Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 16
ÉG ER HROTTALEGUR
Svidið: risíbúð íHlídunum miðvikudaginn 13. nóvember, kl. 14.07. Út um
stofugluggann má sjá úfna skýjabakka á fleygiferð bak við hitaveitugeym-
ana á Oskjuhlíðinni. Einfalt rúðuglerið titrar. Blaðamaður HP hrœrir deig
íbananabrauð snörum handtökum og skutlar íofninn. Sjálfvirka kaffivélin
malar. Pað er bankað á forstofuhurðina þrjú þung högg. Blaðamaður
gengur til dyra og í gættinni stendur Valdimar Örn Flygenring, sá hinn sami
og hefur hrifið og hrœtt áhorfendur með leik sínum í uppfœrslu Nemenda-
leikhússins á Hvenær kemurðu aftur, rauðhærði riddari? eftir Bandaríkja-
manninn Mark Medoff. Par leikur hann Tedda, harðsvíraðan töffara, sem
hefur beðið tjón á sálu sinni í Víetnamstríðinu, og leikursér að því að beita
meðbræður sína ofbeldi. Valdimar, sem er nemandi á síðasta ári í Leiklist-
arskóla íslands, þykir túlka Tedda á svo sannfœrandi hátt að kalt vatn hef-
ur hríslast niður eftir hryggjarsúlu margs áhorfandans. Hér er hann mœtt-
ur i viðtal á milli œfinga.
Valdimar (stormar snöfurmannlegur inn
ganginn í sídum, Ijósum frakka, hnéháum leð-
urstíguélum og grœnum reiðbuxum, lítur í
kringum sig með velþóknun í bláum, undirskál-
arstórum augum): Það sem skiptir hvað mestu
máli í lífinu er að búa í almennilegri íbúð. Á ár-
um áður vildi enginn leigja mér af því að fólki
fannst ég svo svartur og ógeðslegur. (Hengir upp
frakkann og skálmar til stofu ásamt blaða-
manni.) Það var á þeim árum sem ég var virkur
meðlimur í Bifhjólasamtökum lýðveldisins. Þá
vorum við svarthærðir í svörtu leðurdressi, jafn-
vel á svörtum mótorhjólum, komnir í námunda
við sjálfsmorðið sjálft. Ég er kannski orðinn að-
eins virðulegri núna, með minn rétta háralit og
búinn að kúpla mig að mestu út úr þessum sam-
tökum.
Að deyja I mótorhjóla-
slysi ó öfugum
vegarhelmingi. . .
Blm.: Hvers vegna gerðirðu það?
Valdimar (horfir á blm. prakkaralegur á
suip): Þetta er ágætis félagsskapur en kannski
eru markmiðin ekki nógu háleit, að keyra stork-
andi um göturnar og trylla svo á barinn. Ég er
nýbúinn að taka upp sjö lög ásamt vini mínum
Ágústi Karlssyni sem við ætlum að reyna að
gefa út á plötu. Við köllum okkur Menn en plöt-
una Reisn. Einn texinn er einmitt uppgjör mitt
við Bifhjólasamtök lýðveldisins. (Setur spólu í
segulbandstœkið. Tryllingslegar mótorhjóla-
drunur og í textanum segir Valdimar meðal
annars): Þennan morgun vöknuðum við, eins og
alla aðra morgna, pökkuðum saman, átum og
brummmmmm 1, 2, 3, 4, 5, morgunninn leið
framhjá á 100 km hraða. Við hægðum ekki á
okkur fyrr en þremur tímum seinna og fengum
okkur Marlboro. Við vorum hvort sem er ekki á
leiðinni neitt svo að við notuðum tækifærið og
töluðum illa um konur. Við, kúrekar nútímans,
þeystum aftur af stað, vissir í okkar sök og tilbún-
ir að deyja fyrir málstaðinn, helst í mótorhjóla-
slysi, á öfugum vegarhelmingi, ljóslausir í þoku.
Það rignir, dagurinn líður, og drullan af þjóðveg-
inum límist við leðrið. Það eina sem virkar á
svona dögum er ímyndunaraflið ... Þegar við
komum í bæinn förum við strax niður í bæ, á
barinn, áfangastáðinn.
Blm.: Varðstu var við að einhverjir reyndu að
apa eftir útliti þínu og hegðun þegar þú varst í
mótorhjólastandinu, á svipaðan hátt og Stephen
apar eftir Tedda í leikritinu?
Valdimar: Já, maður varð var við að mörgum
þóttu samtökin virkilega harðsvíraður hópur
sem þeir gjarnan vildu líkjast. Annars vex ég
ekkert upp úr því að hafa gaman af mótorhjól-
um. Um daginn keypti ég mér gamalt hjól, ár-
gerð 67, sem ég er að gera upp. Það er yndisleg-
ur gripur, alveg gjörsamlega kraftlaus, en ein-
faldur og ekta. Ekta hluti finnst mér vanta svo
mikið í nútímann. Sjáðu föt, til dæmis. Maður
sér föt úr fjarlægð og sýnist þau vera flott en svo
kemur maður nær og prófar jafnvel að fara í þau
og þá eru þau efnislaus.
Það er svo margt svoleiðis í dag. Það er
kannski þess vegna sem ég er svo hrifinn af
leðri. Það er bæði skjól-og endingargott. Ég við-
urkenni ekki að ég gangi í því af því það er töff.
í dag er ekki verið að hugsa um að búa til hluti
sem endast og þjóna eigendum sínum vel heldur
hluti sem þú ferð í eins og bréfpoka og endast
þér kannski í þrjá mánuði. Þá áttu bara að geta
hent þeim. Hvað verður um manneskjuna í öllu
þessu? Hún verður bara svona í þrjá mánuði og
svo hendir hún sér.
Nei, þá vil ég nú heldur ganga í gömlum, ekta
fötum. Reiðbuxurnar og stígvélin sem ég er í
núna eru fjörutíu ára gömul og það sér ekki á
þeim! (Blaðamaður fer fram í eldhús að taka
bananabrauðið út úr ofninum, Valdimar eltir.)
Eins er það méð leikmyndir. Ég þoii ekki þegar
allt er gervi á sviðinu. Það er nóg að þurfa að
einbeita sér að hlutverkinu svo að maður þurfi
nú ekki Iíka að ímynda sér að Iéttar ferðatöskur
séu þungar (sparkar íísskápinn), að maður sé að
drekka heitt kaffi en ekki kalt vatn og svo fram-
vegis. Leikmyndin hennar Guðnýjar Bjarkar
Richards í „riddaranum" er einmitt svo frábær:
þar er allt ekta. Hún er svo ekta að ég skar mig
illilega á henni um daginn. (Sest aftur og fœr sér
brauðbita): Þetta brauð er líka ekta!
Driff jöðurin: að vera
gramur sjólfum sér og
öðrum
Blm.: Hvernig hefur þér gengið að samsama
þig Tedda í leikritinu?
Valdimar: Ég samsama mig honum að öllu
leyti. Ég verð að gera það. En auðvitað eru hlutir
sem hann hefur gengið í gegnum og haft áhrif
á hann en ég þekki ekki af eigin raun. Þá reyndi
ég að gera mér grein fyrir þeim og jafnframt að
finna eitthvað samsvarandi í minni lífsreynslu
sem hefur haft svipuð áhrif á mig.
Blm.: Hvaða tilfinningar finnst þér að séu að
brjótast um í honum?
Valdimar: Það er ekki svo auðvelt að útskýra
það. Væri það hægt þyrfti maður ekkert að vera
að leika, þá myndi maður bara búa til útvarps-
þátt eða blaðagrein, t.d. um fórnarlömb Víet-
namstríðsins. Maður útskýrir ekki líðan hans í
orðum heldur í gerðum. Einu sinni ferðaðist ég
um Mið-Ameríku á puttanum, á svipuðum slóð-
um og leikritið gerist, en ég get ekki beinlínis
tekið þá reynslu og virkjað hana í túlkun minni.
Hún myndi bara þvælast fyrir.
Það gerðist dálítið skrýtið fyrir viku síðan, þá
þróaðist þessi karakter lengra hjá mér. Þegar
leikurinn byrjar bíðum við eftir innkomunum
frammi í anddyri. Rétt áður en ég á að fara inn
er bankað á útidyrnar og þar sem ég þoli ekki
fólk sem kemur of seint í leikhús verð ég reiður.
Eiríkur vinur minn fer til dyra og þá stendur
mamma uppáklædd í gættinni ásamt vinkonu
sinni og spyr hvort þær megi ekki koma inn.
(Með grátstafinn íkverkunum): Ég geng strax til
hennar og segi að það komi ekki til mála og þær
skildu það svo seinna að auðvitað er ekki hægt
að ganga inn í leiksýningu eftir að hún er byrjuð.
En eftir á var ég bæði vondur yfir því að fólk
skuli leyfa sér að koma of seint í leikhúsið en um
leið var ég sár út í sjálfan mig fyrir að hafa ekki
bara leyft mömmu að fara inn. Þessi tilfinning,
að vera bæði gramur út í aðra og sár gagnvart
sjálfum sér, gaf mér alveg helvíti mikið. Og ég
held að þetta sé mjög sterkur þáttur í tilfinninga-
lífi Tedda.
Blm.: Hvað í þinni lífsreynslu kemst næst lífs-
reynslu Tedda?
Valdimar (horfir hugsandi út um gluggann og
blœs frá sér Camelreyknum): Á meðan við vor-
um að æfa þetta stykki dó pabbi minn og það
hafði náttúrulega rosalega mikil áhrif á líf mitt
hvar sem á það er litið .. . Það var mjög erfitt
vegna þess að ég fylgdist með dauðastríði hans,
ég upplifði það gjörsamlega frá fyrstu hendi.
Það ólýsanlegasta sem til er er þegar dauðinn
hættir að vera hugmynd og holdgerist fyrir
framan mann. Það er eitthvað sem fer lengst inn
í mann og verður þar. Ég býst við að þessi
reynsla hafi haft sitt að segja fyrir persónusköp-
un mína í leikritinu.
Þar fyrir utan hef ég upplifað sitt af hverju.
Þegar ég var í Mið-Ameríku sá ég til dæmis hví-
líku óréttlæti fólkið þar er beitt og hversu skiln-
ingslaust það er. Ég tók það inn á mig og varð
sár og fannst á tímabili að öll barátta væri til-
gangslaus. En hins vegar má líta svo á að bylt-
ingin gerist fyrst og fremst í manni sjálfum.
Blm.: Hvað áttu við með byltingu?
Valdimar: Þá er ég bara að tala um betri
heim! (Hœkkar röddina.) Það er ofsalega auð-
velt að vera svartsýnn. Ég minnist t.d. mynda
eftir ákveðinn málara sem ég sá í vor úti í New
York. Hann málaði alltaf í svörtum tónum, með
árunum urðu myndirnar æ svartari og sú síðasta
var kolsvartur flötur. Síðan framdi málarinn
sjálfsmorð! Það er vissulega hægt að fara þessa
leið en mér finnst að maður verði að fóðra sitt
eigið líf á einhverju jákvæðu. Það reynir maður
með því að hafa trú á mannfólkinu. Og hver seg-
ir að það eigi að vera auðvelt að lifa? Er lífið ekki
eitt, stórt vandamál sem við verðum að kljást
við eftir bestu getu?
Að staðna ekki í eigin
þyrnirósarturni
Blm.: Áttu sjálfur við eitthvert stórt persónu-
Iegt vandamál að etja?
Valdimar (nuddar á sér nefið, undirleitur): Já,
ég held ég sé alveg hrottalega mikill egóisti...
Það er ágætt að hafa egó en maður verður líka
að reyna að vinna svolítið á móti því, og það er
endalaust viðfangsefni. Svo lengi sem maður er
bara eitt, stórt „ég“ verður maður aldrei fyrir
áhrifum frá fólkinu í kring. Um leið staðnar mað-
ur í eigin þyrnirósarturni. Egóismi er þó nauð-
synlegur fyrir fólk eins og leikara sem vilja gefa
fólki eitthvað annað en það sem það getur upp-
lifað dagsdaglega.
Blm.: En það er væntanlega ekki hægt fyrir
leikara að keyra lengi mestmegnis á eigin egói?
Valdimar: Nei. Það er kannski hægt að keyra
á því í fjögur, fimm ár en svo ferðu að staðna.
En það er mjög auðvelt að einangrast í leiklist-
arheiminum, hann er svo lokaður. Leikarar eru
alltaf að vinna og hafa sjaldan tækifæri til að
hittast innbyrðis, jafnvel ekki að hitta annað
fólk. Þótt ég sé bara í nemendaleikhúsi þá erum
við vinnandi öll kvöld, alla daga og allar helgar.
Það er helst að maður geti hitt vini og kunningja
milli fjögur og sjö en sá tími fellur illa að tíma-
töflu flestra.
Blm.: Hefurðu fengið áþreifanlega sönnun
fyrir því að þú hafir gefið fólki eitthvað meira en
það upplifir dagsdaglega?
Valdimar: Já, sem betur fer. Um daginn var
t.d. viðtal við einhverja konu í morgunút-
varpinu um „rauðhærða riddarann". Hún sagði
að leikritið væri gott dæmi um það hvernig fólk
getur látið kúga sig, hversu langt sá karakter
sem ég leik getur gengið í að kúga aðra. Hvers
vegna sameinast ekki allir hinir á móti honum?
spurði hún. Og hvers vegna stöndum við ekki
saman og hættum að láta þetta pakk kúga okk-
ur? Ef eitthvað er hrós þá eru það svona um-
mæli!
Síðan hafa nokkrir þakkað mér fyrir Samsölu-
brauðssjónvarpsauglýsinguna. Ein kona sagði
að ég ætti nú aldeilis framtíð fyrir mér. (Hlœr.)
Ég fór að velta fyrir mér hvers konar framtíð
hún ætti við, hvort ég ætti að hella mér út í
brauðauglýsingar á grundvelli leðurímynd-
ar...
Blm.: En hvernig upplifirðu viðbrögð áhorf-
enda í salnum?
Valdimar: Það er ofboðslega misjafnt. Ef
margir hlæja í salnum smitandi hlátri þá breytist
leikritið og fer stundum út í farsa. Ef fólk hlær
verður maður að bíða aðeins og því verður
ryþminn hægari. Við höfum fengið slíkan sal
nokkrum sinnum. Svo höfum við fengið alveg
hljóðan sal þar sem einn og einn hlær á stöku
stað nokkurs konar taugaveiklunarhlátri. Það er
einhver tilfinning í fólkinu og hún brýst út í
hlátri sem er eðlilegasta og samþykktasta við-
bragðið af öllum. En stundum fáum við sal sem
hlustar á hvert einasta orð. Maður finnur það
svo sterkt, því það sitja þarna áttatíu manneskj-
ur og horfa á mann. Þetta er eins og að standa
frammi fyrir vegg af tilfinningum. Áhorfendurn-
ir verða fyrir mér ein risastór manneskja með
mikið tilfinningaútstreymi í samræmi við þann
mikla massa sem kjötið er. Þá fær maður yndis-
lega tilfinningu fyrir því að vera að gefa fólki
eitthvað. (Mikið tilfinningaútstreymi leggur út
frá honum.)
Hvern andskotann er ég
að gera sjálfum mér?
Blm.: Hvernig líður þér sjálfum þegar þú
gengur út af sýningu?
Valdimar: Eg er tíu mínútur að ná andanum
og þessi spurning kemur alltaf upp í hugann:
Hvern andskotann er ég að gera sjálfum mér?
Ég spring nefnilega gjörsamlega meðan á sýn-
ingu stendur, mér finnst að ég sé búinn að gefa
allt, eigi nákvæmlega ekkert eftir. En ég svara
spurningunni aldrei. Og þegar ég finn að fólkið
er þakklátt, öðlast hamagangurinn tilgang. En
ég sofna náttúrulega ekkert næstu sex tímana
eða svo.
Blm.: Hefur þér tekist að finna gott slökunar-
meðal?
Valdimar: Já, já, ég fæ mér flóaða mjólk með
hunangi. Þá dett ég oftast út af. Það er nauðsyn-
legt að fólk komi sér upp einhverjum slökunar-
meðölum sem eru ekki í pilluformi. í „rauð-
hærða riddaranum" segir á einum stað að fólk
þurfi að slaka á að minnsta kosti tvær mínútur
á dag. Nokkuð til í því. Ekkert tónverk getur
endalaust gengið á kraftinum, það verður að
koma þögn inn á milli. (I þessum suifum fýkur
stofuglugginn upp og fyrstu haglkorn vetrarins
spýtast inn á mitt gólf. Lægðin er mœtt.) Hugs-
aðu þér ef það væri laugardagskvöld og tvö til
þrjú þúsund unglingar væru niðri í bæ eins og
þau væru á Norðurpólnum á fylliríi. Skilningur
fullorðna fólksins er svo takmarkaður. Krakk-
arnir fá þá hugmynd um sjálf sig að þau séu úti-
gangshross, útigangsruddar!