Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 32
ið heyrðum það á dögunum, að nú væri leitað dauðaleit að 100 gámum frá Hafskipi sem ekki hafa komið fram af einhverjum sökum. Leit var gerð hérlendis og í leitirnar komu víst 4 eða 5 gámar vestur á fjörðum. Það síðasta, sem við á HP heyrðum um málið, er að Interpol sé komið í þetta og leiti nú gámanna ákaft. . . A ríkisstjórnarfundi á þriðju- dagsmorgun ákvað stjórnin að lagt yrði fram frumvarp á Alþingi þess efnis, að ákvörðunarvald um veit- ingu vínveitingaleyfa yrði tekið úr höndum dómsmálaráðherra (og um leið úr höndum áfengisvarnanefnd- anna hans Jóns Helgasonar) og fæTt til sjálfra sveitarstjórnanna. Svo iffa vildi til, að þetta væntanlega stjórnarfrumvarp er bæði hugmynd og verk Jóns Baldvins Hannibals- sonar formanns Alþýðuflokksins. Þannig var nefnilega, að Jón Bald- vin var með frumvarp þessa efnis í höndunum fyrir allnokkru en ætl- aði að fá meðflutningsmenn á frum- varpið úr stjórnarflokkunum. Þess vegna talaði hann við Friðrik Sophusson Sjálfstæðisflokki og Stefán Gudmundsson Framsókn- arflokki. Þeir Friðrik og Stefán höfðu frumvarpið í höndunum í viku. Stefán kynnti efni þess í þing- flokki Framsóknar og Friðrik kynnti það meðal sinna manna. Það var svo ekki fyrr en eftir heila viku, sem Friðrik lét Jón Baldvin vita af nýrri „vinnureglu" meðal stjórnarsinna. Hún gengur út á það, að stjórnar- þingmaður má ekki flytja mál án þess að tilkynna það þeim ráðherra, sem fer með viðkomandi mála- flokk. Þannig komst ríkisstjórnin í þingmál Jóns Baldvins. En hann fékk pata af þessu á þriðjudag og var því ekki seinn að skila sínu frumvarpi inn á miðvikudags- morgni og skaut þar með ríkis- stjórninni ref fyrir rass, og hún er þar að auki búin á ríkisstjórnarfundi að lýsa sig samþykka hugmyndinni. Þannig hlýtur framvarpið að fljúga í gegnum þingið. . . A JI^T^kveðið mun hafa verið að skipa Guðrúnu Erlendsdóttur lektor í embætti hæstaréttardóm- ara frá og með 1. janúar næstkom- andi. Þá losnar staða Björns Svein- björnssonar, sem lætur af störfum sem dómari við Hæstarétt fyrir ald- urs sakir. Guðrún hefur áður gegnt dómarastörfum í Hæstarétti sem settur dómari, en með þessari emb- ættisveitingu verður hún fyrsti skip- aði hæstaréttardómarinn af kven- kyni. .. l baráttunni um fréttirnar er gripið til ýmissa ráða. Við heyrðum, að DV hefði sent ljósmyndara með drjúga aðdráttarlinsu í Auðbrekk- una í Kópavogi, þar sem RLR er til húsa í von um að ná myndum af ein- hverjum persónum í okurmálinu. Hallvarður Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóri mun hafa reynt að koma í veg fyrir þetta, en án árangurs. Þá var rætt við Ómar Vaidimarsson formann Blaða- mannafélags íslands, en eftir því sem við vitum best hefur ekki slegið í brýnu út af þessu máli. . . ^Ri^Íhkill er máttur varnarliðs- ins. Hinar stórtæku framkvæmdir í Helguvík munu kosta um 200 millj- ónir dollara sem eru 8 milljarðar íslenskra króna. Allt þetta greiðir Kaninn með bros á vör. Þar að auki rétta þeir Keflvíkingum heila höfn, því ákveðið hefur verið að lækka hafnarbakkann niður í bryggju- stæði svo Keflvíkingar megi vel njóta. Til samanburðar má nefna að íslenska ríkið leggur um 60 milljónir í allar hafnir landsins. Það er gott að eiga Kanann að... K ■ ^^.osningaslagur frambjóð- endanna í prófkjöri sjálfstæðis- manna fyrir borgarstjórnarkosning- ar á næsta ári, minnir æ meira á bandaríska háttinn í þessum efnum eftir því sem nær líður kjörinu. Það verður á sunnudag og mánudag. Allir frambjóðendurnir sem fara fram af alvöru, virðast kosta miklu til, svo þeir nái athygli kjósenda. HP hefur fyrir satt að yfirleitt verði áróðurskostnaður manna á bilinu frá 160 þúsund til 220 þúsund sem að mestu fer í birtingu auglýsinga í dagblöðum, svo og útgáfu bækl- inga, en þeir eru allt að því prentað- ir í fjórlit í sumum tilvikum. Tveir frambjóðendanna skera sig þó nokkuð úr hvað þennan útlagða kostnað snertir. Það eru þeir Árni Sigfússon, einn nýliðanna í kjör- inu, og Júlíus Hafstein sem freistar þess nú í þriðja sinn að ná öruggu sæti fyrir flokkinn í borgarstjórn. Talið er að kostnaður Árna vegna framboðsins verði ekki undir 300 þúsundum, enda maðurinn næsta ókunnugt andlit í augum flestra kjósenda flokksins að undanskild- um Heimdellingum. Kostnaður Júlí- usar mun þó slá öllu við, en hann verður líkast til eitthvað innan við fjögur hundruð þúsund þegar upp verður staðið á laugardagskvöldið. Að minnsta kosti tveir frambjóðend- ur hafa ráðið til sín launaða starfs- menn á skrifstofu sína og er Júlíus annar þeirra, en Katrín Fjeldsted hinn... D ■ ■kæða Alberts Guðmunds- sonar vegna Útvegsbankamálsins á þingi um daginn hefur vakið mikla athygli. Þykir mönnum „hreinsun- arræða" hans hafa verið með ólík- indum og í kjölfarið hefur Albert áunnið sér nýtt nafn: Engilbert... l^eir af áhrifameiri hluthöfum í Hafskipi hf. eru Sveinn R. Eyjólfs- son og Hörður Einarsson hjá Frjálsri fjölmiðlun hf„ en það hlýtur meðal annars að vera skýringin á undarlegum fréttaflutningi DV af Hafskipsmálinu. Sveinn og Hörður hafa um langt árabil verið einna hat- römmustu andstæðingar Sam- vinnuhreyfingarinnar og þá einkan- lega sjálfs SÍS. Þessvegna eru menn farnir að tala um það sem meirihátt- ar pólitískan sigur fyrir Sambandið fái Skipadeild SIS borgið Hafskip og myndað með því nýtt skipafélag í raunhæfri samkeppni við Eimskip. Eftirleiðis yrði nefnilega fréttaflutn- ingur DV af SÍS-veldinu að vera allur annar og þokkalegri en hann hefur verið til þessa, enda væru það minnstu þakkir sem Sveinn og Hörður gætu fært Sambandinu fyrir greiðann... Cross gullsjálfblekungurinn er verðtnœtasti Crosspenni sem fœst á íslandi. Oddurinn og penfiinn sjálfur eru húðaðir meo 14 karata gulli. Penninn kostar 10.238 krónur úl iír búó. Síríus Gullið er verðmesta rjámasukkulaði sem slei/pl er hjá Nóa Síríus. Uppskriftin er gamalreynd, hráefnin fyrsla flokks og Guílið fœst bœði sem hreint rjómasúkkulaði oq með hnetum, rúsínum, rice crispies eða hnetum og rúsínum. Gullið kostar innan við 60 krónur úl úr búð. Veldu íslenskt... ef það er betra !

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.