Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 25
USTAPÓS1 Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður hlýtur Prins Eugen orðuna og gefur út bók með viðarkolsteikningum: „Fortídarlaus og fullur undrunar“ reynd hversu vel mér féll þessi iðja. Það að skapa list olli mér alltaf þján- ingu og greinilega var mér farið að þykja vaent um þessa þjáningu. Kannski er þetta óheilbrigt viðhorf, en mér leið í raun og veru eins og sönnum hermanni í listinni. Af miklum eldmóði andmælti ég staðhæfingu sem franskur rithöf- undur með erfiðu nafni setti eitt sinn fram, er hljómaði eitthvað á þessa leið: „Ekta perlum rennur ekki sviti." Mínar perlur voru svo sannarlega löðrandi af svita. Og það var fullkomin sannfæring mín að þannig ætti það að vera. Það hryggir mig hversu lítt mér helst á bjargföstum sannfæringum, eins og heilbrigðu fólki er svo tamt. Þetta er mín tragedía. Þetta er tragedía hermannsins sem ferðast. Eins og allir listamenn er ég að ferðast. Eg ferðast frá einni á til ann- arrar, og þar sem ekki er brú, brúa ég. Þessi brú . . . þetta listaverk kann að vera fallegt eða ljótt, mikil- vægt eða lítilvægt, ábyggilegt eða óábyggilegt. Öllu máli skiptir að brúin haldi þunga mínum á leiðinni yfir. Ef til vill er óþarfi að geta þess, að ósjaldan hef ég komist í hann krappann. Þegar ég stend á hinum árbakk- anum kemst ég að raun um að þar ríkja önnur lögmál. Það sem áður var traustvekjandi, bjargföst sann- færing, er núna vart meir en afstæð- ur frasi. Fortíðarlaus og fullur undrunar held ég áfram leið minni að næstu á,“ segir Sigurður Guðmundsson í inngangi sínum að WITH LAND- SCAPE. JS Sigurdur Guðmundsson myndlist- armaður, sem var einn helsti forvíg- ismaður SÚM hreyfingarinnar hér- lendis á sjöunda áratugnum, og hef- ur lengi starfað í Amsterdam, var sl. þriðjudag sæmdur sænsku Prins Eugen orðunni fyrir framlag sitt í þágu myndlistar. Aður hafa þrír ís- lenskir listamenn fengið þessa orðu, þeir Kjarual, Erró og Einar Jónsson. Þá er komin út í Hollandi lista- verkabókin WITH LANDSCAPE sem hefur að geyma tuttugu viðar- kolsteikningar eftir Sigurð. Þetta er viðhafnarútgáfa, krydduð skáldleg- um texta eftir myndlistarmanninn. Þessar teikningar teljast til tíðinda, því Sigurður hefur aldrei áður unnið með viðarkol. Fyrir fáeinum árum kom hann hins vegar myndlistar- heiminum í opna skjöldu með skúlptúrum sínum eftir að hafa beitt ljósmyndatækni í listsköpun sinni um langt skeið. Viðarkolsteikning- arnar, sem nú koma út, bera með sér þrá eftir náttúrunni sem með Sigurður Guðmundsson: Venus, 1985 (170 40 60 sm), einn þeirra skúlptúra sem hann sýnir nú ásamt viðarkolsteikning- unum I galleríinu Boma í París. fegurð sinni virðist stöðugt laga sig að þeirri fegurð sem listamaðurinn skapar. Með útgáfu WITH LANDSCAPE koma viðarkolsteikningar þessar í fyrsta sinn fyrir augu almennings. Listaverkin eru þessa stundina á sýningu í galleríinu Boma í París. Seinna verður hluti teikninganna sýndur í Slunkaríki á ísafirði og í Gallerý Riis í Osló. Listaverkabókin WITH LAND- SCAPE er 40 bls. og 26x35 sm að stærð. Hún er saumuð og innbundin í náttúruhör og bókartitill er silki- prentaður. Af þessari einstæðu út- gáfu (sem ekki verður endurprent- uð) eru 600 eintök prentuð á holl- ensku og 400 eintök á ensku. Þar eru meðtalin 100 tölusett og árituð eintök. Þau má kaupa beint frá út- gefandanum, The Bifrons Publisher, Planciusstraat 9 A, 1013 MD Amsterdam, eða frá söluaðilum hér á landi: Bókabúð Snæbjarnar, Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar, Bókabúð Máls og menningar, Gallerí Borg og Slunkaríki á Isafirði, sem munu geta haft milligöngu um að panta slík eintök. íslensk þýðing að texta Sigurðar Guðmundssonar fylgir þeim bókum sem seldar verða hér á landi. Þar greinir Sigurður fyrst frá því hvernig hann varð skyndilega gripinn löng- un til að vinna með viðarkol. Síðan segir hann: „ . . . þegar ég var farinn að vinna með viðarkol, naut ég þess í ríkum mæli strax frá upphafi. Vankunnátta mín á þessu nýja sviði var mér ekki hindrun. En samt varð ég að játa, að þrátt fyrir alla ánægjuna fann ég til nokkurra vonbrigða með þá stað- „Draugar og djöflar í mér og öðrum“ segir Vigdís Grímsdóttir um bók sína Eldur og regn Um þessar mundir er að koma út hjá Frjálsu framtaki nýtt smásagna- safn eftir Vigdísi Grímsdóttur, Eldur og regn. Fyrir tveimur árum sendi Vigdís frá sér smásagnasafnið Tíu myndir úr lífi þínu sem vakti mikla athygli, m.a. fyrir óvenju agaðan stíl af „byrjanda" að vera. En bók- menntaskrif eru ekki aðalstarf Vig- dísar — fáir verða feitir af þeim — og hún framfleytir sér og sínum með ís- lenskukennslu við Flensborgar- skóla og blaðaskrifum fyrir tímarit- ið Líf. HP tókst að ná í skottið á Vig- dísi í einum frímínútunum til að for- vitnast ögn um Eld og regn. „Sögurnar eru þrettán, ég hefði hvorki viljað hafa þær tólf eða fjór- tán," sagði Vigdís. „Talan þrettán tengist gömlu hjátrúnni og fordóm- unum og ég er ekki frá þvi að hún tengist líka anda sagnanna." — Eru þá fordómar og hjátrú of- arlega á baugi í sögunum? „Kannski," segir Vigdís dularfull. „Eru ekki allir rithöfundar að fást við slíkt þótt þeir beri á móti því? Ég er eins og allir hinir að reyna að sýna þetta líf sem við lifum en ég geri það á annan hátt en í fyrri bók minni. Munurinn liggur í stílnum og frásagnarhættinum, ég fer aðra leið að sama marki." — / hverju felst nýja leiðin? „Hún er raunsæ, kannski er þetta ævintýraleiðin. Þó að atburðir sagn- anna gerist kannski ekki á hverju götuhorni þá gerast þeir nú samt. Það er dálítil þoka í sögunum. Er ekki þoka í þjóðsögunum?" segir Vigdís og gerist nú æ dularfyllri. — Er margt huldufólk þarna á sveimi? „Já, huldufólkið í mér og þér. Það er nefnilega svo skemmtilegt fólk. Veruleikinn er ekki undir nafni. En það er ekki í mínum verkahring að gefa upp túlkunarmöguleika á sög- unum. Énda gæti ég það ekki, ég er með allan hugann við setningar- fræðina þessa stundina!" — Hvaða fyrirbœri leita mest á Þig? „Það eru náttúrulega draugar og djöflar í mér og öðrum og sem sjálf- stæðar persónur. Þeir eru mjög fyr- irferðarmiklir í bókinni. Svo er ég mjög upptekin af alls kyns mannleg- um feluleik." — Ertu opnust eða tœrust við ein- hverjar tilteknar aðstœður eða hug- arástand? „Mér lætur best að skrifa á nótt- unni þegar þögn er og ró og friður. Það er skemmtilegast í þögninni." — Hefurðu einhvern tíma til að skrifta í svipinn? „Nei, en ég á þess kost að lesa mikið í tengslum við kennsluna og það er næstum jafngott og að skrifa," segir Vigdís Grímsdóttir kennari, blaðamaður, rithöfundur og húsmóðir. JS JAZZ Blús og bláar Það var fullt á Broadway þegar Junior Wells, Buddy Guy og Chicago Blue Bandið blúsuðu þar á fjórða tíma. Þetta var líka hörkuband þar sem hver og einn stóð fyrir sínu. Bandið hitaði upp áður en stjörnurnar birtust og fór bassaleikarinn, Noel Nealy á kostum. Albert Allen og George Bazemore sungu og slógu gítara og trommari var Jerry Porter — allir ágætir handverksmenn þó Jerry væri daufur vegna flensunnar. Hingað- koma Chicago blúsbandsins hefði þó ekki talist markverð hefði stjörnurnar vantað. Buddy Guy reið á vaðið og fór á kostum. Hann er af skóla B.B. Kings og gefur meistar- anum ekkert eftir nema síður sé. Ég efast um að betri gítarleikur heyrist í blús og allir helstu rokkgítarleikarar heims liggja flatir fyrir Buddy Guy. Þegar hann söng við gítar sinn sem konu í hægum blúsnum og þandi strengina til svara var það meira en grín — það var bláköld snilli! Svo kom Junior Wells í jakkafötum og með hatt og gullkeðfu í vasaúrinu. Hann minnti á hirðmann Al Capone, enda hefur hann stundum leikið slíka í bíói. Söngur hans var meira í ætt hinna gömlu blúsmanna — Sonny Boy og á stundum Lightin’ Hopkins — og munnhörpuleikurinn kraftmikill. Afturá móti blés hann alltof lítið í hörpuna. Það var leitt að fá ekki í það minnsta einn grátandi munnhörpublús. Eftir hlé varð skemmtunin ofaná. Það var boðið uppí dans og meistararnir voru í því að skemmta sér og öðrum. Liðið var látið syngja, lítið hirt um hin listrænu tök — svo voru Muddy Waters og Sonny Boy hylltir. Geggjað kvöld og tvær hliðar blúsins á boð- stólum. í fyrri hlutanum réð tilfinning og tær tónsköpun og þaðan spratt djassinn — í þeim seinni geggjað fjör og kraftur og þaðan spratt rokkið. — En það fór ekki milli mála að fyrri hluti tónleikanna bar af. Bláa klassíkin Blue Note klassíkin fæst nú í Fálkanum. Gamlir geggjarar eiga trúlega margar þeirra ss. The Genius of Modern Music 1 & 2 með Thelonius Monk, The AmazingBudPowell 1 & 2 með píanistanum boppóða og Miles Dav- is 1 & 2, þar sem eru upptökur frá 1952—54. Þetta eru jafnómissandi verk í djasssafnið og hljómkviður Beethovens og Mozart hjá þeim gildu. En það eru líka nýrri nöfn í endurútgáfun- „Ég efast um að betri gítarleikur heyrist í blús og allir helstu rokkgítarleikarar heims liggja flatir fyrir Buddy Guy." eftir Vernharð Linnet um: Delightfully Morgan með trompetleikar- anum magnþrungna, Tender Moments með McCoy Tyner, einum af helstu áhrifavöldum í nútíma djasspíanóleik, Conquistador Cecil Taylors og Life Time Tony Williams. Tony gekk til liðs við Miles Davis ásamt Ron Carter og Herbie Hancock árið 1963 og var þá brot- ið blað í djasssögunni. Síðan hefur Herbie verið einn af helstu píanistum djassins og undanfarin ár þó enn þekktari í fönkinu. Fyrsta skífa Herbies var Takin' Off (BST 84109), hljóðrituð 28. maí 1962. Þar leika engir smákallar með honum: á tenórinn sjálfur Dexter Gordon og trompetinn Freddie Hubbard, bassann slær Butch War- ren og trommurnar Billy Higgins. Verkin eru sex og öll eftir Herbie — af þeim sló eitt í gegn og er enn mikið leikið: Watermelon Man. Fönkbragur Watermelon Man ríkir þó ekki einn á skífunni og eitt besta verkið er undurljúf ballaða: Alone And I, þarsem Dexter blæs firnafallega. Sóló Herbies vísar veginn fram til hinnar ljóðrænu nýsköpunar í anda Bill Evans, er hann átti einna stærstan þátt í. Seinna hljóðritaði Herbie meistaraverkin Maiden Voyage og The Prisoner fyrir Blue Note — en ferskleiki Takin’ 0//stendur fyrir sínu enn þann dag í dag. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.