Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 23
SÁLIISORGARAR! Vatnskönnurnar hafa oft flogið hérna f kringum mann. . . að þau sem svo. Þau fá meira á mann, en hin, þessi andlit sem brosa allan tímann." — Lífsgledin er sem sagt miklu meira áberandi? „Að sjálfsögðu. Og sem betur fer.“ — Hvernig kemur lífsglaöur ís- lendingur á fimmta glasi þér fyrir sjónir? „Hann er ofsalega glaður, það er víst ábyggilegt. Yfirleitt á hann líka allan heiminn og vel það. Þetta staf- ar náttúrlega af þeim drykkjusiðum sem landinn hefur tamið sér. Hér drekka menn helst sterka drykki, yfirleitt tvöfalda og alltaf frekar hratt.“ — Er ekki frekar leiöinlegt ad um- gangast ofurdrukkiö fólk ár eftir ár? „Það er náttúrlega alltaf leiðin- legt að umgangast ofdrukkið fólk. Ég hef hinsvegar gaman af létt- drukknu fólki. Það er ósköp nota- legt í umgengni. Þetta er sem sagt spurning um að fara ekki yfir strik- ið.. — Hvar liggur þetta margumtal- ada strik? „Það liggur milli þess að vera ölv- aður og ofurölvaður, léttkátur og blindfullur. Ég held ég geti ekki út- skýrt legu striksins neitt betur." — Sýnist þér þetta strik sem við er- um að tala um vera mjög mjótt eða breitt? Eru menn til dæmis lengi að verða blindfullir frá því að vera létt- kátir? „Það er vonlaust að ætla sér að al- hæfa nokkuð í þessu sambandi. Þetta er afar einstaklingsbundið og þó ræðst þetta sennilega mest af því hvernig fólkið er fyrir kallað þegar það byrjar að staupa sig.“ — Eg spyr þá hvernig menn séu yfirleitt fyrir kallaðir.. ? „Ég verð þess nokkuð var að fólk komi hingað úrvinda af þreytu. Það virðist gleyma þeirri staðreynd að maður skemmtir sér aldrei betur en óþreyttur. Annað leiðir jafnan til vandræða, ég tala nú ekW um ef nokkrir sjússar fylgja. Úrvinda menn eru æði fljótir yfir um.“ — Fœrð þá þér stundum í glas í vinnunni Hörður; ertu veikur fyrir víni? „Ég er ekki veikur fyrir víni. Ég er hófmaður á vín og hef gaman af að fá mér í glas í góðra vina hópi, en það er þá heldur ekkert meira." — Ferðu á bari? „Já, það kemur fyrir." — Opnarðu þig þar fyrir kolleg- unum eins ogþínir kúnnar gagnvart þér? „Nei. Og ég held að slíkt muni heldur aldrei koma til greina." Haraldur Tómasson á Mímisbar: Þolinmæðin er aðal- atriði starfsins Haraldur Tómasson heldur upp á fjörutíu ára starfsafmæli sitt sem barþjónn um þessar mundir. Hvað sem því líður þá ætlaði hann sér aldrei að verða þetta, hvað þá að ílendast svona lengi á bak við skenkinn. „Pabbi espaði mig upp 'í að sækja um sem barþjónn á Hótel Borg um það leyti sem hann vann þar sem næturvörður. Þetta var um sumar, ég á sautjánda ári, en hafði ekki haft neina vinnu um nokkurt skeið vegna eymsla í fæti. Karlinn áleit að barmennskan væri nú í lagi fyrir menn með vonsku í löppunum. Þetta gæti andskotann ekki talist nein erfiðisvinna. Ég komst fljótt að hinu gagnstæða ...“ — Að þetta vœri mesta puð...? „Ja sjáðu; þó maður leggi ekki upp í neinar langferðir á þessum bletti sem barþjónninn hefur til um- ráða, þá reynir engu að síður alveg rosalega á lappirnar á manni á löng- um vinnudegi. Þetta eru ótal snún- ingar sem maður leggur á sig og ef vel á að vera þarf maður að vera mjög kvikk og snar og snöggur ... Jú, þetta reynir djöfulli á skrokk- inn.“ — Hvaða einkunn gefurðu ís- lenskum viðskiptavinum þínum miðað við það sem þekkist við bari annarra þjóðlanda? „Ég gef þeim hæstu einkunn, hæstu einkunn. Það er hreint aðdá- unarvert hvað þeir halda stillingu sinni miðað við það hvernig drykkjumunstrinu er hagað hérna. Það brestur stífla á föstudögum sem skellur af alefli á okkur fólkinu sem afgreiðum vín. Þetta er ekki eins og á börunum erlendis þar sem er stöð- ugt rennerí, heldur leggst næstum allur þunginn á tvö kvöld í viku. En landinn er vanur þessu og það sem meira er, vill hafa þetta svona.“ — Finnst þér fólk vera að flýta sér þegar það drekkur á annað borð? „Já, yfirleitt. Sumir drekka mjög hratt.“ — Og opnast fyrir vikið? „Einmitt. Mjög.“ — Hvað er þá talað um? „Oftast nær eitthvað úr einkalíf- inu. Það gerist sérstaklega fyrst á kvöldin þegar tiltölulega rólegt er við barinn og ég get sinnt hverjum og einum kúnna eitthvað að ráði.“ — Er þetta þá svartsýnisraus? „Ekkert endilega. Menn opna sig við barinn í alls konar hugarástandi. Þeir eru kannski stífir af gleði yfir því að hafa fengið stóran happdrætt- isvinning eða stöðuhækkun. Hitt er samt algengara býst ég við, að menn séu að segja frá erfiðu heimilislífi, hjónabandi, húsnæðislánum. Og jafnvel einhverju ennþá dapurlegra; til dæmis því að þeir hafi verið að koma frá lækninum með úrskurð um ólæknandi sjúkdóm. — Þú ert þá í svipaðri aðstöðu og prestarnir; tekur jafnt þátt í gleði og sorgum fólks? „Já, ég held ég megi alveg segja það. Reyndar sagði eitt sinn einn vinur minn sem er læknir að við barþjónarnir tækjum mikið ómak af hans stétt. Menn leituðu til okkar og Iéttu á sálartetrinu og þessum lækni fannst að við ættum hrós skilið fyrir árangur á því sviði.“ — Heyrist þér að erfiðleikatalið hjá fólki í ykkar eyru hafi breyst eitt- hvað á undanförnum árum? „Ég get ekki merkt það. Ef þú átt til dæmis við að menn tali meira um húsnæðisvanda en áður, þá er svo ekki. Hinsvegar tek ég eftir skarpari skilum milli kynslóða. Fólk skemmti sér langtum meira saman í gamla daga, en nú er þetta allt á sitthvor- um staðnum; ungir, miðaldra og garnlir.'1 — Það gengur á ýmsu við barina eins og nœrri má geta Haraldur. Hefur þá einhvern tímann fengið á kjaftinn í starfi? „Nei, það hefur aldrei gengið svo langt. Hinsvegar hafa vatnskönn- urnar flogið hérna í kringum mann oftar en ekki.. — Þú ert kannski betri hlustandi en svo að menn láti reiði sína bitna á þér? „Ætli það ekki bara. Ég hef að minnsta kosti fengið það orð á mig í gegnum tíðina að vera mjög róleg- ur í þessu starfi. Fólk dáist að þolin- mæði minni. Hún er nær ótakmörk- uð. Ég er bara þannig að eðlisfari. Að öðrum kosti væri ég heldur ekki barþjónn. Þolinmæði er það sem þjónarnir þurfa númer eitt, tvö og þrjú.“ leftir Sigmund Erni Rúnarsson myndir: Jim Smart teikning: Jón Óskars HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.