Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTAPÖSTUR íslenska skipafélagið kaupir eignir Hafskips. Hafskip hf. fékk á mánudag heimild til þriggja mánaða greiðslustöðvunar, en áður en sú heimild var veitt, stofnaði stjórn félagsins nýtt skipafélag, íslenska skipafélagið hf., sem keypti skip Hafskips og aðrar eignir sem tilheyra ís- landssiglingum þess. íslenska skipafélagið kaupir eignir Hafskips á 625 milljónir króna og semur síðan við Útvegsbankann um yfirtöku skulda á móti. Hið nýja skipafélag tók við eign- um og rekstri á mánudag, en af starfsemi Haf- skips er Atlantshafssiglingaleiðin eftir en stór hluti skulda Hafskips er til kominn vegna þeirr- ar starfsemi. Kjaramálaályktun þings VSHÍ: kaupmáttar- trygging. Allar tillögur kjörnefndar um fulltrúa í stjórn og varastjórn Verkamannasambands íslands voru samþykktar mótatkvæðalaust á 12. þingi sambandsins um helgina. Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Dagsbrúnar var endur- kjörinn formaður til næstu tveggja ára, og Karl Steinar Guðnason formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur var endurkjörinn vara- formaður. í kjaramálaályktun þingsins segir m.a. að VSMÍ geri kröfur um kaupmáttartrygg- ingu og bætt lífskjör og sé reiðubúið til viðræðu um nýjan kjarasamning án þess að gera kröfur um að gamla visitölukerfið verði aftur upp tek- ið. Ástand, þar sem allt er í reynd verðtryggt nema launin, verði ekki þolað. Okurlánamálið: fjölmargir hafa játað. Allt bendir til að tala þeirra sem verða yf irheyrð- ir vegna okurlánamálsins fari yfir hundrað áð- ur en yfir lýkur. Bannsókn er nú í fullum gangi, en þó má gera ráö fyrir að nokkrar vikur liði áð- ur en rannsókn lýkur. Pjölmargir þeirra sem hafa lagt til fé í starfsemina hafa játað aðild sína. Eins og málið litur út í dag er ljóst að um 200 milljónir króna hafa verið í veltunni hjá Hermanni Björgvinssyni. Xalsverðar skemmdir á Urriðafossi. Urriðafoss slitnaði frá bryggju á Grundartanga í óveðrinu á föstudag og rak skipið upp í fjöru. Beynt var að ná því aftur á flot samdægurs en aðstæður voru erfiðar vegna veðurofsans. Tölu- verðar skemmdir urðu á botni skipsins. T.d. hafa tveir af eldsneytistönkum skipsins rifnað og svartolía og gasolía sem í þeim var lekið i sjó- inn. Skipið liggur nú við Sundahöfn. Hólmfríður Karlsdóttir kjörin „Miss Worid“. Á miðvikudagskvöld bar Hólmfríður Karlsdótt- ir 22 ára fóstra úr Garðabæ fulltrúi íslands í keppninni Ungfrú alheimur sigur úr býtum og var hún þegar krýnd þeirri kórónu sem titlin- um fylgir að viðstöddu fjölmenni í Boyal Albert Hall í London. Sigur Hólmfríðar hefur vakið mikla athygli víða um heim. Pyrir keppnina höfðu augu manna beinst mjög að henni og er nær dró keppninni fóru ýmsir aðilar og veð- bankar að veðja á sigur hennar. Orkumál: 240 milljónir í nýframkvæmdir. í umræðum á Alþingi um lánsfjáráætlun i síð- ustu viku viðurkenn.di Þorsteinn Pálsson fjár- málaráðherra að ætlunin sé að Landsvirkjun fjárfesti í nýjum orkumannvirkjum fyrir 240 milljónir á næsta ári, þrátt fyrir þá gífurlegu umframorku sem i landinu er. 188% aukning gjaldþrotabeiðna í Reykjavík. Gjaldþrotabeiðnir i Beykjavik hafa aukist gífur- lega á síðustu árum. Þess eru dæmi að fólk lendi í þessu vegna okurlána en athyglisvert er að nú eru tegundir krafna mun fjölbreyttari. Sem dæmi um fjölda má nefna að árið 1981 voru gjaldþrotabeiðnirnar 195 en allt útlit er fyrir að þær verði yfir 700 á þessu ári. Fari sem horfir verður aukningin í valdatíð rikisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar um 185%. Flestar beiðn- irnar eru gerðar á hendur einstaklingum. Frumvörp um verðbréfaviðskipti og dráttar- vexti væntanleg. Matthías Bjarnason, ráðherra bankamála, kunngerði í utandagskrárumræðu á Alþingi á þriðjudag að stjórnarfrumvarp um verðbréfa- viðskipti yrði lagt fram á Alþingi fyrir jól. Það felur i sér að leyf i ráðherra þurfi til að reka verð- bréfaviðskipti og að slik leyfi verði háð skilyrð- um. Unnið er að frumvarpi til breytinga á lögum um dráttarvexti. Ný lög um viðskiptabanka og sparisjóði ganga í gildi um næstu áramót. Bráð- lega verður lagt fram frumvarp að nýjum seðla- bankalögum. Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra upplýsti að seld spariskírteini ríkissjóðs frá áramótum fram til 8. nóv. sl. næmu 81% inn- leystra bréfa, svo útstreymi úr ríkissjóði væri meira en innstreymi vegna spariskírteina. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði 55% þess fjármagns, sem lánað væri í pen- ingakerfinu, erlent. Játningar liggja fyrir í amfetamínmálinu. Fjórmenningunum sem handteknir voru vegna amfetaminsmyglsins á dögunum hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi og liggja játningar fyr- ir. Auk þeirra er sambýliskona eins þeirra við- riðin málið. Þau hafa viðurkennt að hafa gert til- raun til aö smygla 520 grömmum af amfetamíni til landsins um borð í togurunum Breka og Karlsefni. Fréttamolar. • Nýi Laugavegurinn var formlega opnaður sl. laugardag við mikla viðhöfn. Af lokinni ræðu Davíðs Oddssonar borgarstjóra hófust aðal- hátíðarhöldin; hljómsveitir, brúðuleikhús, ný- listamenn og karnivaluppákomur í góðri stemmningu að viðstöddu miklu fjölmenni. • Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður sem starfað hefur i Hollandi sl. ár var á þriðju- dag sæmdur sænsku Prins Eugen orðunni fyrir list sína. Áður hafa þrír íslenskir listamenn fengið þessa orðu, þeir Kjarval, Erró og Einar Jónsson. • Mikið hvassviðri gekk yfir landið um helgina. Víða fuku járnplötur af húsum og talsvert eignatjón varð af þeim sökum. • Jón Páll Sigmarsson lyftingakappi varð í öðru sæti í keppninni „Sterkasti maður heims“ sem haldin var í Portúgal i síðustu viku. Geoff Capes sigraði hann naumlega. • Hjálparstöð fyrir börn og unglinga, sem eiga við vanda að stríða vegna neyslu fíkniefna, verð- ur opnuð í Beykjavík í byrjun desember á veg- um Bauða kross íslands. • Júgóslavinn Marjan Zak, sem starfar sem bar- þjónn á Naustinu, hlaut um helgina hæsta vinn- ing i sögu íslenskra getrauna. Hann var sá eini sem hafði 12 rétta og fékk kr. 1.349.710. • í síðustu viku lést á Borgarspítalanum í Beykjavik fyrsti sjúklingurinn af völdum AIDS hér á landi. Hann hafði þjáðst af því sem lækna- vísindin nefna forstigseinkenni AIDS. SMARTSKOT Er Þjóðminja- og Listasafn íslands hriplekt? Geir Björnsson „Það er leitt til þess að vita að ég þurfi að svara þessari spurningu játandi þar sem þetta hús geymir dýrmætustu minj- ar íslandssögunnar og muni sem eru svo nátengdir okkar sjálf- stæði. Þar af leiðandi yrði það tjón aldrei bætt ef illa tækist til og verulegur skaði yrði á þessum munum vegna leka. Margvís- legt tjón hefur hlotist af því hvað húsið var illa byggt, það er stríðsframleiðsla, getur maður sagt." — Og fulinægjandi endurbætur hafa aldrei verið gerð- ar á húsinu? „Nei. Það hefur svo sem ýmislegt verið gert en þær fram- kvæmdir hafa ekki nýst nógu vel. Það litla fjármagn sem hefur fengist til viðgerða hefur fyrst og fremst farið í það að troða í götin. Þess vegna er þarna um að ræða margra áratuga upp- safnaðan vanda Lekinn stafar bæði frá þaki og gluggum og eyðileggur svo margt annað. Hér var t.d. æði fullkomið raka- kerfi sem er nauðsynlegttil að halda svona hlutum í góðu horfi en það eyðilagðist fyrir löngu og síðan hefur ekki verið til pen- ingur til að endurnýja það." — Hafa orðið skaðar á verkum? „Ekki beinir skaðar. Starfsfólkið hefur lagt í það ómælda vinnu að forða munum frá skemmdum. Mér hefur skilist að það hafi mestmegnis gert það í þegnskylduvinnu." — Og hvað gerðist svo í óveðrinu um helgina? „Það var svo sem ekkert frábrugðið því sem hér hefur gerst á hverju ári annað en það að starfsfólk Listasafns sem er til húsa á efstu hæðinni þurfti að bjarga Kjarvalsmálverkunum undan ágjöf og einnig þurfti að bjarga ýmsum munum Þjóðminja- safnsins á neðri hæðum hússins. Gluggarnir voru lengi vel að- altjónvaldurinn en þeir voru endurnýjaðir fyrir nokkrum árum. Eftir að Þór Magnússon tók við hér hafa fjármunir mestmegnis farið í að bæta vinnuaðstöðu starfsfólks. Á meðan hefur ekki verið hægt að eyða miklu fé í viðhald. En jafnvel þótt allri fjár- veitingunni væri varið til viðhalds myndi það engan veginn duga til." — Hvað telur þú að þurfi að gera við húsið svo vel verði? „Fyrst og fremst þarf að endurnýja þakið að miklu leyti. Það er dýrt verk því það er úr kopar." — Hvað er áætlað að viðgerðirnar myndu kosta? „Ég heyrði það eftir verkfræðingnum okkar, Sveini Torfa, sem hefur verið okkar hægri hönd og gefið margar góðar ábendingar og skýrslur, að til að gera húsið fokhelt þyrfti u.þ.b. 18 milljónir." — Og nú hefur fjárveiting til nýja listasafnsins verið skorin niður um 20 milljónir þannig að flutningurinn frestast? ,^Já, þau voru farin að hlakka til að komast í annað húsnæði og við til að geta tekið eitthvað af þeim munum sem eru í geymslu út um allan bæ og bætt þeim við hér. Margir af þeim munum eru geymdir í lélegu húsnæði, þannig að þeir eru í jafn- mikilli hættu og þeir munir sem hér eru geymdir, því miður." — Hversu háa fjárupphæð fær safnið fyrir næsta ár til viðhalds? „1,4 milljónir. Það dugir skammt. Af þeirri fjárhæð fara 400 þúsund til uppbyggingar nýs öryggiskerfis. Svo er annað sem ég vil gjarnan minnast á. Hér uppi er hleðslugler í gluggum sem er ansi mikið verk að endurnýja. Þeir eru mjög farnir að gefa sig og springa. Glerin eru u.þ.b 15 sm á þykkt og 20 á kant. Það safnast vatn í þessar rúður og þær springa annað hvort út eða inn. Inni á Listasafninu falla þessi gler úr sex metra hæð niður á gólf. Það er náttúrulega ekki forsvaranlegt að hafa fólk þar undir þegar frost eru og þessar rúður springa. Það gæti hæg- lega valdið lífshættulegu slysi. Síðan er stétt meðfram húsinu og ef rúðurnar springa út þá falla þær úr yfir tuttugu metra hæð. Ég get því ekki séð annað en ef á að halda þessari stofnun opinni þá þoli viðhald hennar ekki lengri bið." — Hafa einhver glerjanna þegar sprungið? „Já, þau hafa fallið niður bæði að utan- og innanverðu. Að- búnaðurinn er lífshættulegur og kominn fram úr öllu velsæmi. Það er undarlegt hversu sinnulaus stjórnvöld eru í þessum efn- um, eins mikið og þeim er í mun að sýna safnið erlendum þjóð- höfðingjum." Geir Björnsson rafvirkjameistari er umsjónarmaður Þjóðminja- og Lista- safns islands á horni Hringbrautar og Suðurgötu. Um helgina komst mikill leki að húsinu {óveðrinu sem geisaði. Með snarræði starfsfólks safnanna tókst að bjarga Kjarvalsmálverkum og ýmsum fornum minj- um frá skemmdum. Geir hefur verið umsjónarmaður safnanna f tvö ár en áður hafði hann haft umsjón með raflögnum byggingarinnar frá upphafi. UÓSMYND JIM SMARt HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.