Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 15
í Broadway um síðustu helgi og var geysilega fjölmenn. Um 6—700 manns mættu í mat og mun það vera Broadway-met í fjölda matar- gesta. Þykir þetta hinn mesti upp- gangur í mætingum á árshátíðir Flugleiða, því fyrir fimm árum varð að aflýsa árshátíð félagsins vegna dræmrar þátttöku en aðsókn starfs- manna hefur aukist jafnt og þétt síð- an. Aðalræðumaður kvöldsins var hinn nýi forstjóri Flugleiða, Sigurð- ur Helgason yngri. Hélt hann langa og skemmtilega ræðu um hinn góða anda í fyrirtækinu og peppuðust margir við þá tölu. I ræðu Sigurðar kom fram skýringin á því hvers vegna hann gaf kost á sér í starfið, og hvers vegna hann varð fyrir valinu. Skýringin var sú, samkvæmt Sigurði, að hann hafi hugsað mjög til starfsfólksins og sparnaðar fyrirtækisins þegar til hans var leitað um forstjórastöðuna. Hann sá nefnilega í hendi sér að ef hann yrði fyrir valinu, myndi hann spara Flugleiðum óhemjumikið fé í bréfsefni, nafnspjöldum, umslögum og öðru pappírsfargani sem fylgir forstjóraembættinu. Hann hefði nefnilega séð fram á að erfa allt dót- ið frá forvera sínum og alnafna. .. |U| ■ W Heðal annarra útgáfubóka Svarts á hvítu en íslendingasagn- anna í tveimur bindum er viðtals- bók Rúnars Ármanns Arthúrs- sonar við Jónas Árnason rithöf- und og fyrrverandi þingmann Al- þýðubandalagsins. Rúnar, sem með- al annars gegndi ritstjórastarfi Stúd- entablaðsins um skeið, þykir hafa tekist að toga margar merkilegar yf- irlýsingar upp úr karli og til dæmis ku hann vera óspar á að gefa flokks- eigendum og forystumönnum Alla- balla lágar sem háar einkunnir, sumar mjög lágar. HP hefur fyrir satt að margir frammámenn banda- lagsins séu orðnir óþreyjufullir eftir útkomu bókarinnar, en hún er þeg- ar farin að ganga undir nafninu „feðraskýrslan" meðal húmorist- anna í flokknum. . . mm HÍWlýtt bókaforlag hefur nú skotið upp kollinum og mun verða með fjórar bækur á boðstólum á jólabókamarkaðnum. Forlagið heit- ir Nótt og er í eigu þeirra Gunnars Steins hjá Auglýsingaþjónustunni og Harðar Sigurdssonar. Síðar verður stofnaður bókaklúbbur, sem mun bera nafnið Næturklúbburinn. Jólabækur nýja forlagsins lofa nokkuð góðu, því meðal höfunda eru Norman Mailer og Doris Lessing. Eftir Mailer kemur út bók- in „Hörkutól stíga ekki dans“ (Tough Guys Don't Dance) og LeSs- ing-bókin heitir á íslensku „Minn- ingar einnar, sem eftir lifði“ (Memo- irs of a Survivor). Þá býður Nótt upp á breskan þriller eftir Dick Francis og fjórða bókin er ætluð unglingum, Merki Samúræjans. . . lEins og fyrir hver jól verður af einhverjum ástæðum eitthvað eitt . fyrirbæri jólagjöfin í ár, eins og það heitir. Að þessu sinni spá menn því, að „jólagjöfin í ár“ verði spurninga- leikurinn „Trivial Pursuit" eða Mím- isbrunnur, eins og spilið hefur verið nefnt upp á íslensku. Hins vegar munu framleiðendurnir hafa neitað að nafnið yrði íslenskað. Þetta ku vera hið vinsælasta spil úti í hinum stóra heimi og ekki vantar spurning- arnar því þær munu vera um 6000. Sagnfræðinemar við Háskóla ís- lands hafa unnið að því i sumar að snúa spilinu og staðfæra upp á ís- lenskar kringumstæður. Nú er bara stóra spurningin hvort Steingrím- ur og Flosi falli fyrir spilinu. I Bandaríkjunum ku spilið nefnilega vera í miklu uppáhaldi hjá t.d. Reagan Bandaríkjaforseta og leik- aranum góðkunna Larry Hag- man... HELMHBRIRINM Ef þú kaupir dilkakjöt í heilum skrokkum færðu helminginn ókeypis miðað við verð í stykkjatölu. .175.80 fyrir kílóið í verðflokki Dl. Og skrokknum er skipt eftir þínum óskum. Og hvílíkur aragrúi spennandi kræsinga sem úr heilum lambaskrokki getur orðið: Gamla góða steikin, innbakaðar lambalundir, Guðrúnar kjöt í káíi, Lambapottur torgsalans, ítalskar lambarifjur, Kjötbollur Sollu frænku, Hakk með sál, Besta kæfan hennar Kötu ofl. ofl. Hugmyndaflugið og íslenska lambakjötið eru sælgæti saman. FRAMLEIÐENDUR HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.