Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 12
lins og fram kemur í viðtali á bls. 3 við Geir Björnsson, húsvörð Þjóðminja- og Listasafns fslands, komst mikill leki að húsinu í óveðr- inu sem geisaði um síðustu helgi. En það var fráleitt í fyrsta skipti sem slíkt gerist því ástand hússins hefur verið mjög slæmt í áratugi. Ástand- ið er langverst í Listasafninu þar sem það er til húsa á efstu hæð byggingarinnar. Þar stendur nú yfir sem kunnugt er sýning á verkum meistara Kjarvals. Starfsfólk Listasafnsins veit gjörla af gamalli reynslu hvar vatn kemur helst niður í salarkynnum safnsins og því fór það strax á stúfana eftir hádegi á.föstudag og tók niður þær myndir sem voru í hættu. Um kvöld- ið var vatn svo farið að fossa inn í bókstaflegum skilningi og regnhljóð barst að eyrum Köriu Kristjáns- dóttur deildarstjóra safnsins þegar hún kom sérstaklega kl. 7 um kvöld- ið til að kanna ástandið. Milli 7 og 10 þurfti hún t.d. að tæma eina vatns- fötuna tvisvar því hún fylltist svo ört. Þá greip starfsfólk safnsins til þess ráðs að vaða polla og taka nið- ur allar myndir í austursölunum og auk þess nokkrar myndir í hliðarsöl- unum. Það var því snarræði þess að þakka að engin Kjarvalsmynd skemmdist. Það er "fyrst og fremst þak Þjóð- minjasafnsins sem er ónýtt, mjög mikið vatn kemur inn á þakplötuna þegar rignir og það hefur verið að leka inn í sali Listasafnsins frá föstu- degi og fram á þriðjudag og hefur það náttúrlega verið lokað þann tíma. Á föstudag mætti sjónvarpið á staðinn og myndaði fossandi regnið í salarkynnum Listasafns íslands en af einhverjum ástæðum var upp- takan ekki send út. Kannski hefur lekinn ekki þótt nógu fréttnæmur fyrst tókst að bjarga listaverðmæt- unum frá skemmdum. Einungis var minnst á lekann í síðari fréttatima sjónvarpsins á föstudagskvöid. Núverandi ríkisstjórn hafði lofað að verklok nýja listasafnsins yrðu um mitt ár 1986 og átti að heita svo að fjárveiting næsta árs, 35 milljónir króna, ætti að vera hundrað ára afmælisgjöf til Listasafnsins og þá jafnframt þjóðarinnar í heild. Stjórnin hefur greinilega tekið af- mælisgjöfina til baka því nú er áætl- að að skera fjárveitinguna niður um 15 milljónir eins og annað í menn- ingargeiranum. Því er ljóst að verk- lok verða ekki á næsta ári. Þór Magnússon þjóðminjavörð- ur kallaði á mann frá embætti húsa- meistara ríkisins og fjárlaga- og hag- sýslustófnun og verkfræðingur kom og kannaði húsakynnin. Þessir að- ilar hafa gert kostnaðaráætlun og samkvæmt henni kostar a.m.k. 18 milljónir að gera þannig við húsið að það haldi veðrum og vindum. Þar sem ástand hússins er svo slæmt sem raun ber vitni er öll frestun sem verður á flutningi ákaflega bagaleg. Bón- og þvottastöðin hf. Sigtúni 3, Sími 14820. Bón- og þvottastöðin hf. Sigtúni3 AUGLYSIR: ** Bifreiðaeigendur, vitið þið að það tekur aðeins 15 mínútur að fá bílinn þveginn og bónaðan, ótrúlegt en satt. Ath. eftirfarandi: Móttakan er í austurenda hússins, þar er bíllinn settur á færiband og leggur síðan af stað í ferð sína gegnum húsið. Eigendur fylgjast með honum. Fyrst fer bíllinn í hinn ómissandi há- þrýstiþvott, þar sem öll lausleg óhrein- indi, sandur og því um líkt, eru skoluð af honum, um leið fer hann í undir- vagnsþvott. Viðskiptavinir eru mjög ánægðir með þá þjónustu, því óhrein- indi safnast mikið fyrir undir brettum og sílsum. Síðan er hann þveginn með mjúkum burst- um (vélþvottur), þar á eftir kemur hand- þvotturinn (svampar og sápa). Hægt er að sleppa burstum og fá bílinn eingöngu handþveginn. Næst fer bíllinn í bónvélina og er þar sprautað yfir hann bóni og síðan herði. Að þessu loknu er þurrkun og snyrt- ing. 8 bílar eða fleiri geta verið í húsinu í einu, t.d. einn í móttöku, annar í háþrýstiþvotti, þriðji í handþvotti o.s.frv. Bíll, sem þveginn er oft og reglulega, endist lengur, endursöluverð er hærra og ökumaður ekur ánægðari og öruggari á hreinum bíl. Tíma þarf ekki að panta. Þeir sem koma með bílinn sinn í fyrsta skipti til okkar undrast hvað margt skeður á stuttum tíma (15 minútum). Verkfræðingurinn sem kallaður var ráðamönnum landsins virðist til telur að í hvert skipti sem rigni standa á sama þótt mestu menning- þurfi að taka verk safnsins niður í arverðmæti þjóðarinnar séu geymd öryggisskyni því leki getur komið í hripleku húsi og liggi nánast undir að safninu hvenær sem er. En for- skemmdum allan ársins hring. . . JOLAFAKGJOLD Sto KVcbO Os\ó Til London helgarferðir - vikuferðir brottför mánudaga eða föstudaga Verð frá 18.234.- (vikuferð) frá 13.922.- (helgarferð) faiandi Vestunjötu 5, tel. 17445 VEITINGAHUS AMTMANNSSTÍG 1 REYKJAVÍK SÍMI 91-13303 FIMMTUDAGS- OG SUNNUDAGSKVÖLD 12 HELGARPÓSTURfNN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.