Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN í öruggt sœöj_ Aðalslagur prófkjörsins stendur um annað til fjórða sætið og það níunda til tólfta. Prófkjörið „bundið og brenglað“ Prófkjörsslagur Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári er núna í aígleymingi. Kjörið fer fram á sunnu- dag og mánudag og er „bundið og brengl- að“, eins og einn viðmælandi blaðsins komst að orði, en þar átti hann við að það væri ekki barasta opið stuðningsmönnum flokksins í Reykjavík heldur væri nú í fyrsta skipti hafð- ur sá háttur á kjörseðlum að raða ekki fram- boðsfólki eftir stafrófsröð. Alls eru 34 einstaklingar í framboði og eftir því sem HP kemst næst fara sextán þeirra fram af alvöru. Að sjálfsögðu er illmögulegt að spá fyrir um úrslit kjörsins, nema að því leyti er lýtur að fyrsta sætinu. Dauíö Odds- son fær náttúrlega rússneska kosningu. Samt hefur blaðið á síðustu dögum leitað upplýsinga um líklegustu úrslitin. Niðurstað- an fer hér á eftir. Aðalslagur prófkjörsins virðist annarsveg- ar standa um annað til fjórða sætið og hins- vegar um níunda til tólfta. Aftar fara menn ekki í spám. Davíð fær sem fyrr segir rússn- eska kosningu, en að öllum líkindum koma þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Magnús L. Sveinsson og Katrín Fjeldsted á hæla hans, í þessari röð að því er fleslir viðmælendur blaðsins töldu. Miklar líkur eru samt á því að Magnús hreppi annað sætið, þó ekki væri nema vegna þess að „góðir borgarar sýna auðvitað forseta sínum virðingu", en Magnús tók sem kunnugt er við því embætti af Mark- úsi Erni er hinn síðarnefndi settist í stól út- varpsstjóra. Þessir þremenningar stefna aliir opinber- lega á annað sætið. Þeir eru líka allir um- deildir stjórnmálamenn. Vilhjálmi er legið á hálsi að vera fyrirgreiðslupólitíkus, Katrín þykir af mörgum of vinstri sinnuð og sýna of mikla málefnamýkt. Magnús líður ennþá fyr- ir það að hafa staðið á móti frjálsum opnun- artíma verslana á sínum tíma. Hitt er víst að þau hafa öll á bak við sig stóra fylgishópa sem skarast lítt, að því er mönnum sýnist. Það hefur eðlilega þær afleiðingar að þegar að kosningu kemur kjósa þessir hópar sinn mann strax á eftir borgarstjóra og þar á eftir einhverja áhugamenn í framboðinu, altént ekki hina tvo, helstu keppinautana. Þetta getur brenglað mjög öllum spám og gefnum forsendum þeirra. Þetta gæti jafnvel haft þær afleiðingar — en þá fyrir algjöra tilviljun — að einhver frambjóðandi sem gæfi sig ekki út fyrir að ná frama, næði honum, segjum inn fyrir fimmtánda sæti. Þar með væri hann líka orðinn talsvert áhrifamikill varamaður. En mikla tilviljun þarf... í næsta holli á eftir þremenningunum ásamt Davíð, sæti fimm til átta, koma líkleg- ast Hulda Valtýsdóttir, Páll Gíslason, Sigur- jón Fjeldsted og Hilmar Gudlaugsson, í þess- ari röð. Hulda og Páll hafa mjög jafnt og stöð- ugt fylgi. Hulda á flokkseigendurna og Moggann að miklu leyti, Páll drjúgan hluta heilbrigðisgeirans og gamla fólksins innan flokksins. Og svo er maðurinn skáti. Það ber ekki að vanmeta það, segja menn. Þessir sem hér hafa verið nefndir, ná væntanlega bundinni kosningu, en til þess þarf helming greiddra atkvæða. Ef þessi spá rætist getur kjörnefnd ekki hróflað við Páli og upp úr. Fram kom í mörgum viðtala HP við menn vegna þessarar spár, að ástæða þess að þeir settu Sigurjón og Hilmar í sjöunda og átt- unda sæti, væri „svo sem ekki nein sérstök". Þó þetta væru tiltölulega „litlausir" pólitík- usar, ættu þeir báðir „alveg furðulega" tryggt fyigi sem skili sér, þrátt fyrir og meira að segja þó Sigurjón til dæmis, hefði ná- kvæmlega ekkert haft sig í frammi til þessa, ekki í einum einasta dálksentimetra, hvað þá meira. Hilmar nýtur þess svo auðvitað að sitja í fulltrúaráði flokksins uppi á kontór Valhallar, en þeirri aðstöðu öfundar fleiri en einn frambjóðandi hann af. Menn sögðu sem svo um þá Sigurjón og Hilmar: Þetta er nú einu sinni íhaldsflokkur; fólk fellir bara ekki þá sem fyrir eru! Ef frá eru talin sætin frá tvö til fjögur, verð- ur sennilega mest spennandi og mjóst á mununum í þriðja hollinu, sætum níu til tólf. Þar finnst mönnum líka langerfiðast að spá um niðurröðun manna í ljósi prófkjörsúrsíit- anna. í þessu fjögurra manna holli eru samt oftast nefndir sex menn — í stafrófsröð — þeir Arni Sigfússon, Guömundur Hallvarðs- son, Jóna Gróa Sigurdardóttir, Jútíus Haf- stein, Þórir Lárusson og Þórunn Gestsdóttir. Árni Sigfússon samt sýnu oftast. Hann nýt- ur óopinbers stuðnings Davíðs Oddssonar. Margir áhrifamenn innan flokksins leggja mikla áherslu á að hann nái níunda sætinu sem verður efalítið baráttusæti flokksins í kosningunum ef fram fer sem horfir, og ef svo vill til að hann lendir aftar, að honum verði þá að minnsta kosti komið þar fyrir. Nauðsynlegt sé að hafa „ungan mann með ferskar hugmyndir" í þessu sæti sem verður áberandi í kosningunum „og sýna þannig fram á að flokkurinn endurnýjast vel!“ Sem eftir Sigmund Erni Rúnarsson er náttúrlega vitleysa. Aðeins þrír alvöru- frambjóðendanna af sextán bjóða sig nú fram í fyrsta sinni; auk Árna, þau Guðmundur Hallvarðsson og Þórunn Gestsdóttir. Spá Helgarpóstsins er síðan sú — í ljósi gef- inna upplýsinga — að Jóna Gróa Sigurðar- dóttir nái tíunda sætinu, Júlíus Hafstein ell- efta og Þórir Lárusson tólfta. Menn kunna að undrast lélegt gengi Júlíusar í þessari spá í Ijósi þess að hann hefur haft sig manna mest í frammi í kosningaslagnum til þessa; auglýst grimmt, dreift bæklingum af kappi, hringt í hátt á fimmta hundrað manna og komið sér í sjónvarpsviðtal í nýlegum íþróttaþætti, en einn stuðningsmanna hans mun heita Bjarni Felixson. Á það er bent að Júlíus er frekar umdeildur innan íþróttahreyfingarinnar, þangað sem hann sækir þó mesta fylgið, auk þess sem hann hefur farið oftar en einu sinni áður í borgarstjórnarframboð með ónógum árangri. Það segir sitt. Á móti komi að vísu það mat manna að Júlíus sé mjög fylginn sér og áreiðanlegur í þeim trúnaðarstörfum sem hann tekur að sér. Hér hafa fjórtán þeirra sem taka þátt í al- vöruslagnum verið nefndir. Ónefnd eru þau Gunnar S. Björnsson og Anna K. Jónsdóttir, en sá fyrrnefndi sækist opinberlega aðeins eftir varamannssæti. Ljóst er að kjörstjórn undir formennsku Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar mun eitthvað hrófla við úrslitum milli tíunda og sextánda sætis — varamanna- bekknum, en Iáta þá sem lenda í níunda til sjöunda í friði. Nema „eitthvert stórslys" hendi, eins og fleiri en einn nefndu við HP. Á kjörskrá á sunnudag og mánudag eru 8600 manns, litlu fleiri en kusu í síðasta próf- kjöri flokksins (sem er í sjálfu sér athyglis- vert). Búist er við að breyttar prófkjörsreglur dragi eitthvað úr þátttöku, jafnvel allt að tuttugu prósent. Sexþúsund kusu í prófkjör- inu 1982 og nú myndu því kjósa eitthvað um fimmþúsund manns. Það eru aðeins tíu pró- sent af núverandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. ERLEND YFIRSYN Caspar Weinberger land- varnaráðherra fór í fýlu yfir að vera skilinn eftir heima. Hrekkur harðlínumanna við Shultz storkun við Reagan Um þær mundir sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti lagði af stað til Genfar, til fundar við Mikhail Gorbatsjoff aðalritara Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, bar frétta- mönnum sem fylgjast með á æðstu stöðum í Washington saman um að þar væri helsta áhyggjuefni ráðherra og embættismanna, að þeir misstu sinn mann í langar einkaviðræð- ur við foringja mótspilaranna. Útmálað var með mörgu móti, hverjum vandræðum það gæti valdið, tækju Reagan og Gorbatsjoff upp á því að sitja langtímum saman á eintali, án ráðunauta og sérfræðinga, gæfu þar yfir- lýsingar og fyrirheit, sem þeir einir og túlk- arnir væru svo til frásagnar um eftirá. I besta falli mætti búast við misskilningi, sem drægi úr árangri í Genf, og ef illa ætti að fara kynni fundurinn að fara út um þúfur og sambúð risaveldanna enn að versna. Úr því þetta hugarástand ríkti í fylgdarliði Reagans fyrir brottförina, má geta nærri hvernig mönnum þar hefur verið innan- brjósts í fyrradag, þegar æðstu menn risa- veldanna komu saman í fyrsta skipti í sex ár. Gert hafði verið ráð fyrir að Gorbatsjoff og Reagan tækju kortér í að kynnast í einkavið- ræðum í upphafi fundar. Svo leið og beið, ráðunautar og fylgifiskar tvístigu í hliðarher- bergjum og á göngum, en leiðtogarnir létu sér fátt um finnast. Þegar þeir slitu loks ein- talinu, eftir rúman klukkutíma, hafði Reagan orð á að enn ættu þeir ýmislegt vantalað undir fjögur augu (með aðstoð túlkanna). Og viti menn, síðdegisfundi fullskipaðra viðræðunefnda, sjö manna af hvorri hálfu, var slitið löngu fyrr en til stóð, svo Gorbat- sjoff og Reagan gætu lokað sig af á ný til að skiptast á skoðunum í einrúmi. Alls sátu þeir á spjalli einir út af fyrir sig átta sinnum lengri tíma en til stóð samkvæmt dagskrá þennan fyrri fundardag. Eða jafnvel fyrsta, því kvitt- ur kom upp í Genf um að máske yrði fundar- tíminn lengdur. Meðan flugvél Bandaríkjaforseta var á lofti á leið til Genfar, varð lýðum ljóst að hann hafði lagt upp í fundinn á tindinum án þess að marka ákveðna stefnu fyrir stjórn sína um afstöðu til helsta máls sem þar ber á góma, hver koma skuli hömlum á vígbúnaðarkapp- hlaup risaveldanna. Bandarískum blöðum barst þá bréf frá Caspar Weinberger land- varnaráðherra, sem hann hafði sent Reagan eftir að ákveðið var að hann skyldi sitja heima í Washington sárnauðugur og missa af þátttöku í Genfarfundinum. í þessu bréfi brýnir Weinberger einkum tvennt fyrir forseta sínum og fornvini. Annað er að skuldbinda Bandaríkin ekki til að halda ákvæði ófullgilts sáttmála, Salt-2, um fjölda kjarnorkueldflauga, og leiðir Weinberger að því rök að Sovétríkin rjúfi nú þegar mörkin sem þar eru sett. Hitt atriðið, sem Weinberg- er hamrar á í bréfinu, er að Reagan áskilji af Bandaríkjanna hálfu það sem kallað er rúm túlkun á samningnum um takmörkun gagn- eldflaugakerfa frá 1972, en það hefði í för með sér að geimvopnaáætlun Reagans bryti ekki í bága við samningsákvæðin, eins og hún gerir samkvæmt þröngri túlkun, sem Bandaríkjastjórn hefur sjálf haldið fram til þessa. Þar með reynir Weinberger að fá forsetann til að hrinda tveim fyrri ákvörðunum, þar sem landvarnaráðherrann laut í lægra haldi fyrir keppinaut sínum Shultz utanríkisráð- herra eftir harðar deilur í Bandaríkjastjórn. í júní ákvað Reagan að taka úr notkun kafbát af gerðinni Poseidon og gera kjarnorkueld- flaugarnar úr honum óvirkar áður en nýr Trident-kafbátur komst í gagnið, eins og gera varð til að halda Salt-2. Fyrir rúmum mánuði ákvað svo Reagan á fimm manna fundi í Hvíta húsinu að heimila Shultz að tjá NATÓ- ráðinu, að Bandaríkin sjái enga ástæðu til að hverfa frá þröngri túlkun á gagneldflauga- samningnum frá 1972. Rúma túlkunin, sem opna myndi allar gáttir fyrir geimhervæð- ingu, er verk hægri handar Weinbergers, Richards Perles aðstoðarlandvarnaráðherra. Sjónvarpsstöðin CBS hélt því fram í fréttum 16. október, að Shultz hefði gefið í skyn að hann myndi segja af sér, yrðu Weinberger og Perle ofaná í þessu máli. Þeir kumpánar ásamt samherjum sínum á þingi og í Pentagon vilja alis ekki samkomu- lag við Sovétríkin um takmörkun vígbúnað- ar, því þeir telja að í óheftu vígbúnaðarkapp- hlaupi hljóti Bandaríkin að verða yfirsterkari og ná aðstöðu til að setja Sovétríkjunum kosti. Eins og endranær á stjórnarferli sín- um, bæði í Kaliforníu og Washington, lætur Reagan hjá líða að skera formlega úr ágrein- ingi samstarfsmanna sinna. Hann tekur sína ákvörðun orðalaust og framkvæmir hana. Þeir sem ekki eru lengur samstiga leiðtogan- um heltast úr lestinni. Þess getur orðið skammt að bíða eftir síð- eftir Magnús Torfa Ólafsson asta sjálfsmark Weinbergers, að hann bætist í þann hóp. Fréttamenn í för með Reagan til Genfar höfðu eftir talsmanni hans, að birting bréfs landvarnaráðherrans yrði að skoðast skemmdarverk við stöðu forsetans í viðræð- unum við æðsta mann Sovétríkjanna. Þegar Shultz sótti Gorbatsjoff heim fyrir skömmu til að undirbúa Genfarviðræðurnar, hélt Gorbatsjoff því einmitt fram, að Bandaríkja- forseti léti í skiptum við Sovétríkin stjórnast af óbilgjörnum harðlínumönnum, sem væru fulltrúar fyrir vanheilagt bandalag hernað- arsinna og hergagnaiðnaðar í Bandaríkjun- um. Bréf Weinbergers er eins og sniðið til að staðfesta þessa skoðun. I Washington gengur fjöllunum hærra, að því hafi verið lekið beint úr landvarnaráðuneytinu, og Weinberger hljóti að segja af sér. Frumkvæði Bandaríkjaforseta að gera einkaviðræður þeirra Gorbatsjoffs að megin- atriði fundahalda í Genf þegar í upphafi, er vitnisburður um að hann hefur fyrirfram ákveðið að fara þar sínar eigin leiðir, og birt- ing bréfs Weinbergers getur hæglega hafa styrkt hann í þeim ásetningi. Ronald Reagan skortir síst af öllu sjálfstraust. Það væri alveg eftir honum að hafa einsett sér að láta flóknu, tæknilegu atriðin lönd og leið á þessu stigi máls en einbeita sér að því að koma á persónulegu sambandi við nýjan sovétleiðtoga, sem aldurs vegna getur ríkt í Kreml fram á þriðja árþúsundið. Svo er fyrir að þakka, að færir fréttamenn, frjálsir að skýra frá því sem þeir verða áskynja, gefa innsýn í það sem fram fer undir yfirborðinu í Bandaríkjastjórn. Harðlokað sovétkerfi gefur ekki sömu möguleika. Því f.er engum sögum af því, hvernig Gorbatsjoff hefur búið sig undir Genfarfundinn með heimavinnu né hvert veganesti hann hefur meðferðis úr stjórnmálanefnd miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, og allra síst hvort marskálkarnir skyrptu á eftir hon- um við brottförina til Genfar, eða hvort þeir grettu sig um leið og hann hafði snúið við þeim baki. Þegar þessi orð birtast ætti að vera komið í ljós, hvað embættismönnum hefur orðið úr trúnaðarviðræðum leiðtoganna í Genf. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.