Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 4
SKOÐANAKÖNNUN HELGARPÓSTSINS: ALÞÝÐUBANDALAGK) NÆS1STÆRSTI FLOKKURINN Helgarpósturinn hefur látið gera skoðanakönnun á fylgi stjórnmála- flokkanna. Stœrstu breytingar síðan uið létum gera síðustu könnun um sama efni í júlímánuöi í ár, eru þœr, að fylgi Bandalags jafnaðarmanna hefur snarminnkaö og Alþýðu- bandalagið hefur aukið mjög við sig. Tala má um algjört fylgishrun hjá BJ. Bandalagið hafði 8,6% fylgi þeirra sem tóku afstöðu í júlíkönn- un HP og 6,2% í DV-könnuninni í septemberlok. Nú hefur BJ hins veg- ar aðeins 2,3% og aðeins einn þing- mann inni í stað fjögurra. Ljóst er að hinar miklu erjur og ósœtti sem ríkt hafa í herbúðum BJ hafa gert flokk- inn lítið trúverðugan í augum kjós- enda. Alþýðubandalagið hefur mjög sótt í sig veðrið og einkum á lands- byggðinni. Alþýðubandalagið hlaut 12,6% í HP-könnuninni í júlí og 14,2% í skoðanakönnun DV í sept- emberlok. Nú hlýtur Alþýðubanda- lagið 19,2% fylgi þeirra sem afstöðu taka og verður flokkurinn að teljast sigurvegari þessarar skoðanakönn- unar. Aukningin milli HP-kannana er 6,6%. Fylgi Alþýðubandalagsins á landsbyggðinni er mjög mikið, eða 23,3% og ennfremur hátt á Reykja- nesi, eða 20,4%. Sennilegt er að hin mikla fjölmiðlaumræða um Alþýðu- bandalagið fyrir og eftir landsfund- inn hafi haft hvetjandi áhrif á fylgi flokksins. Það mætti e.t.v. einnig túlka fylgisaukninguna sem viður- kenningu kjósenda á nýjum og lýð- ræðislegri hreyfingum innan Al- þýðubandalagsins. Alþýðubanda- lagið bætir hins vegar ekki við sig í Reykjavík. Það gerir aftur á móti Sjálfstæðisflokkurinn sem nær 48,2% fylgi á höfuðborgarsvæðinu, og á Reykjanesi stendur flokkurinn einnig sterkt, eða 44,1%. í heild hef- ur fylgi Sjálfstæðisflokksins hrakað. HP-könnunin í júlí sýndi 41,6% fylgi og DV-könnunin í septemberlok gaf Sjálfstæðisflokknum heil 44,3 prós- ent. Nú sýnir HP-könnunin 37,4% fylgi flokksins og er líklegt að þátt- takan í ríkisstjórninni hafi haft þarna neikvæð áhrif á. En þrátt fyrir fylgisminnkun, er Sjálfstæðisflokk- urinn enn stærsti flokkur landsins með traustasta vígið í Davíðsborg. Alþýðuflokkurinn sem reis hve hæst í vor með 22,3% fylgi í apríl- könnun HP og um 20% fylgi í DV- könnunum í janúar og mars í ár, fór stigdvínandi og var kominn niður í 15,5% í HP-könnun í júlí og 14,5% í DV-könnuninni í septemberlok. Al- þýðuflokkurinn hefur hins vegar tekið sig á í þessari nýjustu HP- könnun og sýnir fylgi flokksins nú 18,6% eða um 3% aukningu frá síð- ustu HP-könnun. Jón Baldvin og flokksbræður hans geta því vel við unað að vera sigurvegarar í öðru sæti. Fylgisaukning Alþýðuflokks- ins er mest í Reykjavík eða 20% fylgi alls. Framsóknarflokkurinn bætir við sig á landsbyggðinni líkt og Alþýðu- bandalagið en nýtur lítils fylgis í Reykjavík (5,7%) og á Reykjanesi (5,4%). Samtök um kvennalista eru nokkurn veginn söm við sig hvað fylgi varðar eða 6,9% sem er lík tala og í fyrri könnunum HP og DV. Kvennalistinn virðist hafa fest sig í sessi með fylgistölu sem rokkar frá 6—9% skv. skoðanakönnunum þessa árs. Það sem vekur ennfremur athygli við þessa skoðanakönnun er að lausafylgið virðist vaxandi hópur og óvenjulega margir eru óákveðnir. Stór hópur þeirra sem óákveðnir eru, telst til velupplýstra kjósenda sem bíða átekta hverju fram vindur í stjórnmálalífinu. Þá er einnig at- hyglisvert að fleiri eru óákveðnir sem búa í þéttbýli en í dreifbýli. 1M GREINARGERÐ SKAIS Um síðustu helgi var gerð skoð- anakönnun um fylgi stjórnmála- flokkanna. Skoðanakannanir á ís- landi — SKAÍS sá um framkvæmd könnunarinnar. Hringt var í 800 ein- staklinga, 18 ára og eldri, með jafnri skiptingu milli kynja, skv. tölvuúr- taki sem unnið var eftir skrá Land- símans um símnotendur (einka- síma). Úrtakið skiptist í þrjú aðalsvæði, eins og fyrri kannanir og er þá mið- að við hlutfall kjósenda á hverju svæði. Þetta úrtak skiptist þannig: Reykjavík (306), Reykjanes (182), landsbyggðin (312). Spurt var: Efkosið vœri til Alþing- is í dag, hvaða stjórnmálaflokk mundirðu kjósa? Við útreikning á fjölda þing- manna er miðað við landsmeðaltal og hefur sú aðferð verið notuð hjá SKÁÍS, eins og reyndar öðrum aðil- um sem gert hafa hliðstæðar kann- anir um fylgi stjórnmálaflokkanna. Vegna gildandi laga um útreikning á fjölda þingmanna eftir kjördæmum getur því eðlilega orðið um nokkra skekkju að ræða. Að vísu getur hver og einn, með því að nota viðeigandi töflur, reiknað út fjölda kjördæma- kjörinna þingmanna fyrir Reykjavík og Reykjanes. Getur það rétt af ákveðna skekkju sem stafar af mis- vægi atkvæða. Af tæknilegum ástæðum er hinsvegar erfiðara að reikna út tölu þingmanna fyrir landsbyggðarkjördæmin sex. Af þeim sökum m.a. hefur þeirri aðferð verið beitt, sem að framan greinir. Tafla VI. Pingstyrkur flokkanna nú og nidurstööur fjögurra síöustu skoöanakannana HP á þessu ári auk sept.-könnunar DV. Þingstyrkur flokkanna nú HP-könnun janúar '85 HP-könnun í apríl ’85 HP-könnun í júlí ’85 DV-könnun í sept. ’85 HP-könnun nú í nóv. ’85 Aiþýðuflokkur 6 9 (10) 14 (14) 9 (10) 9 11 (12) Framsóknarflokkur 14 11 (11) 7(7) 7 ( 7) 9 9 ( 9) Bandalag jafnaðarm. 4 3 ( 4) 3 ( 4) 5 ( 6) 4 1 ( 1) Sjálfstæðisflokkur 23 24 (25) 25 (26) 25 (26) 29 23 (24) Alþýðubandaiag 10 9 ( 9) 8 ( 8) 8 ( 8) 9 12 (13) Samtök um kvennalista 3 4 ( 4) 3 ( 4) 6 ( 6) 3 4 ( 4) Skýring: Tölurnar innan sviga miðast við 63 þingmenn, þ.e. sama fjölda og verður eftir næstu alþingiskosn- ingar. Fremri töflurnar miðast við 60 þingmenn eins og nú er. Nóv. ’85. Tafla I. Fylgi flokkanna. Staða flokkanna núna skv. HP-könnuninni, auk síðustu DV-könnunar í septemberlok og HP-kannana á árinu 1985. Tölurnar sýna hlutfall þeirra sem tóku afstöðu. HP Nú DV 30. sept. HP 18. júlí HP 24. apr. HP 24. jan. Alþýðuflokkur 18,6% 14,5% 15,5% 22,3% 15,3% Framsóknarflokkur 14,4% 13,8% 11,7% 10,8% 17,8% Bandalag jafnaðarm. 2,3% 6,2% 8,6% 5,6% 5,4% Sjálfstæðisflokkur 37,4% 44,3% 41,6% 41,8% 39,7% Alþýðubandalag 19,2% 14,2% 12,6% 13,2% 14,9% Samtök um kvennal. 6,9% 5,9% 9,7% 5,4% 6,5% Önnur framb. (Fl.m.) 1,3% 1% 0,2% 0,9% 0,2% Tafla II. Allt landid. fjöldi atkvæða hlutfall hlutfall þeirra sem tóku afstöðu Alþýðuflokkur 89 11,1 18,6 1 Framsóknarflokkur 69 8,6 14,4 Bandalag jafnaðarmanna 11 1,4 2,3 Sjálfstæðisflokkur 179 22,4 37,4 1 Alþýðubandalag 92 11,5 19,2 Samtök um kvennalista 33 4,1 6,9 | Önnur framboð (Fl.m.) 6 0,8 1,3 1 Óákveðnir 177 22,1 — Ætla ekki að kjósa/skila auðu 81 10,1 — Vilja ekki svara 63 7,9 1 Tafla III. 1 Reykjavík. fjöldi atkvæða hlutfall hlutfall þeirra sem tóku afstöðu Alþýðuflokkur 29 9,5 20,6 Framsóknarflokkur 8 2,6 5,7 Bandalag jafnaðarmanna 5 1,6 3,5 Sjálfstæðisflokkur 68 22,2 48,2 Alþýðubandalag 16 5,2 11,3 Samtök um kvennalista 13 4,2 9,2 Önnur framboð (Fl.m.) 2 0,7 1,4 Óákveðnir 94 30,7 — Ætla ekki að kjósa/skila auðu 37 12,1 — Vilja ekki svara 34 11,1 — Tafla IV. Reykjanes. fjöldi atkvæða hlutfall hlutfall þeirra sem tóku afstöðu 1 Alþýðuflokkur 17 9,3 18,3 Framsóknarflokkur 5 2,7 5,4 1 Bandalag jafnaðarmanna 3 1,6 3,2 1 Sjálfstæðisflokkur 41 22,5 44,1 1 Alþýðubandalag 19 10,4 20,4 Samtök um kvennalista 8 4,4 8,6 Önnur framboð 0 0,0 0,0 1 Óákveðnir 47 25,8 — 1 Ætla ekki að kjósa/skila auðu 26 14,3 — 1 Vilja ekki svara 16 8,8 Tafla V. \ Landsbyggöin. fjöldi atkvæða hlutfall hlutfall þeirra sem tóku afstöðu \ Aiþýðuflokkur 43 13,8 17,6 Framsóknarflokkur 56 17,9 22,9 Bandalag jafnaðarmanna 3 1,0 1,2 Sjálfstæðisfiokkur 70 22,4 28,6 1 Alþýðubandalag 57 18,3 23,3 1 Samtök um kvennalista 12 3,8 4,9 1 Önnur framboð (Fl.m.) 4 1,3 1,6 Óákveðnir 36 11,5 — Ætia ekki að kjósa/skila auðu 18 5,8 — Vilja ekki svara 13 4,2 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.