Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 11
næstu helgi er farið að segja til sín í fjölmiðlum. Flestöll blöð lands- manna eru yfirfull af auglýsingum frá frambjóðendum sem ýmist „minna á sig“ eða segja frá afrekum sínum og mannkostum. Morgun- blaðið er yfirfullt af greinum eftir frambjóðendur til prófkjörs þar sem þeir reifa ýmis mál og málefni af óvenju miklu innsæi og gáfum. Margir minna á starf sitt og stöðu og telja það gefa þeim sjálfsagðan rétt til kjörs í ákveðin sæti. Mörgum manninum brá a.m.k. í brún þegar hann las auglýsingu frá Magnúsi L. Sveinssyni þar sem stóð skýrum stöfum: „Við minnum á, að 2. sætið er sæti forseta borgarstjórnar" og í framhaldi af því: „Kjósum því Magn- ús L. Sveinsson, forseta borgar- stjórnar í 2. sætið.“ Þessi auglýsing hefur farið heldur betur fyrir brjóst- ið á hinum frambjóðendunum og vakið almenna furðu og jafnvel hneykslan, því 2. sætið er alls ekki frátekið fyrir forseta borgarstjórnar, enda þyrfti Magnús L. þá ekki að fara í prófkjörsslag yfirhöfuð. HP vill minna á, að Albert Guðmundsson hafnaði í 3. sæti í prófkjörinu 1981 en varð engu að síður forseti borgar- stjórnar. Og þá viljum við ennfrem- ur minna á að Magnús L. hefur að- eins verið forseti borgarstjórnar í 5 mánuði af 41 mánuði sem er eðlileg- ur valdatími forseta borgar- stjórnar... c C^Ftofnfundurinn um Samtök nm gamla miðbæinn, sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag, var helst til einlitur að því er mörgum fannst. Reyndar hefur HP heyrt honum lýst sem framboðsfundi fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna borgar- stjórnarkosninga á næsta ári, en fyrir utan Davíð Oddsson sem fundarstjóra á staðnum voru tveir aðalræðumanna fundarins þeir Árni Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, báðir frambjóðend- ur fyrir kjörið um helgina. Fundar- ritari var síðan Ásgeir Hannes Eiríksson pylsusali og helsti hvata- maður að þessum fundi ekki ódygg- ari sjálfstæðismaður en Guðlaugur Bergmann í Karnabæ.. . l „framboðsræðunum" á þessum stofnfundi var lögð rík áhersla á þrjú atriði sem gætu glætt lífið í mið- borginni. Eitt þeirra var að fjölga íbúum hverfisins, annað að breikka gangstéttir á svæðinu og það þriðja að auka bílastæði þess. Margir heimsborgaranna á fundinum hristu hausinn þegar þeir heyrðu þessar tillögur, minnugir þess í hvaða borgum Evrópu mesta götu- lífið er; París, Róm, Köben, Amster- dam. í fáum borgum heims er jafn mikið bílastæðahallæri og einmitt í þessum fjórum borgum og miðbæj- arlífi þeirra líkt við kaos af flestum sem um þær fara. í borg á borð við Stokkhólm hinsvegar, þar sem drjúgur hluti miðbæjarins hefur verið jafnaður við jörðu fyrir bíla- stæði og breiðari gangstéttir, er götulífið með eindæmum fábrotið. Og Brasilía, dauðasta borg heims að margra mati, var fyrst og fremst byggð með þarfir bíla og gangandi í huga.. . s_ _ á Akureyri, Tryggvi Gíslason, hef- ur verið ráðinn í stöðu deildarstjóra á deild 1 á skrifstofu norrænu ráð- herranefndarinnar í Kaupmanna- höfn frá og með fyrsta apríl á næsta ári að telja, en deild þessi annast samvinnu Norðurlandanna á sviði menningar- og skólamála, fjölmiðl- unar og endurmenntunar. Það var Halldór Ásgrímsson samstarfs- ráðherra norrænna málefna í ríkis- stjórn Steingríms Hermannsson- ar sem gekk frá ráðningunni, en Tryggvi er sem kunnugt er fram- sóknarmaður. Þetta er í fyrsta skipti sem íslendingur hlýtur deildar- stjórastöðu á skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar. Þess má líka geta að einn af fyrirrennurum Tryggva í þessu starfi er Ivar Eske- land, en hann tók við þessu emb- ætti eftir að hann hætti hérlendis sem fyrsti forstöðumaður Norræna hússins í Vatnsmýrinni. . . ^f^^lienn eru strax að velta því fyrir sér hver muni verða eftirmaður Tryggva Gíslasonar í embætti skólameistara á Akureyri eftir að hann heldur til Köben. Eftir því sem HP heyrir þykir einna lík- legast að núverandi konrektor menntaskólans, Jóhann Sigur- jónsson, hreppi stöðuna. Jóhann mun vera hallur undir Sjálfstæðis- flokkinn í svipuðum mæli og Sverr- BÍLALEIGA REYKJAVIK: AKUREYRI: BORGARNES: VÍÐIGERÐI V-HÚN.: BLÖNDUÓS: SAUÐARKRÓKUR: SIGLUFJÖRDUR: HÚSAVÍK: EC'.ILSTAÐIR: VOPN AFJÖRDU R: SEYDISFJÖRDUR: FÁSKRÚÐSF'JÖRÐUR: HÖFN HORNAFIRDI 91-31815/686915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4Í50/4568 95-5884/5969 96-71498 96-41940/41594 97-1550 97-3145/3121 97-2312/2204 97-5366/5166 97-8303 interRent ir Hermannsson menntamálaráð- herra sem mun skipa í stöðuna þeg- ar þar að kemur. Annar innanbúð- armaður í M.A. hefur reyndar líka verið orðaður sem næsti skóla- meistari á brekkubrúninni nyrðra og er hann líka íhaldsmaður. Hér er átt við Guðmund Heiðar Frí- mannsson heimspeki- og ensku- kennara.. . n agblaðið NT skýrði frá því í síðustu viku að Guðna Baldurs- syni formanni samtaka homma og lesbía á fslandi hefði verið meinað- ur aðgangur að Loftleiðasundlaug- inni af ótta starfsfólks hennar og fastagesta við að hann væri haldinn AIDS. HP getur upplýst að Guðna hefur nú borist formleg afsökunar- beiðni frá forráðamönnum hótels- ins vegna þessa máls. í bréfinu, sem er undirritað af Einari Olgeirssyni hótelstjóra, er Guðni beðinn vel- virðingar á þeim óþægindum sem hann varð fyrir og honum jafnframt boðið að sækja sundlaugina og sam- hliða þjónustu eftirleiðis eins og ekk- ert hafi í skorist. .. ^^^^^iklar líkur eru á því að sjónvarpið hefji fasta starfsemi á Akureyri, jafnvel þegar frá áramót- um. Ýtir það vafalaust undir þetta, að þegar er vitað um að minnsta kosti tvo aðila í bænum sem í alvöru hafa kannað möguleika á grenndar- sjónvarpi ásamt gervihnattamót- töku eftir að ný útvarpslög taka gildi. Talið er að það muni verða Erna Indriðadóttir fréttamaður meðal annars við svæðisútvarpið sem veita muni þessari fyrirhuguðu starfsemi forstöðu. Af svæðisútvarp- inu er það annars heist að frétta að innan skamms mun hefja þar störf Haukur nokkur Ágústsson guð- fræðingur að mennt og kennari á Laugum. Sá er eiginmaður Hildu Torfadóttur sem lengi hefur unnið við dagskrárgerð hjá RÚVAK. Sem- sagt: Fjölskyldurnar á fullu, sam- kvæmt gömlum góðum útvarps- hefðum. . . eir eru lævísir Bandaríkja- mennirnir á Miðnesheiði og landar þeirra í sendiráðinu við Laufásveg- inn. Fyrir mörgum árum rituðu þjóðkunnir íslenskir menningar- jöfrar undir plagg, þar sem andmælt var amerísku hermannasjónvarpi á íslandi. Það var tekið úr sam- bandi. Nú, mörgum árum síðar, hafa þessi sjónvarpsmál fallið í sama far- ið. Málavextir eru þeir, að efni kana- sjónvarpsins er sent frá Keflavíkur- flugvelli í gegnum jarðstöðina Skyggni og geislanum beint í átt að bandaríska sendiráðinu til þess að starfsmennirnir geti skemmt sér við efni frá Bandaríkjunum. Sá böggull fylgir þó skammrifi, að kleift er að ná geislanum frá Skyggni í Breið- holti, Árbæ, Hlíðunum, Þingholtum og hluta af Kópavogi. Samkvæmt þessu geta tugþúsundir íbúa á Reykjavíkursvæðinu horft á kana- sjónvarpið. Ekki vitum við hvort ís- lenska sjónvarpið hefur orðið vart við þessa óvæntu samkeppni. . . || H H já Verslunarráði eru í vænd- um mannabreytingar. Kjartan Stefánsson, sem verið hefur blaða- fulltrúi ráðsins ku vera á leið upp í Ármúla til þess að ritstýra Frjáisri verslun. Margir urðu til þess að sækja um blaðafulltrúastarfið enda mun það vera nokkuð vel borgað. Á lokasprettinum eru nú einir fimm umsækjendur og það skondna við það er, að tvö þessara eru fjandvin- irnir úr Bandalagi jafnaðarmanna, Kristófer Már Kristinsson og Jónína Leósdóttir... BÖRN í BÍLUM ÞURFA VÖRN RÁÐGJAFAR STÖÐfi HÚSNÆÐISSTOFNUNAR Húsnæðisstofnun ríkisins hefur komið á fót sérstakri Ráðgjafarstöð. Við stöð þessa, og í tengslum við hana, starfa sérfróðir menn á öllum þeim sviðum, er snerta byggingarframkvæmdir og húsnæðiskaup. HLUTVERK: Að veita þeim einstaklingum ráðgjöf sem hafa hug á að eignast húsnæði. VIÐFANGSEFNI m.a.: Að aðstoða við gerð áætlana um fjármögnun. Að reikna út greiðslubyrði fólks og gjaldþol. Að miðla tæknilegum fróðleik. Að gefa góð ráð til sparnaðar og aukinnar hagkvæmni vegna kaupa eða byggingar húsnæðis. MARKMIÐ: Að húsnæðiskaupendur geti náð settu marki án þess að reisa sér hurðarás um öxl. KAPP ERBESTMEÐ FORSJÁ o&Húsnæðisstofnun ríkisins LJ LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK Flutt í Brautcarholt 3 (MJÖLNISHOLT 14) Sýnum 86 línuna í innréttingum frá r INVtTA í nýju húsnæöi ELDASKÁLINN Nóatún BRAUTARHOLTI 3 • NYTT SIMANUMER: 621420 HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.