skopfærslu á ýmsum þáttum í um- ræðu og viðfangsefnum kvennaáratugarins og hins nýja feminisma og er því vel við hæfi að svo ágæt sýning fái inni í kjallaranum á Vesturgötu 3. BÓKMENNTIR Litlir merin og stórir eftir Sölva Sveinsson Eiríkur Brynjólfsson: I smúsögur fœrandi. Skúkprent 1985. Þetta er fyrsta bók Eiríks, en áður hefur hann birt smásögur í Lystræningjanum sál- uga og a.m.k. einu safnriti. Þetta er ekki stórt rit, átta sögur á samtals 79 bls. og heita Litli maðurinn, Gömul kona, Lítil og ljót saga um frelsi, jafnrétti og bræðralag, Allsber maður og konur í buxum, Saga lögfræðingsins, Um bílamál Jóns Jónssonar fulltrúa í viðskipta- ráðuneytinu, Atburðir dagsins og Innreið tækninnar. Smásögur geta vitaskuld verið með ýmsu sniði eins og hinar lengri, raunsæjar sögur, furðusögur, ævintýri o.s.frv. og að jafnaði eru þær „stutt skálduð frásögn" eins og segir í fræðiriti. Þar segir reyndar líka, að ris sög- unnar komi oft „í lok hennar og er ætlað að varpa ljósi á víðara svið en sagan í þrengstu merkingu fjallar um, afhjúpa einhver lífs- sannindi, lýsa manngerð eða örlögum". Þess- ar sögur eru allar með raunsæju yfirbragði að mestu leyti, blandnar kímni og háði. Þetta á ekki sízt við Litla manninn, allegoríu úr samtímanum. Lesendum er að vísu bent á, að líkindi milli atburða í sögu og raun séu hrein tilviljun, sem þeir geti átt við sjálfa sig; og þau eru ekki verri fyrir það. Litli maður- inn fékk fimmkall hjá ráðherranum með vindilinn og tókst með naumindum að velta þessum auðæfum undan sér, enda var hann lítill. Og þá kom einn af máttarstólpum þjóð- félagsins og settist ofan á litla manninn: „Máttarstólpinn fann skyndilega að hann sat á einhverju öðru en stólsetunni einni. Hann lyfti upp annarri rasskinninni og greip fimm- kallinn. Hefur sjálfsagt haldið að hann hefði tapað honum. Sumir menn eru svo vanir að tapa að þeir halda alltaf að þeir eigi peninga sem liggja á almannafæri. ■ Litli maðurinn reis á fætur þegar hann losnaði og mótmælti hástöfum. Hann heimt- aði fimmkallinn sinn aftur. Kallaði máttar- stólpann þjóf og illmenni en auðvitað heyrði enginn neitt. Litli maðurinn var enn að hrópa og stappa í stólsetuna þegar máttarstólpinn lagaði sig til í sætinu og settist betur uppi stólinn. Með þvi hrakti hann litla manninn útá ystu nöf. Þar barðist hann smástund við að ná jafn- væginu, veifaði höndunum einsog hann byggist við að geta flogið, síðan missti hann jafnvægið og féll fram af." í þessari sögu er reyndar ekkert sérstakt ris, en samt sem áð- ur opinberar hún almenn sannindi: sumir menn eru litlir en aðrir stórir, nema hvað? í Atburöum dagsins leynir háðið sér ekki þeg- ar ráðherrann og Kristján bílstjóri halda suð- ur á Keflavíkurflugvöll að kanna hvort þar séu geymdar kjarnorkusprengjur. „Klæðum landið verksmiðjum! Auðvitað! Bæði þjóð- legt og framfarasinnað. Hugsaði hann. Þing- sæti tryggt til frambúðar. Svo hallaði hann sér makindalega í sætinu og söng hástöfum: ísland ögrum skorið...“ Og ris sögunnar er í lokin, á heimleiðinni meðan ráðherrann og Kristján sungu Hamraborgina þegar sprengjan sprakk. En ráðherrann var ekki á sama máli: „Nei, þetta er sko ekki sprengja. Engar sprengjur hér án okkar samþykkis. Ég hef bréf uppá það. Og hann klappaði lófanum á skjalatöskuna sína. Þetta er sveppur, sagði hann og pírði aug- un. Risastór sveppur, Kristján minn. Síðan sneri hann sér við, horfði hugsandi frammá veg og tautaði: Skyldu þeir vera ætir, sona stórir?" Þessi dæmi sýna glögglega að söguefni er sótt til samtíðarinnar, sum vísa beint til ákveðinna atburða, önnur almennt, t.d. er fjallað um (ó)jafnrétti, skopast með „kerfið” og skeytum beint út og suður um þjóðfélagið hér og nú. „Jú, konan á að vera fyrir augað, sagði kallinn og var ekki orðlaus lengur. Hann sagði: „Guð skapaði konuna til þess að maðurinn yrði ekki einn.“ Og hann hélt áfram: „Ég get fyllilega sætt mig við sýningu á fallegum konulíkama en karlar eiga að gæta velsæmis í klæðaburði."" Stíll sagn- anna er einfaldur í þeim skilningi, að skrifað er á daglegu (tal)máli, setningaskipan ein- föld, og síðan eru sögurnar hlutaðar niður í þætti, nema ein, setningum komið fyrir ein- um sér í línu, eins og til áherzlu sums staðar eða ítrekunar. Allar eru sögurnar stuttar skáldaðar frásagnir með ríka skírskotun til samtímans og „afhjúpa einhver lífssannindi" og fer þó vitaskuld eftir smekk og skoðun hvers og eins lesanda. í þessu kveri er svolítið brugðið á leik með smásöguformið, ein sagnanna er rammafrá- sögn svonefnd, sögumaður á þar orðið ein- ungis formlega, annar segir hina raunveru- legu sögu (Saga lögfræðingsins). Einu sinni þykist sögumaður vera að segja sögu vin- konu sinnar, og skreytir hana alls konar frá- sögnum úr eigin lífi, og á öðrum stað er Pétur mættur á vettvang, „maðurinn bak við manninn sem segir söguná’ og slettir sér sí- fellt fram í gang mála, gerir jafnvel ýmsar at- hugasemdir við menn og málefni, sumar ærið gáskafullar eða jafnvel strákslegar. Á heildina litið er þetta smásagnakver prýðilega læsilegt og sumar sögurnar ágæt- ar. Þær eru ágengar að því leyti til, að sögu- efni er öllum nærtækt, og vísast fer mat hvers og eins eftir því hvaða skoðun menn hafa á málefnum liðandi stundar. Mættum við fá meira að heyra. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.