Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 22
 * íW I fíSm r Wi ■* . KOKTEILHRISTANDI Mér sýnist að einstefnuaksturinn gildi þegar Islendingar fá sér neðan íðf. Bandaríski gamanþótt- urinn Staupasteinn sem sjónvarpið sýnir ó laugardagskvöldum vekur upp þá spurningu hvernig náungar veljist til starfa á íslensku börunum. Þá er ekki síður forvitnilegt að vita hvort þetta eru jafn miklir sáíusorgarar og þættirnir gera í skyn. Helgarpósturinn fór á stúfana og fékk sér einn frammi fyrir íslenskum barþjónum. Bjarni Guðjónsson á hótelbar Loftleiða: Barþjónar bragða'ða varla lengur við vinnu Bjarni Guöjónsson er reynslu- mestur þeirra barþjóna sem hérna er talað við. Hann hefur afgreitt í glösin á fertugasta og þriðja ár og reyndar komið víða við á þeim tíma; Borginni, Naustinu, Klúbbnum og síðustu sautján árin á barnum á Hót- el Loftleiðum . . . — Hvaö er þaö viö þetta starfsem fœr menn til þess aö helga þvl œvi sína? „Þetta er indælt starf sem á sér margar ægilega skemmtilegar hlið- ar,“ svarar Bjarni að bragði og síðan eftir umhugsun: „Það sem gefur manni líklega mest er umgangurinn við allt það ágæta fólk sem hingað kemur og staldrar smá stund við. Það lætur eftir sig litlar en oftast nær mjög notalegar minningar. Hitt er svo allt annað mál að starf bar- þjónsins er sennilega ekkert skemmtilegt í huga fjölskyldu hans. Vinnutíminn er þannig að maður á þess ekki kost að sjá fólkið sitt eins mikið og mann langar." — Hefur þér aldrei komiö til hug- ar aö skipta um starf á öllum þess- um áratugum sem þú átt aö baki sem barþjónn? „Ég held að sú hugmynd hafi aldrei hvarflað að mér. Þegar maður byrjar á annað borð í barmennsk- unni þá loðir hún við mann það sem eftir er.“ — Veröa menn kannski háöir þeim lífsreglum sem starf barþjóns- ins leggur manni? „Ég er ekki frá því. En það á ekki bara við um vinnutímann. Líka eðli sjálfs starfsins. Barmennskan snýst fyrst og fremst um það að umgang- ast fólk, jafnt broslegustu sem grát- legustu hliðar þess. Bara að því leyti getur þessi starfi verið allt frá því að vera niðurdrepandi og uppundir það að vera glimrandi. Maður tekur ósjálfrátt þátt í þessum sveiflum fólksins. Og líkast til er það þessi þátttaka sem gerir það að verkum að mann langar ekki að sinna neinu öðru.“ — Þú ert þannig maöur kunnugur litrófi mannlífsins? „Maður kemst ekki hjá því á bar sem þessum, hótelbar. Hérna hef ég kynnst fólki frá langflestum ríkjum veraldar og rætt við það um hvort heldur sem er; daginn og veginn eða dýpri hugðarefni. í þessu sam- bandi er nauðsyniegt að hafa í huga að hótelbarir eru allt öðruvísi í eðli sínu en barir á skemmtistöðum. Við hina siðarnefndu situr fólk sem er að skemmta sér. Svo þarf alls ekki að vera hjá fólkinu við hótelbarina. Það vill kannski bara setjast niður í smátíma og hugsa málin. Sumir eru að fá sér drykk til þess að komast niður á koddann, aðrir til þess að ná sér aðeins upp áður en þeir leggja út á skemmtanalífið. Og enn aðrir eins og ég segi; á meðan þeir hugsa sinn gang.“ — Þú segist kynnast fólki hvaöan- œva af kringlunni. Er viökynningin misjöfn? „Geysilega misjöfn." — Hvernig þá? „Fólk ber sig svo misjafnlega að við drykkjuna. Duttlungar þjóð- anna eru svo margvíslegir í því efni að manni liggur oft við brosi. Ég get til dæmis nefnt þér að þegar Banda- ríkjamenn setjast hérna við skenk- inn hjá mér þá er víst að ég þarf að blanda jafn marga drykki. Ein- hverra hluta vegna er það dóna- skapur í hugum þessara manna ef maður pantar sér það sama og næsti maður á undan.“ — Segöu mér aöeins af duttlung- um okkar íslendinga I þessum efn- um? „Þar gildir nú bara einstefnuakst- urinn.“ — Hvernig þá? „Mér finnst eins og flest þetta fólk á helgarfylleríunum hegði sér svip- að og sá sem er að reyna að ná sér niðri á sjálfum sér ...“ — Sjálfseyöingarhvöt! „Eitthvað svoleiðis." — Bjarni, er aldrei freistandi aö fá sér einn I vinnunni? „Nei, enda hefur maður vítin til að varast beint fyrir framan sig." — Hvaö þá meö einn á eftir vinnu? „Því síður. Þetta er svo til hætt alveg núna. Það var auðvitað mikið um það hérna áður fyrr að barþjón- arnir voru undir áhrifum. Það var á meðan mönnum fannst þetta meira skemmtun en vinna. Þetta er þræla- vinna.“ — Hver er helsti atvinnusjúkdóm- ur barþjóna? „Mér skilst að það sé annarsvegar fótamein vegna mikillar stöðu og hins vegar ýmsir öndunarsjúkdóm- ar út af því þrúgandi loftleysi sem jafnan er við barina. Hreint loft er þar hverfandi." Hörður Sigurjónsson ó Broadway: Horft upp á margar útbrunnar sálirnar Höröur Sigurjónsson steig sín fyrstu skref sem barþjónn bak við skenkinn á Astró-bar á áttundu hæð Hótels Sögu fyrir ellefu árum. Fyrir fjórum árum skipti hann yfir á bar- inn í Broadway, sem þá var að opna og þar blandar hann enn. Hann er fyrst spurður að því hvað hann telji að þurfi að einkenna góð- an barþjón. Svarið kemur um hæl... „Góð kímnigáfa" og svo bætir hann við: „Maður þarf líka að vera töluverður mannþekkjari til þess að geta notið sín eitthvað í þessu starfi. Ég hef oft saknað þess að hafa ekki tekið nokkra kúrsa í sálfræði áður en ég lagði út á þessa braut. Ég er sannfærður um að hún hefði komið sér vel. Barþjónar eru nefnilega miklir sálusorgarar oft á tíðum. Fólk sem maður hefur aldrei séð áður er tilbúið til þess að segja manni ævisögu sína í smáatriðum eftir að hafa skellt í sig einum. Eins er alltaf verið að spyrja mann álits á öllum sköpuðum hlutum . ..“ — Eins og hverjum? „Til dæmis tilgangi lífsins. Það sitja hérna hjá manni hoknir menn í öxlum og spyrja sig og mig hvort þetta þýði nokkuð lengur. Maður hefur horft upp á margar útbrunnar sálirnar, brostnu hjörtun, því er ekki að leyna." — Er þetta algengt? „Nei, það væru nú ýkjur hjá mér að segja að svona tilfelli væru al- geng. Oftast nær hafa menn það nú að yfirlýstu markmiði að koma hingað til þess að skemmta sér en ekki hið gagnstæða. Hinsvegar tek- ur maður bara betur eftir þessum lífsleiðu tilvikum ef við getum kall- 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.