Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 9
FJOLMARGIR OKURLANARAR A KREIKIAUK HERMANNS: VERDUR LAGT TIL ATLÖG U eftir Guðmund Arna Stefánsson VID ÞÁ? Okurlánamál Hermanns Björg- vinssonar, sem hefur verid á hvers manns vörum frá því hann var handtekinn um sídustu mánada- mót, er langt frá því að vera eitt sinnar tegundar. Margir spyrja hvort handtaka Hermanns sé að- eins upphafið að umfangsmikilli út- rás Rannsóknarlögreglunnar í þess- um efnum. Helgarpósturinn hefur það eftir áreiðanlegum heimildum innan Rannsóknarlögreglu ríkisins, að þeir hafi fregnir afog allítarlegar upplýsingar um starfsemi nokkurra aðila, sem hafi rneð höndum svip- aða okurlánastarfsemi og Hermann Björgvinsson. Enda mœtti það furðu sæta, ef lögregluyfirvöld hefðu ekki almenn- ar upplýsingar um þá viðamiklu undirheimastarfsemi sem þrífst hér í borginni á þessu sviði. Helgarpósturinn hefur þannig fregnað frá fjölmörgum heimildar- mönnum, sem ekki aðeins ber sam- an, heldur eru mjög áreiðanlegir fyrir þær sakir, að margir þessara sömu heimildarmanna hafi fengið lán á þessum markaði; að í Reykja- v'tk séu ekki fœrri en 10—15 stœrri okurlánarar. Það liggur og fyrir, að við hina umfangsmiklu rannsókn á máli Her- manns Björgvinssonar, hafa fjöl- mörg nöfn skotið upp kollinum í þessu sambandi; þeir sem yfir- heyrðir hafa verið vegna viðskipta við Hermann Björgvinsson hafa nefnt til sögunnar fleiri aðila í borg- inni, sem hafa sviplíka okurlána- starfsemi í gangi. Spurningin er hins vegar þessi: Mun Rannsóknarlögreglan bíða þess að formleg kæra berist frá ein- HELGARPÓSTURINN HEFUR 100 NÖFN OKURLÁNARA OG FÓRNARLAMBA. OKURLÁNARAR FLJUGA NO LÁGFLUG, EN „ÞÖRF“ ER Á ÞJÓNUSTU ÞEIRRA í JÓLAVERTÍÐINNI. LÖGREGLAN HEFUR KORTLAGT OKURLÁNAUNDIR- HEIMANA EN BÍÐUR ÁTEKTA. hverjum vegna umsvifa stórra fjár- magnseigenda sem stunda okur- lánaviðskipti, eða mun hún láta til skarar skríða á grundvelli þeirra upplýsinga sem hún hefur undir höndum eða getur aflað sér með auðveldum hætti? Halda að sér höndum HP hefur fyrir satt, að síðustu vik- urnar hafi gjörsamlega verið lokað hjá okurlánurunum og stórir okur- lánarar hafi dregið mjög úr öllum umsvifum sínum á þessu sviði. Þeir hafi ákveðið að fljúga lágflug, — undir radar. En varla lengi, því jóla- vertíðin er á næsta leiti.' Ennfremur hefur því verið haldið fram af kunnugum á peningamark- aðnum, að svo mikið fum og fát hafi gripið suma þessara okurlánara, að þeir hafi komið bókhaldi sínu á skot- helda staði, þar sem það fyndist aldrei þrátt fyrir leit lögreglu. Það er hins vegar fyrirliggjandi að ávísanaskipti, eins og er algengasti viðskiptamátinn í okurlánunum, gera það að verkum að tiltölulega auðvelt er fyrir lögreglu að rekja viðskipti aðila í bankakerfinu. Víst er það svo, að margir þeirra aðila sem stunda okurlán hafa ýms- an annan rekstur með höndum, en það fer vissulega ekki framhjá rann- sóknaraðilum þegar viðskipti fyrir- tækja þeirra eru skoðuð, á hvern hátt þau viðskipti eru. Ávísanaskipt- in á reikningum viðkomandi segja sína sögu ein út af fyrir sig. Á það hefur t.d. verið bent, að það eitt, hversu háar fjárhæðir gengu inn og út af reikningi Hermanns Björgvinssonar, hefði átt að leiða til lögreglurannsóknar á fyrirtækinu löngu áður en kæra sú kom til, er hratt rannsókninni af stað. Nákvæmlega eins er í pottinn bú- ið hjá þeim okurlánurum öðrum, sem mest hafa verið áberandi á markaðnum hin síðustu misseri. Milljóna, tugmilljóna og jafnvel hundruð miiljóna viðskipti þeirra á ávísanareikningum viðkomandi tala sínu máli. Borðliggjandi mál Úr bankakerfinu hefur Helgar- pósturinn líka fregnað, að víða hafa bankastarfsmenn velt því alvarlega fyrir sér, hvernig á því geti staðið, að opinberir aðilar stöðvi ekki þau ávísanaviðskipti sem viðgengist hafa um langt skeið með þessum hætti. Starfsmenn bankanna eru bundnir trúnaði og geta því ekki lagt fram kæru, en það hefur ekki breytt því, að sín á milli hafa margir þeirra rætt þessi mál og undrast sinnuleysi yfirvalda í þessum efn- um. Það sér og hver maður, þegar meðalstór verslun, eða venjulegt heildsölufyrirtæki, eða lögfræðing- ur í bænum, velta á ávísanareikn- ingum sínum þeim geysiháu upp- hæðum sem skipta um eigendur í okurlánabransanum, að viðskipti viðkomandi aðila eru úr öllum takti við umsvif fyrirtækja þeirra. Þar er langtum meira að baki. Og hvaða skýring er á því, þegar verslunareigandi, lögfræðingur eða heildsali, svo þrjú raunveruleg dæmi séu tekin, gefa út ávísanir á einstaklinga og fyrirtæki útí bæ — stórar fjárhæðir — og fá svo til baka ávísanir inn á reikninga sína frá þessum sömu aðilum nokkrum vik- um eða í mesta lagi nokkrum mán- uðum síðar? Skýringin er ekki nema ein: Þessir aðilar lána fé — skrifa út ávísanir — fá svo borgað til baka að viðbættum okurvöxtum í ávísunum frá skuldurum. Eins og Helgarpósturinn greindi frá í síðasta tölublaði, þar sem eink- anlega var fjallað um mál Her- manns Björgvinssonar, þá hefur blaðið undir höndum nafnalista upp á ein hundrað nöfn, sem með einum eða öðrum hætti tengjast okurlána- markaðnum í Reykjavík. Þar er bæði um að ræða þá sem lána og „fórnarlömbin", þá sem hafa talið sig nauðbeygða til að taka lán af þessu tagi. Af þessum hundrað eru flestir ,,í virkum“ viðskiptum, en nokkrir þó, sem virðast hafa haldið að sér höndum í seinni tíð. Helgarpósturinn hefur fyrir því traustar heimildir, að lögreglan hyggist ekki láta til skarar skríða að svo komnu máli gagnvart þessum alræmdu okurlánurum bæjarins, sem hér hafa verið gerðir að umtals- efni. Ekki vegna þess, að lögreglan viti ekki um tilvist og gjörðir þess- ara manna — það veit hún sam- kvæmt upplýsingum HP — heldur er fæð starfsmanna kennt um. Lög- reglan mun eiga nóg með að vinna að hinu umfangsmikla máli Her- manns Björgvinssonar — er með fullar hendur af verkefnum. Þá veit Helgarpósturinn til þess, að nokkur eftirvænting er ríkjandi innan Rann- sóknarlögreglunnar varðandi það, hvernig ríkissaksóknari muni taka á málinu, þegar rannsókn verður lokið og málið komið í hans hendur. Spurningin, hvort Hermann Björg- vinsson verði einn sóttur til saka, eða hvort allt verði lagt undir og all- ur skarinn sóttur til saka, er ekki aðeins ofarlega á baugi hjá almenn- ingi, heldur og rannsóknar- mönnum. Og innan Rannsóknarlögregl- unnar vilja menn sjá hverja fram- vindu þetta fær í kerfinu, áður en lagt er í gífurlega vinnu sem fylgdi hugsanlegri umsvifamikilli árás að hinu viðtæka kerfi okurlánara í borginni. Skrautlegur listi Listi með nöfnum þeirra meintu okurlánara sem Helgarpósturinn hefur safnað úr ýmsum áttum frá fjölmörgum áreiðanlegum heimild- armönnum er æði skrautlegur. Þar má finna nöfn manna úr fjölmörg- um stéttum. Eitt er þó athyglisvert: Konur fyrirfinnast varla í hópnum nema þá sem fylgifiskar stórlax- anna og í algjörum aukahlutverk- um. Jafnrétti kynja hefur enn ekki náð inn á okurlánamarkaðinn. Sem betur fer, segja vafalaust flestir. En þrátt fyrir mismunandi þjóðfé- lagsstöðu okurlánara og fylgifiska þeirra, verður ekki framhjá því horft, að flestir þessara aðila koma úr eftirtöldum starfsgreinum: Þeir sem hafa með höndum verðbréfa- og víxlaviðskipti af einu eða öðru tagi, innflutningsaðilar, lögmenn (einkanlega þeir dugmiklu við inn- heimtustörfin), fasteignasalar. menn í verslunarrekstri af einu eða öðru tagi. Þetta er ekki tæmandi skrá, en óneitanlega koma mörg nöfnin úr áðurgreindum þjóðfélags- stigum. En fjármagnseigendur koma víðar að og Helgarpósturinn hefur t.a.m. orðið þess var, að nöfn ákveðinna yfirmanna í bankakerf- inu koma títt upp hjá heimildar- mönnum blaðsins. Og svo eru það þeir menn, sem hreinlega virðast ekki gera nokkurn skapaðan hlut, en eiga alltaf nægilegt fé. Einn slík- ur er t.a.m. á lista Helgarpóstsins. Maður vel þekktur í bænum, keyrir um á drekum og margir undrast hvaðan hann fær sitt ráðstöfunarfé. En það er ekki flókið mál. Okur- lánastarfsemi er hans deild. Okurlánastarfsemi er hættuspil, þótt oftast sé ágóðinn tryggur. En það er þó alltaf sú hætta, að skuldari geti ekki greitt. Hvort það er vegna þessa áhættuþáttar eða ekki, þá eru menn sem hafa gaman af peninga- spili og stunda það grimmt í ákveðn- um spilaklúbbi við Hverfisgötuna einatt nefndir þegar okurlán eru annars vegar. Þessir menn eru sum- ir hverjir nánast daglegir gestir á síðum dagblaðanna, þótt tilefnið sé þá annað en meint okurlán eða spilafíkn. Það er hins vegar rétt að taka það fram, að í krónum talið, eru þessir menn ekki stórir í bransan- um. En þeir eru með. Spennan kitlar. Hér áður var minnst á lögmenn. Það er alls ekki svo að öll lögmanna- stéttin liggi þar undir, heldur er fyrst og fremst um að ræða fjórar lög- mannastofur — en alls eru lögfræð- ingarnir átta. Mismunandi umsvifa- miklir, en láta þó allir til sín taka. Á a.m.k. þremur fasteignasölum í bænum er að finna menn sem lána peninga með okurvöxtum. Þessa kontóra er að finna rétt austan við miðbæjarkvosina. í tveimur tilvik- um eru eigendur þeirra ekki inni í dæminu, þótt furðulegt megi teljast, ef þeir vita ekki um athæfi starfs- manna sinna. Verðbréfaskrifstofur þær sem nefndar voru, auglýsa allar þjón- ustu sína, þótt það sé með lítt áber- andi hætti og aðeins í einu dagblaði, sem eitt blaða býður upp á það aug- lýsingaform. Innflutningsaðilar eru í flestum til- vikum þeir sem þurfa á lánum að halda — eru fórnarlömbin. Hins vegar eru sum innflutningsfyrirtæk- in sterkari en önnur og geta stundað lánastarfsemi. í síðasta Helgarpósti var t.a.m. getið þess manns, sem hvað stærstur er í okurlánabrans- anum; maðurinn sem sérhæfir sig í rándýrri „fyrirgreiðslu" við tísku- verslanir og leysir meðal annars út varning þeirra í eigin persónu í við- skiptabanka sínum — einum ríkis- bankanum. Ekki verður þess látið ógetið, að einir þrír aðilar í hótel- og veitinga- húsabransanum eru meðal hinna virku í okurlánunum. Tveir af þeim eru í hlutverkum fórnarlamba, sá þriðji lánar. Og þannig mætti lengi telja áfram. Víða leynast „ljúfir og liprir menn, sem vilja rétta náunga í vanda hjálparhönd fyrir rétta þókn- un“, eins og einn heimildarmanna HP úr hópi fórnarlamba lýsti sínum kynnum af okurlánurum borgar- innar. Brýn þörf fyrir jól Það hefur þegar komið fram, að það ríkir gleði og kátína í röðum lántakenda, sérstaklega þeirra sem skulduðu Hermanni Björgvinssyni fé. Þá hefur þess einnig orðið vart, að sumir lántakendur séu farnir að gera sig breiða gagnvart okurlánur- um og hóta uppljóstrun, ef ekki fæst ódýr gjaldfrestur. En þetta eru und- antekningar, því sannleikurinn er sá, að þegar er genginn í garð sá tími, sem mest er þörfin fyrir þjón- ustu okurlánara. Jólavertíðin er að byrja og þá hefst hinn hefðbundni slagur, t.d. innflytjenda við banka- kerfið. Það þarf að losa út vörur fyr- ir jólin og aldrei fæst næg fyrir- greiðsla frá viðskiptabönkunum, að mati innflytjenda. Sumir þeirra sjá stórgróða ársins fljúga út í veður og vind, ef þeim tekst ekki að vera með á fullu í jólabransanum. Nú er sá tími, sem þörfin fyrir skjótfengið fé er brýnust. Veltan er hröð og okur- lán í stuttan tíma getur verið arðbært við þessar aðstæður. Þannig var það ofarlega í huga nokkurra viðmælenda HP úr hópi lántakenda, að þeim dytti ekki til hugar, að kæra þá er okurlán stund- uðu. „Þótt það sé pirrandi að þurfa að taka okurlán, þá getur nauðsyn brotið öll lög. Og mér dettur ekki í hug að „blokkera" sjálfan mig úr hugsanlegum viðskiptum við þessa menn með því að kæra þá.“ Og þótt víða væri þungur hugur hjá fórnarlömbum í garð okurlánar- anna þá var biturðin enn meiri hjá þeim mörgum til viðskiptabanka sinna. Sérstaklega hjá þeim er telj- ast til yngri kynslóðarinnar og eru að reyna að hasla sér völl í við- skiptaheiminum með fyrirtækja- rekstur. Einn þeirra sagði hreint út: „Pólitík bankanna hreinlega rekur marga í fang okurlánara. Við t.d. þessir ungu menn með góðar hug- myndir í kollinum og þrótt og þrek fáum yfirleitt ekki góðar viðtökur í bankakerfinu, nema við getum þrýst á fyrirgreiðslu eftir pólitískum krókaleiðum. En ég bara spyr: Þegar menn sem eru að hefja rekstur sem bendir til að skili dágóðum arði að nokkrum tíma liðnum, koma til bankastjóra og biðja um hálfrar milljónar króna fyrirgreiðslu, en fá kannski fimmtíu þúsund eftir dúk og disk — hvar lenda þeir, annars staðar en í fangi okurlánara?" Almenningur borgar Já, viðhorfin eru margvísleg og hagsmunirnir sömuleiðis. Hins vegar er borðliggjandi, og um það voru allir viðmælendur Helgar- póstsins sammála, að í þessu máli sem og svo mörgum öðrum blæði almenningi. Einhvers staðar eru þeir nefnilega teknir, fjármunirnir, sem grundvalla hina háu vexti. Fórnarlömbin svonefndu reyna nefnilega að fjármagna hin dýru peningakaup hjá okurlánurunum með því að leggja ríflega á vörur sín- ar og þjónustu. Og þann brúsa borg- ar vitanlega almenningur. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.