Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 8
og fyrir 1985 var gert ráð fyrir hagn- aði upp á 135 milljónir króna, þ.e. 11 milljóna tapi á Islandssiglingunum, en 146 milljón króna hagnaði á Norður-Atlantshafssiglingunum, og rík áherzla lögð á það, að um „svart- sýnisspá“ væri að ræða. Tveimur dögum síðar voru þeir Ragnar Kjartansson og Páll Bragi kallaðir út í Útvegsbanka og þar kom fram hjá Ragnari, að hann neit- aði því ekki „að við vorum hræddir um að það yrði meira“. Hins vegar væru alltaf að koma inn upplýsingar um Norður-Atlantshafssiglingarnar, „allar í jákvæða átt“. Á þessum tíma var olíuskuldin við Olís orðin 25 milljónir króna. Um miðjan febrúar voru þeir Björgólfur, Ragnar og Páll Bragi aft- ur á ferðinni í bankanum og ræddu mikla samstöðu á hluthafafundin- um og skýrðu frá því, að utanríkis- ráðherra hefði fullvissað þá um, að Rainbow-málið leystist alveg á næst- unni. Og þannig mætti lengi telja. Undir lok þessa yfirlits eru svo nefnd blaðaskrif (HP-greinin) og fyr- irspurn á Alþingi (Guðmundur Ein- arsson, BJ), og strax í framhaldi af því síðar í mánuðinum fær bankinn bréf um sölu ms. Langár, sem raunar var stefnt að að selja í byrjun bjart- sýnisársins. í opinberri umræðu hefur það komið fram, að utanaðkomandi að- stæður hafi orðið Hafskipi erfiðar. Það er rétt. Hins vegar liggur Ijóst fyrir, að Hafskipsmenn hafa ekki verið alls kostar heiðarlegir í kynn- ingu sinni á stöðu fyrirtækisins gagnvart bankanum. Varðandi tilgátur um, að Hafskip hafi blekkt Útvegsbankann verður ekki hjá því komizt að nefna þá staðreynd, að Axel Kristjánsson að- allögfræðingur Útvegsbankans hef- ur haft það starf með höndum í fjöl- mörg ár að fylgjast sérstaklega með rekstri Hafskips. Þannig sat hann alla stjórnarfundi, framkvæmda- stjórnarfundi og kom í könnunar- ferð í fyrirtækið a.m.k. einu sinni í viku. í fyrra vor urðu heimsóknir hans tiðari og mætti hann á skrif- stofur Hafskips nær því daglega. Spurningin, sem vaknar í þessu sambandi er sú hvort Axel hafi ver- ið blekktur öll þessi ár. En það sem mesta furðu vekur er sú staðreynd, að Hafskipsmenn virt- ust reiðubúnir til þess strax í des- ember 1984 að semja við Eimskip um íslandssiglingarnar og stofna sameiginlegt fyrirtæki um Norður- Atlantshafssiglingarnar. Þetta hefur ekki komið fram áður. Þessar umræður fóru svo loks af stað eftir skrif Helgarpóstsins. Þær sigldu í strand og hefur Eimskip dregið tilboð sitt upp á u.þ.b. 430 milljónir króna til baka. Ástæðan mun einkum hafa verið sú, að Eim- skip fékk ekki tryggingu fyrir 50—75% hlutdeild í farmflutningum Hafskips fyrir innlenda innflytjend- ur. Varðandi Útvegsbankann stingur það óneitanlega í augu, að það er fyrst 17. júlí í sumar, sem bankinn fær vitneskju um, að Hafskip hafi tapað 100 milljónum króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Það er eins og bankastjórnin hafi verið úti að aka. En hún brást samt skjótt við og þá þegar var tekin ákvörðun á fundi bankastjórnarinnar og Hafskips- manna um viðræður við Eimskip og fleiri aðila (eins og segir í plaggi frá bankanum) um sölu á eignum og yf- irtöku skulda félagsins. Tilgangur viðræðnanna var „að koma í veg fyrir stórslys", eins og fram kom á fundi 17. júlí. í þessu plaggi, sem Lárus Jónsson bankastjóri tók saman segir m.a.: „Ljóst hefur verið árum saman að mikið tjón yrði af því fyrir Hafskip hf. og Útvegsbanka íslands ef til gjaldþrots fyrirtækisins kæmi og selja þyrfti eignir þess við þær að- stæður." Og þá hefst skollaleikurinn um Is- lenzka skipafélagið. SÍS „RÆÐIR“ VIÐ PLATFYRIRTÆKI: SKOLLALEIKUR Svokölluð „stjórnarnefnd" Haf- skips hefur setið á fundum upp á næstum hvern einasta dag frá því í júní í sumar og fram á þennan dag. I stjórnarnefndinni sitja Sveinn R. Eyjóifsson, DV, Ólafur B. Ólafsson, Miðnesi og Páll G. Jónsson í Pólaris. Þessir menn eru arkitektarnir að stofnun pappírsfyrirtækisins Is- lenzka skipafélagið, sem í orði kveðnu hefur keypt íslandsdeild Hafskips fyrir 625 milljónir króna. Eftir að Helgarpósturinn birti fyrstu grein sína um málefni Haf- skips, þar sem gerð var skilmerkileg grein fyrir því, að fyrirtækið væri komið á hausinn, og það fyrir löngu, var ákveðið innan vébanda Haf- skips að stjórnin skipaði fulltrúa úr sínum hópi til þess að fara ofan í saumana á málefnum fyrirtækisins. Meðal annars fóru þessir þrír menn til Bandaríkjanna til þess að kynn- ast af eigin raun rekstri Bandaríkja- deildar Hafskips. Niðurstaða athugunar þessara manna auk Harðar Einarssonar lög- fræðings (DV) og Jóns Zoéga lög- fræðings Hafskips var sú, að grípa þyrfti til róttækra aðgerða. Fyrir- tækið væri að sökkva í skuldafen og fátt ef nokkuð yrði því til bjargar. Þá var þessum mönnum ljós sú ríka ábyrgð, sem hvílir á stjórn hlutafélagsins Hafskips og þá ekki eingöngu hvað varðaði rekstrarmál, heldur einnig önnur atriði, sem flokkuð voru undir misbresti og jafnvel lagabrot. Islenzka skipafélagið var fyrst og síðast stofnað til þess að koma í veg fyrir, að erlendir lánardrottnar gætu stöðvað skip Hafskips í erlendum höfnum, og um leið til þess að koma í veg fyrir að þessir lánardrottnar gætu gengið að fyrirtækinu. Þórður H. Hilmarsson úr fjármála- deild Hafskips var dubbaður upp sem framkvæmdastjóri pappírsfyr- irtækisins, en Jón Zoéga var skipað- ur í starf „skiptabússtjóra" Hafskips. Þannig mun öllum hringingum frá erlendum lánardrottnum vera vísað til Jóns eftir stofnun platfyrirtækis- ins. Áður var þessum erlendu mönn- um ekki svarað og sagt, að hvorki Björgólfur Guðmundsson forstjóri né Ragnar Kjartansson stjórnarfor- maður væru við. Allir þeir lögfræðingar sem HP hefur talað við, halda því fram, að stofnun íslenzka skipafélagsins sé ólögleg. Um sé að ræða eins konar biðfélag og látið sé líta svo út, að „fyrirtækið” hafi greitt 625 milljónir króna fyrir fslandsdeild Hafskips. Maður kunnur bankaheiminum sagði við HP, að þetta væru ekkert annað en hundakúnstir og skolla- leikur, sem væri í sjálfu sér ekki að undra, þar sem Hafskip ætti í hlut. Hins vegar undraðist hann þess meira þá staðreynd, að Útvegsbank- inn tæki þátt í svona skollaleik. Einn af bankaráðsmönnum Út- vegsbankans- var spurður um lög- mæti þessa nýja félags og hann svaraði: „Ja, það voru að minnsta kosti lögfræðingar í hverju horni.“ Hvort svona tiltæki væri þá ekki a.m.k. siðlaust kvaðst hann ekki geta um dæmt. Háttsettur bankamaður gat ekki leynt undrun sinni á þessu máli í samtali við HP og hann staðhæfði, að þessi aðgerð Hafskipsmanna og Útvegsbankans væri einsdæmi í ís- lenzkri viðskiptasögu, a.m.k. eftir því sem hann vissi bezt. Ýmsar vangaveltur eru uppi um málið, en alltaf enda þær í sama punkti: Stjórn og forráðamenn Haf- skips eru að bjarga eigin skinni. Þeir sem þetta segja halda því fram, að forráðamenn og stjórn Haf- skips reyni nú allt til þess að koma í veg fyrir gjaldþrotaskipti fyrirtækis- ins. Ástæðan er einfaldlega sú, að þá myndi bókhald fyrirtækisins loksins opnast og þá kæmu í Ijós ýmsir áður ókunnir maðkar í þessari Hafskips- mysu. Raunar er ekki enn útséð um það mál, því nú hefur bankamálaráð- herra skipað Gunnlaug Claessen ríkislögmann í það verk að fylgjast með framgangi mála, m.a. með hlið- sjón af lögmæti íslenzka skipafé- lagsins. Reynist félagið ólöglegt, þá er ljóst að SIS getur ekki samið við það, heldur yrði Sambandið að semja við Hafskip og Útvegsbank- ann. Ur herbúðum Hafskips heyrum við, að þar séu menn orðnir all- hræddir, þótt ekki sé enn búið að setja neinn af. Þá fylgir sögunni, að Albert Guðmundsson, fyrrum for- maður stjórnar Hafskips og á sama tíma formaður bankaráðs Útvegs- bankans, skammist sín niður fyrir tær. í Útvegsbankanum og á vegum endurskoðenda bankans fer nú fram rannsókn á ýmsum atriðum í rekstri Hafskips. Meðal annars mun vera til athugunar svokallað „af- sláttarmál" fyrirtækisins, sem snýst um það, að Hafskip mun í nokkur ár hafa veitt viðskiptavinum sínum hérlendis, og um leið hluthöfum, ríf- fegan afslátt vegna farmflutninga, og hann ávallt verið greiddur út í einu lagi með vænum tékka í des- ember-mánuði ár hvert. HP hefur heyrt, að þessi afsláttur hlaupi á milljónum til stærstu hluthafanna. Grunur leikur á, að þessi afsláttur hafi ekki verið gefinn upp til skatts. Raunar má geta þess, að sams konar mál kom upp hjá Eimskipi fyrir allmörgum árum og voru við- komandi einstaklingar látnir greiða skatt af þessum afslætti. Margt annað er til athugunar. Með skipan stjórnarnefndar- innar voru völdin tekin að nokkru leyti af Björgólfi Guðmundssyni for- stjóra og starfsmönnum hans, og að nokkru leyti var Ragnar Kjartans- son settur undir eftirlit enda þótt hann hafi komið fram opinberlega fyrir hönd Hafskips. Stofnun íslenzka skipafélagsins var m.a. leið til þess að forðast gjald- þrotaskipti Hafskips. Bæði hjá Haf- skipi og í Útvegsbankanum óttuðust menn, að einhverjir óánægðir hlut- hafar eða kröfuhafar kæmu með kröfur og krefðust gjaldþrotaskipta. Til þess gátu þeir ekki hugsað sem hafa séð bókhaldið eða hafa grun um einstök atriði þar. Útvegsbanka- menn hugsuðu fyrst og fremst um það, að bezt væri fyrir bankann að ná samningum, sem um leið gætu firrt marga aðilja mjög miklu tapi. Skollaleikurinn snerist um það að bjarga skinni stjórnar Hafskips, sem komin var í vond og erfið mál, og jafnframt var þetta tilraun til þess að tryggja Útvegsbankanum hærri greiðslur fyrir Islandsdeild Hafskips en Eimskip bauð. Miðað við boð Eimskips yrði skell- ur Útvegsbankans um 600 milljónir. FRIÐRIK SOPHUSSON: HP ER EKKI „SORPRIT" I utandagskrárumræðu um Haf- skips-Útvegsbankamálið fyrir viku vitnaði Kristín Kvaran BJ í grein eft- ir undirritaðan frá því í sumar, þar sem ég sagði, að Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefði í „peppræðu" á aðalfundi Haf- skips kallað Helgarpóstinn „sorp- rit“ og sagt að blaðið lifði á gróusög- um. Eftir að þetta birtist hafði Friðrik samband við míg og aftók, að hann hefði nefnt HP sorprit, sem er vel. Blaðamaður HP var á staðnum og hefur honum misheyrzt. Ég skýrði Friðrik frá þessu. Jafnframt spurði ég hann hvort hann vildi, að þetta yrði leiðrétt og varð það sameigin- leg niðurstaða okkar, að ekki væri ástæða til þess. En Friðrik er lævís stjórnmála- maður, því hann söðlaði um í þing- ræðu sinni á fimmtudaginn og sagði þar beint út, að hann hefði óskað eftir leiðréttingu á þessu, og hún hefði ekki birzt enn. Þarna hefur sem sé eitthvað skolazt til hjá Frið- rik, en nú skal því komið á framfæri í eitt skipti fyrir öll, að Friðrik Soph- usson, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins og hluthafi í Hafskipi, telur Helgarpóstinn ekki vera sorprit. Þessu er hér með komið á framfæri við lesendur Helgarpóstsins, Frið- rik, og vona ég að þú unir glaður við, að endi skuli bundinn á þennan leiðindamisskilning. Halldór Halldórsson. 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.