Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 20
ÍNRÍíikill urgur er í mörg- um verkalýðsfélögum sem eiga landspildur og hús í orlofsbyggð verkalýðsfélaganna í Svignaskarði. Hin nýja orlofsbyggð, þar sem Iðja og fleiri verkalýðsfélög hafa byggt bústaði sína og reka sameiginlega undir einu rekstrarfélagi, hefur yfir að ráða þjónustumiðstöð sem nú er að mestu risin. Um þessa þjónustu- miðstöð stendur mikill styrr. Málið er þannig vaxið, að verkalýðsfélög- in höfðu gert ráð fyrir fundarher- bergi og annarri þjónustuaðstöðu í húsinu en í ljós hefur komið að þjón- ustumiðstöðin er eiginlega stórt baðhús. Flestir bústaðanna hafa aft- ur á móti engin böð eða sturtur og eru menn mjög óhressir með að þurfa að rölta upp í þjónustumið- stöð til að skella sér í sturtu þegar lít- ið mál hefði verið að tengja fyrir böð í húsunum. í þjónustumiðstöð- inni er ennfremur mikil og góð íbúð fyrir forstöðumann miðstöðvarinn- ar og líta margir svo á að þarna sé risið nokkurs konar einbýlishús með fjöldasturtum. Arkitekt að mið stöðinni er Jón Ólafsson en for- maður stjórnar rekstrarfélags Svignaskarðs er Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssam- bands iðnverkafólks og nýlegur fall- kandidat í miðstjórn Aiþýðubanda- lagsins. Guðmundur hefur þótt einkar ósveigjanlegur og einræðis- legur í vinnubrögðum sínum við byggingu þjónustumiðstöðvarinnar og vilja margir kenna honum um að byggingin sé orðin eins og hún er. Þó gekk gjörsamlega fram af mönn- um nýverið þegar lögð var fram kostnaðaráætlun fyrir rekstrar- félagið og kom í ljós að áætlunin hafði orðið helmingi meiri en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi. Reiddust margir forráðamenn verkalýðsfélaga og harðneituðu að taka þátt í þessari vitleysu og mikla kostnaði. Lauk þessu máli á þann veg að tveimur aðilum var falið að kanna öll þessi mál til hlítar og hvernig á þessum háa kostnaði og mistökum gæti staðið. Hinir tveir aðilar eru Gudmundur Hilmars- son formaður félags bifreiðavirkja og Pétur A. Maack hjá Verslunar- félagi Reykjavíkur. Guðmundur Þ. Jónsson mun vera mjög óánægður með þessi málalok en umsjónar- maður staðarins, Þórhallur Björnsson frá Akranesi mun hins vegar vera mjög ruglaður á þessu uppistandi öllu því flestir aðilar eru upp á kant og leita til hans með öll sín vandræði... ■ lötuútgáfan fyrir jólin mun vera nokkuð minni en í fyrra. Búist er við um 70 LP-plötum íslenskum og verða flestar þeirra gefnar út af einkaaðilum. I fyrra og hitteðfyrra var fjöldinn rösklega hundrað plöt- ur en dreifðist útgáfa þeirra á nokkr- ar vikur fyrir jól. Nú mun hins vegar útlit fyrir að plöturnar komi út á sama tíma; nokkrum dögum fyrir jól. Talið er að um 80—90% af þess- um plötum hreinlega standi ekki undir sér í þessari hörðu samkeppni á fáum dögum... ESinn þeirra sem verður með plötu á jólum er grínistinn og leikar- inn Þórhallur Sigurðsson, öðru nafni Laddi. Plata hans sem kemur út á næstu dögum heitir „Einn voða vitlaus" og er samansafn af nýju og gömlu glens- og grínefni. Þar eru margar frægar gamlar persónur eins og Eiríkur Fjalar og fleiri, en einnig eitthvað um nýja, alþjóðlega karaktera, t.d. Tarsan apabróðir og James Bond. Þá mun Laddi einnig syngja söng um bjórlíkið sem vænt- anlega verður útfararsöngur. .. ^^^ttir úr tónlistarheiminum: Breytingar munu væntanlegar á hljómsveitinni Mezzoforte. Bassa- leikarinn Jóhann Amundsson mun vera á förum frá hljómsveitinni og ku ástæðan vera sú, að hann vilji helga sig meira fjölskyldunni. Ekki er enn búið að finna nýjan bassa- leikara .en við heyrum að hans sé nú leitað logandi ljósi... B W/0 ókaforlagið Svart á hvítu er um margt sérstætt. Eins og fram hef- ur komið [ fréttum sendir forlagið frá sér Islendingasögurnar í tveimur rúmlega þúsund síðna bindum núna um mánaðamótin. Hlálegt verð safnsins var ákveðið löngu áður en farið var að vinna verkið á fullum dampi, en það skyldi verða krónur 2450 í venju- legu bandi, hvort bindið fyrir sig. Nú mun hinsvegar vera komið í ljós, að því er HP hefur heyrt, að kostnaður við vinnslu bókanna sé að æða fram úr öllum áætlunum og verði allt að tveimur milljónum meiri en upphaf- lega var talið. Er haft fyrir satt að ná- kvæmni fræðinganna sem annast framsetningu textans og færslu yfir á nútímamál sé það óskapleg að jafnvel hafi hálfu dagarnir farið í að komast að réttri kommusetningu einstakra setninga, en þetta sé ein af ástæðunum fyrir kostnaðarhækk- uninni við undirbúning verksins. Ætla mætti að forlagið þyrfti að hækka verð íslendingasagnanna í samræmi við þessa útgjaldaaukn- ingu. Og vissulega þarf það þess, en ætlar bara ekki að gera það. Eftir því sem HP heyrir telja forráðamenn þess sig hafa skuldbundið sig gagn- vart þeim aðilum sem þegar hafa pantað bindin á upphaflega gefnu verði. Verðinu verði því ekki hagg- að, en þess freistað í staðinn að selja bara fleiri bindi svo útgáfan geti staðið undir kostnaðaraukanum. Þetta er sannarlega gleðifrétt á vor- um verðbólgnu tímum... TRYGGJUM ATHAFNA- MANNINUM ÞÓRI LÁRUSSYNI ÖRUGGT SÆTI í BORGARSTJÓRN SkrifstQfa okkar í Síöumúla 29 — er opin alla virka daga kl. 14 - 22 ® 34425 & 82314 Stuðningsmenn ... að fenginni reynslu á störfum Þóris Lárussonar — innan og utan Sjálfstæðisflokksins — lýsum við okkar fyllsta stuðningi við hann í væntanlegu prófkjöri, sem fram fer í Reykjavík 24. og 25. nóv. nk. ÞÓRI í BORGAR STJÓRN 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.