Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea J. Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Dreifing: Garðar Jensson (heimastmi: 74471) Afgreiðsla: Berglind Björk Jónasdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Sigur HP og nýi pappírsbáturinn i júníbyrjun á þessu ári varp- aði Helgarpósturinn fram þeirri spurníngu hvort Hafskip væri að sökkva, og undirbyggði þá tilgátu í greinargóðri og vand- aðri umfjöllun. Þeim skrifum var svarað með ofstæki af hálfu skipafélagsins, og stjórnarsam- þykkt aðalfundar að stefna rit- stjóra og Ijósmyndara. Allir ís- lenskir fjölmiðlar birtu við- brögð Hafskipsmanna með miklum uppslætti en ekkert blað, og hvorki útvarp né sjón- varp, gerði sjálfstæða tilraun til að kanna málið og rannsaka hvort eitthvað væri til í staðhæf- ingum Helgarpóstsins. Blaðið stóð eitt uppi. En Helgarpóstur- inn gafst ekki upp. Málið var unnið áfram og unnið til hlítar á íslandi, í Bandaríkjunum og víða um Evrópu. í fjölmörgum greinum í sumar og haust hefur Helgarpósturinn flett skipulega ofan af lygum forráðamanna Hafskips. Allt það sem Helgar- pósturinn hefur verið að segja á síðustu mánuðum hefur reynst rétt. Og nú keppast fjölmiðlar við að segja frá hruni skipafé- lagsins og málið er tekið upp á Alþingi. Svarið við forsíðuspurningu Helgarpóstsins þ. 6. júní er komið: Hafskip er sokkið. Og nú er reynt að dylja botnsigl- ingu skipafélagsins með stofn- un pappírsfyrirtækis með DV- kóngana Svein R. Eyjólfsson og Hörð Einarsson í fararbroddi en þeir eru skyndilega orðnir stórvinir Sambandsins. Það er öllum þenkjandi mönnum Ijóst, að þótt stofnun fyrirtækisins sé talin lögleg samkvæmt lagabókstaf, er þarna á ferðinni algjört siðleysi gagnvart öllum þeim sem Haf- skip skuldar fé, og þá einkum erlendum aðilum. Og yfir þenn- an skollaleik leggur ríkisbank- inn Útvegsbanki blessun sína. Það sýnir best hve mikil ör- vænting hefur gripið um sig í bankanum. Nú skal allt reynt til þess að pólitískt skipaðir bankastjórar og pólitískt skipað bankaráð haldi andlitinu þótt þeir séu búnir að missa niður um sig. En víst er að sitthvað á eftir að koma í Ijós þótt eitt hlut- verka hins nýja skipafélags sé að fela bókhald Hafskips hf., því þar er hinn Ijóti sannleikur falinn. Og þá erum við ekki að tala um maðk í mysunni heldur maðkaveislu í mysunni. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Um Hermann Másson og Gudberg Bergsson „Bráðum koma jólin“; mælti vitur maður forðum og hlaut heimsfrægð fyrir og offjár að launum. Síðan hafa skáld, heimspekingar og bóhem víða um jarðir haft þessi fleygu orð' að leiðarljósi, einkum þó er jólin nálgast. Rísa þá á menningarfram- leiðendum hin ýmsustu tippi, þar á meðal bókaútgefendum. Bækur verða vinsælar upp úr þurru og mik- ið húllumhæ á sér stað um heims- byggð alla. Keppist hver útgefandi og rithöfundur um að gera vöru sína sem boðlegasta markaðnum og er litlu til sparað. Einni bók hefur öðrum fremur tekist að slá í gegn á innsíðum dag- blaða borgarinnar. Ég á við Frosk- mann Hermanns Mássonar. En í því tilfelli er það ekki bókin sjálf sem mesta athygli vekur, heldur hin kyn- lega nánast kynferðislega dula sem umlykur höfundinn, líkt og þari, skeljar, dauðir krabbar, kúkar og klósettpappír umlykja hafmeyjar, hverjar við sjáum aldrei nokkurn tíma vegna þessa. Höfundur kveðst vera undir sterk- um áhrifum Rolands nokkurs Barth- es, strúktúralísks textakafara, sem því miður kemst aldrei upp á grunn- sævið þar sem hafmeyjarnar baða sig allsnaktar upp úr löðri. Roland er líka jafn fjarri því að spyrja „por- uque pas“ og ísbirnir eru fjarri mör- gæsum. Hann hefði í mesta lagi spurt „pourque" eða bara sleppt því alveg. Hér eru því maðkar á sveimi í mysu. Athygli mína vakti Ijósmynd er líktist óþægilega Guðbergi nokkr- um Bergssyni á hátindi gelgjuskeið- is síns á kápu umræddrar bókar. Hvað átti fyrsta flokks skallapoppari uppá dekk á bókarkápu yngsta og athyglisverðasta ungskáldsins? A mig runnu tvær grímur, önnur kóm- ísk, hin ekki. Þriðja gríman grómleit mjög, híaði framan í heiminn er ég steig oná bók Gubba, Hermann og DíDí fyrir tilviljun oní kjallara á dög- unum. Upp rann ljós, ég minntist hinna mörgu hermanna sem læðst hafa mismunandi pukurlega um síður bókanna hans Gubba í gegnum ár- in. Þvílík hugmynd, þvílíkt trikk, þvílíkur snillingur ertu Guðbergur, það má segja. Látum vera þó Kurt Vonnegut, Volesjin hinn rússneski og fleiri hafi uppgötvað trikkið fyrir löngu, það spillir ekki. Maðurinn nærist jú á umhverfi sínu. En að hugsa sér Guðberg Bergsson tala um klofstykkislausar hafmeyjar á rómantískan hátt, er næsta óhugs- andi. En trikkið hans hefur sennilega heppnast, bókin hefur hlotið sína at- hygli (um það vitnar þessi grein), til- ganginum er náð. En peningaþefur- inn er óbærilegur, hreinræktuð Ioðnustybba, hálfu verri en kúka- lykt. Ég óska þó froskmanni þínum ekki hægrar drukknunar í loðnuþró, slíkt væri ósæmilegt. Ég vona samt af heilum hug að hún DíDí reyni ekki að sanna sjálfstæði sitt, sem kona, og gerist frægur rithöfundur á einni nóttu um næstu jól. Vonandi ekki, því við sjáum í gegnum þig helvítið þitt Guðbergur og kvikindishátt þinn og Davíðs og alls íhaldsins og kapítalísk vinnu- brögð ykkar, þó froskmaðurinn gangi laus. Hann fær að ösla loðnar leirurnar loðinn um lófana og rakur upp í klof við ætisleit, til hverrar hann var jú skapaður. En svona mynd fá þeir á sig sem nálgast íhald- ið um of og taka upp á því að grýta steinvölum úr glerturni með glott á vör. Þú ert skallapoppari Guðbergur og því verður ekki bjargað fyrir horn með svo döpru sölutrikki að lífga eina af þreyttustu persónum þínum við líkt og gerðist með Frankenstein forðum, og að hleypa henni síðan æpandi frjálsri út í þá hömlulausu ofneysluorgíu sem nú fer í hönd og á ekkert frekar skylt við Jesús Jósefsson en þú, Guðberg- ur Bergsson átt skylt við ungskálda- hópinn sem þú óður og uppvægur vilt troða þér í. Þú hefur ekki fundið upp neitt yngingarmeðal, því miður. Taktu því þessu heilræði Guðbergur, farðu beina leið í steininn, þú færð engar tvö þúsund krónur þótt þú farir yfir byrjunarreitinn, mundu það. Þannig lýk ég þessum pistli. R.Ó. (Freyr Þormódsson) „Fátt er svo meö öllu illt, aö ekki boöi nokkuð gott“ Fátt hefir vakið meiri gagnrýni al- þjóðar á undanförnum áratugum en hin skefjalausa útþensla bankakerf- isins. Er nú svo komið að fleiri eru við störf í peningabúðum en við sjó- sókn. A síðustu árum hafa ráðandi ríkisstjórnir haft uppi nokkra til- burði til þess að ráða bót á þessari ráðleysu. A áttunda áratugnum starfaði nefnd valinkunnra sæmdar- manna á vegum þáverandi ríkis- stjórnar að því að leita leiða til að fækka bönkum, en án árangurs. Þegar Matthías Matthiesen varð ráðherra bankamála vorið 1983 skipaði hann nýja nefnd til að semja frumvarp til nýrra bankalaga, þar sem fækkun banka með samein- ingu væri ofarlega á blaði. Þetta nýja frumvarp til bankalaga var af- greitt sem lög á síðasta þingi og öðl- ast gildi um næstu áramót. Ekki náðist samkomulag um fækkun banka, en þó mun hafa komið til tals sameining Búnaðarbanka og Út- vegsbanka. Nú virðist í augsýn sjálf- virkur samdráttur í bankakerfinu, þar sem þekkt skipaútgerð er á góðri leið með að sigla Útvegsbank- anum í strand. LAUSNA SKÁKÞRAUT 23. Mátin standa í röð og bíða eftir svarti: 1. —c6 2. Rb6, 1. c2 2. Dxc2, 1.—H- 2. Bb5. Það er aðeins einn leikur sem ekki leiðir til máts, 1. —dc5, og þá er að bjarga því: 1. Ha4 dc5 2. b5 mát. Hin mátin eru óbreytt. 24. Hér er svipaða sögu að segja: 1. —Ka4 2. Rc3,1.-Kc4 2. Ra3,1.-Kxa6 2. Rxc7. Það er aðeins 1—Kxc6 2. Rd4 sem ekki er mát og auðvelt að bæta úr því: 1. Bh3. Yrðu þá ríkisbankarnir aðeins tveir, eins og margir hafa talið nægi- legt. Með þessu gæti ríkið loks leyst að stórum hluta húsnæðismál Stjórnarráðsins, með því að fá mikið skrifstofuhúsnæði við Lækjartorg. Vonandi verður þetta tækifæri ekki látið ónotað. Eins og fyrir fáum árum þegar ríkið fór að styrkja sama banka með milljónaframlög- um til fleiri ára, í stað þess að leggja hann þá þegar niður. Til eru þeir menn, sem ekki mega hugsa til þess að Útvegsbankinn verði iagður niður. Núverandi ráð- herra bankamála Matthías Bjarna- son sagði í ræðustóli á Alþingi 14. þ.m., að ef Útvegsbankinn yrði lát- inn hætta störfum myndi öll útgerð í stærsta útgerðarbæ landsins, Vest- mannaeyjum, leggjast niður, því þar væri hann eini bankinn. Minna má það ekki kosta. Það átti með öðrum orðum að verða meira áfall fyrir Vestmannaeyinga að missa Útvegs- bankann, en að fá yfir sig eldgosið 1973, þegar allir urðu að flýja eyj- arnar. Þó var útgerð Eyjaskipa þá haldið áfram af fullum krafti til ver- tiðarloka, þó við erfiðar ástæður væri að fásL Nei, sól Útvegsbankans má alls ekki ganga til viðar þótt tímabund- inn sólmyrkvi hafi orðið. Vakri Skjóni hann skal heita . .. þó að meri það sé brún. Þegar íslandsbanki lokaði útibúi sínu í Vestmannaeyjum 1. febr. 1930 eftir að það hafði verið starfrækt frá 1919 sendi Landsbankinn þegar Hilmar Stefánsson til Eyja og hann einn annaðist alla bankafyrir- greiðslu til vertíðarloka. Voru þá gerðir þaðan út uppundir hundrað vélbátar. Ekki held ég að það hafi heidur hamlað útgerð og uppbyggingu á Seyðisfirði þó Landsbankinn yfir- tæki fyrir nokkrum árum útibú Út- vegsbankans þar. Fjárfesting bank- anna í útibúum hér í Reykjavík og úti á landi hefir verið gegndarlaus. T.d. hafa fjórir bankar útibú í Kefla- vík til viðbótar öflugum sparisjóði. Bankarnir hafa Ieikið það, að gleypa sparisjóði dreifbýlisins, svo heima- menn hafa orðið ómyndugir um ráðstöfun eigin fjármuna. Eins og alþjóð er kunnugt eru bankastjórar með kauphæstu mönnum landsins. Og . hafa auk fastra launa rífleg fríðindi til margra átta. Þeir hafa vísitölutryggðan líf- eyrissjóð, án þess að þurfa að greiða tillag til hans, frían síma og eru þar á sama bási og öryrkjar og einstæð gamalmenni með fulla tekjutrygg- ingu. Þá eru ótalin bifreiðahlunn- indi. Almenningur hrökk við á sið- asta vori þegar upplýst var að bankastjórar ættu að fá 450 þúsund krónur á ári í bíiastyrk, til þess að komast í vinnu og úr. Svo mikil um- ræða hófst í fjölmiðlum um þetta mál að það var tekið til umræðu á Alþingi. Og var látið heita svo að þessu styrkjaformi yrði breytt. En trúlega til lítillar skerðingar. Þessi háu laun og hlunnindi eru réttlætt með því að þessir menn hafi svo mikla ábyrgð. En hver er hún? Ekki bæta þeir skakkaföllin úr eigin vasa. Og hver er ábyrgð Seðlabank- ans? Þessa stóra hjarta fjármálanna, sem allar lífæðar bankakerfisins iiggja til. Á hann ekki ásamt banka- eftirlitinu að sjá til þess að reglur um lánveitingar séu haldnar? Sam- kvæmt síðustu fréttum skuldar Haf- skip h/f Útvegsbankanum yfir 700 millj. Er það látið afskiptalaust að ein- um aðila séu lánuð hundruð millj- óna, án fullgildra trygginga, á sama Athugasemd Það er alvörumál að vera kennd- ur við okurmál. Þannig hafa tveir prýðismenn í miðbænum, báðir rakarar, haft samband við HP og óskað eftir því, að fram kæmi í blað- inu, að þeir hefðu hvergi komið ná- lægt okurlánum. í okurlánagrein í síðasta blaði var einn í „potti" Hermanns nefnilega rakari, með köflum að vísu. Þeir sem óskuðu þess, að við tækjum fram, að þeir tíma og „litla manninum" er neitað um lágt víxillán gegn margfaldri tryggingu, með hinu hefðbundna svari bankastjóra. „Engir peningar til.“ Hefur Útvegsbankinn áður tengst vafasömum viðskiptum? Lít- um til baka um tæpa tvo áratugi. Fyrir réttum 19 árum, um miðjan nóvember 1966, upphófst hið svo- nefnda Jörgensensmál. Þá hrópuðu allir fjölmiðlar hátt um það, að hér væri uppkomið svo stórfellt misferli í gjaldeyrisviðskiptum að slíks væru engin dæmi hér á landi. En hvað skeður? Jörgensensmálið er að velkjast í dómskerfinu í þrettán ár, en löngu áður en því lauk með hæstaréttardómi og eftir að löggiltir endurskoðendur voru búnir að vinna í því árum saman fyrir hundr- uð þúsunda, var ríkissaksóknari neyddur til að afturkalla ákæruna um gjaldeyrisbrot. Vegna hvers? Þáverandi ráðamenn bankans höfðu gert svo á sig í viðskiptum við Jörgensen, að þeir hefðu ekki slopp- ið heilskinna frá máiinu, ef það hefði gengið rétta boðleið í dóms- kerfinu. En allir aðilar undir huliðshjálmi Frímúrarareglunnar. Sigurjón Sigurbjörnsson hefðu hvergi komið nálægt okurlán- um, eru þeir Páll Sigurðsson rakari í Eimskipafélagshúsinu og svo Sig- urður Runólfsson í Hafnarstræti 8. Hafi þessir menn orðið fyrir óþæg- indum biðjumst við velvirðingar á því. — Þá hefur þeim tilmælum ver- ið beint til okkar, að þess væri getið í HP, að Guðmundur Eiðsson frá Þúfnavöllum í Hörgárdal, fyrrver- andi útibússtjóri Búnaðarbankans í Stykkishólmi sé ekki sá útibússtjóri sem HP hefur nefnt í sambandi við okurmál Hermanns Björgvinssonar. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.